Frjáls verslun - 01.03.1992, Page 10
FRETTIR
VERSLUNARRAÐIÐ ER ALHEILT
ATHUGASEMDIR VEGNA GREINAR í 2. TBL. FV FRÁ EINARI
SVEINSSYNI,FORMANNI VERSLUNARRÁÐS ÍSLANDS
í síðasta tölublaði
Frjálsrar verslunar er
fjallað um „ástæðuna
fyrir stofnun íslenskrar
verslunar“ með slíkum
rangfærslum og af slíkum
rangindum í garð Versl-
unarráðs íslands, að æra
myndi óstöðugan.
Greinin í FV heitir
„Tortryggni og átök um
hagsmuni“ en undirfyrir-
sögn hefst þannig:
„Klofningur Verslunar-
ráðs íslands er hér til um-
fjöllunar...“. í upphafi
greinarinnar er jafnframt
sagt að um síðustu ára-
mót hafi þrjú öflug sam-
tök slitið samvinnu við
ráðið; Félag íslenskra
stórkaupmanna, Bíl-
greinasambandið og
Kaupmannasamtök ís-
lands. Allt er þetta rangt.
Verslunarráðið, FÍS og
KI hafa starfað saman um
árabil í Samstarfsráði
verslunarinnar sem held-
ur mánaðarlega fundi um
sameiginleg málefni. Það
hefur ekki breyst og bæði
FÍS og KÍ hafa aðgang að
Verslunarráðinu með
sama hætti og um langa
hríð. Bílgreinasamband-
ið er eftir sem áður full-
gildur aðili að Verslunar-
ráðinu.
Það eina sem breyttist
um áramótin var að sam-
eiginlegum rekstri Versl-
unarráðsins og FÍS um
Skrifstofu viðskiptalífs-
ins lauk eftir tveggja ára
tilraun. Sá ágreiningur,
sem leiddi til þeirrar nið-
urstöðu, á ekkert skylt
við klofning innan Versl-
unarráðsins enda stend-
ur það nú félagslega í að-
alatriðum eins og fyrir
tveim árum. Sjö manna
stjórn Félags íslenskra
stórkaupmanna klofnaði
hins vegar í kjölfarið
þegar tveir stjómarmenn
sögðu af sér, þar af annar
varaformaðurinn. Hann
bauð sig síðan fram til
stjórnar í Verslunarráð-
inu, náði kjöri sem vara-
maður og hefur tekið til
starfa sem slíkur.
Frjáls verslun heldur
áfram á sömu fölsku for-
sendunum þegar ótil-
greindir menn em bornir
fyrir „vaxandi tortryggni
í garð Verslunarráðsins
vegna Eimskips sem þeir
telja að ráði mestu um
stefnumótun innan ráðs-
ins.“ Þetta er stutt með
tilvitnun í viðtal Morgun-
blaðsins við formann FIS,
Birgi Rafn Jónsson en þar
kemur fram skáldskapur
hans um „völd“ í Verslun-
arráðinu.
Formaður FÍS segir:
„Verslunarráðið er byggt
þannig upp að atkvæða-
vægi fer eftir félagsgjöld-
um sem hver og einn
greiðir eftir stærð. Þetta
leiðir til ákveðinnar sam-
þjöppunar á valdi og við
teljum að ráðið sé með
þessu fyrirkomulagi sam-
tök fyrir sérhagsmuni
einstakra fyrirtækja.“
Við annað tækifæri lét
formaðurinn að því liggja
að þannig gætu sterkir
aðilar innan VÍ keypt sér
atkvæðavald.
Allt er þetta víðsfjarri
raunvemleikanum.
Eimskip er eitt af þeim
9 fyrirtækjum sem greiða
félagsgjald í hæsta
flokki. Út á það fær
Eimskip um 1,08% at-
kvæða og þessi 9 fyrir-
tæki samtals innan við
10%. Fullyrðing for-
manns FÍS um að Eim-
skip „fari með stóran
hluta atkvæða í Verslun-
arráðinu“, fellur auðvit-
að dauð og ómerk eins og
öll þessi samsæriskenn-
ing hans.
Skrifleg kosning 19 að-
almanna og 19 vara-
manna í stjórn Verslun-
arráðsins með hliðsjón af
57 manna ábendingar-
lista, þar sem enginn má
kjósa nema 12 manns,
hefur raunar tryggt
áhrifadreifingu og endur-
nýjun umfram það sem
gerist og gengur í ís-
lenskum félögum. I
stjórn og 5 manna fram-
kvæmdastjórn hefur síð-
an hver stjórnarmaður
eitt atkvæði en ekki rek-
ur menn minni til að á þau
hafi reynt enda eru mál
ekki knúin fram með
valdi í Verslunarráði ís-
lands. En það er einmitt
kjarni málsins.
Það er svo hlálegt að
undir þessum áður um-
rædda skáldskap hafa
setið mætir félagsmenn í
FÍS sem m.a. mynduðu
ekki aðeins um þriðjung
19 manna stjórnar Versl-
Einar Sveinsson, formaður
Verslunarráðs íslands.
unarráðsins síðustu tvö
árin heldur meirihluta í 5
manna framkvæmda-
stjórn þess.
Verslunarráð íslands
hefur beitt sér fyrir því að
þau félög, sem starfa að
hagsmuna- og framfara-
málum í viðskiptalífinu
þjöppuðu sér saman,
leystu innbyrðis vanda-
mál sín á milli og mótuðu
jafnframt sameiginleg
meginsjónarmið um
starfsumhverfi sitt og
framtíðarhugmyndir. í
slíku starfi hljóta að
verða árekstrar milli
skoðana og einstaklinga
með deilda hagsmuni.
Hins vegar er of langt
gengið þegar um það er
fjallað hvort tveggja í
senn af slíku gáleysi og
svo ranglega eins og hér
hefur verið gert að um-
talsefni.
Blaða- og bókaútgáfan Fróði hf., útgefandi Frjálsrar verslun-
ar, gaf verðlaun vegna bestu tímaritsauglýsingarinnar í sam-
keppni ÍMARK. Á myndinni afhendir Magnús Hreggviðsson,
stjórnarformaður Fróða hf., verðlaunin til fulltrúa íslenska
útvarpsfélagsins hf. Gott fólk gerði auglýsinguna.
10