Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.03.1992, Blaðsíða 8
FRETTIR DAVÍÐ SCHEVING THORSTEINSSON: STEIKTAR GÆSIR FUÚGA EKKI - EKKI TEKIÐ ÚT MEÐ SITJANDI SÆLDINNI AÐ VINNA MARKAÐI ERLENDIS í athyglisverðri ræðu, sem Davíð Scheving Thorsteinsson flutti á ársþingi iðnrekenda um útflutning á íslensku vatni, gerði hann mönn- um grein fyrir eigin reynslu af því að vinna merkjavöru sess á neyt- endamarkaði erlendis og varaði við of mikilli bjart- sýni. Hann sagði að þetta væri þrotlaus vinna og ekkert nema puð: „Allt sem ég hef sagt ykkur hingað til er til að vara ykkur við og líka til að brýna það fyrir ykkur að það fljúga ekki steiktar gæsir upp í munninn á þeim sem ætla út í nýja framleiðslu eða ætla sér að reyna að selja merkja- vöru á neytendamarkaði erlendis.“ Davíð lýsti m.a. í ræðu sinni þeim vanda sem menn gætu staðið frammi fyrir á sviði vöruþróunar. Hann nefndi þetta dæmi til að sýna mönnum fram á þann kostnað og þá þol- inmæði sem þyrfti að lifa við áður en árangur næð- ist: „... það var eytt mikilli Davíð Scheving Thorsteinsson. orku og peningum og það leið langur tími frá því að við fórum fyrst að hugsa um eigin umbúðafram- leiðslu þar til fyrsta dósin sá dagsins ljós. Nánar til- tekið: 6 ár og 7 mánuðir, 167 flugferðir, 24 lestar- ferðir, 130 ferðir í bílum, gisting á 92 mismunandi hótelum, heimsóknir til 252 fyrirtækja í 116 borg- um og bæjum í 97 lönd- um, 74 fundir/námskeið/ þjálfun og 10 fagsýningar í fjórum heimsálfum. Og svo, eftir 6 ár og 7 mánuði, var framleiðslan gjörsamlega misheppnuð þegar hún hófst, svo mis- heppnuð að hún var nærri búin að ríða þessu rót- gróna fyrirtæki að fullu.“ En allt fór vel að lokum og nú er útflutningur á vatni á vegum fyrirtækis- ins í örum vexti og fram- leiðslan hefur unnið sér sess á hinum harðsótta merkjavörumarkaði er- lendis. EINN ÞINGMANNA ALÞYÐUFLOKKSINS: „VILIUM LÖG UM EINOKUN OG HRINGAMYNDUN Á UNDAN EINKAVŒÐINGU" Einn af þingmönnum Alþýðuflokksins tjáði Frjálsri verslun að ekki kæmi annað til greina en að sett yrðu lög um einok- un og hringamyndun sem tækju á valdasamþjöppun í þjóðfélaginu áður en far- ið yrði í að einkavæða. Hann sagði að þeir væru ekki tilbúnir að standa að sölu ríkisfyrirtækja á meðan sú hætta væri fyrir hendi að „kolkrabb- inn“ gæti gleypt þau fyrir- tæki sem boðin yrðu til kaups. Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri í Iðnað- ar- og Viðskiptaráðuneyt- inu, segir að í ráðu- neytinu sé nú unnið að gerð lagafrumvarps um samkeppnislög sem snið- in séu að Evrópurétti. Vinna ráðuneytisins er á lokastigi og verður frum- varpið væntanlega sent stjórnmálaflokkunum og hagsmunaaðilum til kynningar og umsagnar í byrjun apríl. Hann á von á því að frumvarpið komi til kasta Alþingis nú í vor. Endurskoðun á hluta- félagalögum er svo á döf- inni næsta haust og er búist við því að sú vinna verði einnig unnin af em- bættismönnum ráðuneyt- isins. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessi væntan- legu samkeppnislög og endurskoðuð hlutafé- lagalög taka á þeirri ein- okun, hringamyndun og samþjöppun valds sem ýmsir hafa talið sig sjá örla á í viðskiptalífi okk- ar. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.