Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.03.1992, Blaðsíða 12
FRÉTTIR Friðrik Sophusson. Björn Bjarnason. Víglundur Þorsteins- FORYSTUVANDI SJALFSTÆÐISFLOKKSINS: Einar Oddur Krist- jánsson. Magnús Gunnarsson. HVER ER ÞRIÐJIMADURINN? í nýlegu tímaritsviðtali við Inga Björn Albertsson alþingismann segir hann að Sjálfstæðisflokkurinn eigi við forystuvandamál að etja. Hann telur að flokkurinn sé klofinn í tvær fylkingar: „Við höf- um ekki hinn óumdeilda leiðtoga." Og hann segir ennfremur: „Ég tel að flokkurinn þurfi fyrst og fremst á þriðja aðilanum að halda sem er óum- deildur." Ingi Björn er spurður hvort sá aðili sé í sjón- máli. Hann svarar: „Nei, en hann verður að koma. Ég tel stöðuna vera þann- ig. Ég hef sjálfur óljósan grun um hver sá aðili er án þess að ég ætli að nefna hann.“ En hver gæti verið Á ársþingi Félags ís- lenskra iðnrekenda, sem haldið var um miðjan mars, var Gunnar Svav- arsson, forstjóri Hamp- iðjunnar, endurkjörinn formaður félagsins. Hann var kosinn með 96% greiddra atkvæða þannig að mikill einhugur er um formanninn. Aðrir í stjórn FÍI voru þriðji maðurinn? Hvar er hann að finna? Ef byrjað er að svipast um í núverandi þingliði sjálfstæðismanna er helst að staldra við tvö nöfn: Friðrik Sophusson fjármálaráðherra hefur allan sinn langa stjórn- málaferil verið maður sátta og málamiðlunar. Hann tók að sér varafor- mennskuna á síðasta landsfundi þegar allt var komið í óefni. Hann vék fyrir Davíð á landsfundin- um þar á undan þegar borgarstjórinn gerði fyrirvaralaust tilkall til varaformennsku í flokkn- um. Hann kom inn sem varaformaður í fyrra skiptið þegar flokkurinn logaði í illdeilum. í þingflokknum er ann- ar maður sem ýmsir kjörnir, þeir Sigurður R. Helgason í Björgun, Árni Gunnarsson í Fóður- blöndunni, Bjarnar Ingi- marsson hjá ISAL, Ragn- ar Birgisson í Opal og Gunnar Ingimarsson. Fyrir í stjórninni voru þeir Magnús Tryggvason í Ora, Ágúst Einarsson í Lýsi og Sigurður Mari- nósson í Mónu. binda miklar vonir við. Það er Björn Bjarnason. Hann kom inn á þing eftir kosningarnar síðastliðið vor og því er of fljótt að dæma um hann. Sumir spá honum miklum frama í stjórnmálum en aðrir hafa efasemdir. Menn skyldu þó ekki útiloka Björn sem málamiðlun. Uti í atvinnulífinu er mikill fjöldi hæfileika- ríkra sjálfstæðismanna sem oft er litið til þegar menn velta því fyrir sér hvernig unnt sé að styrkja forystu flokksins. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að fá þessa menn til að hverfa frá stjórnun- arstörfum í fyrirtækjum til að fara á þing og sækj- ast eftir ráðherradómi. Hér skulu nefndir þrír menn sem kunnir eru af dugnaði og forystuhæfi- leikum í atvinnulífinu: Víglundur Þorsteins- son, fyrrverandi formað- ur Félags íslenskra iðn- rekenda, er kunnur dugn- aðarforkur og fæddur foringi. Einar Oddur Kristjáns- son hefur vakið á sér at- hygli fyrir skelegga for- ystu vinnuveitenda og nýjan stíl á þeim vett- vangi. Hann átti stóran þátt í svonefndum þjóð- arsáttarsamningum og hann hefur vakið athygli fyrir að tala „mannamál", mál sem þjóðin skilur. Hann er maður sem gæti náð víðtækum stuðningi einkum ef samningar á vinnumarkaði heppnast nú vel og tímasetning hans til afskipta er rétt. Þá er að nefna Magnús Gunnarsson, formann Samtaka atvinnurekenda í sjávarútvegi. Menn hafa verið að spá því í 20 ár að hann færi út í stjórnmál enda er maðurinn vinsæll og vel til stjórnmálaþátt- töku fallinn. Magnús er maður sem á óvanalega gott með að hrífa fólk með sér og sætta mismunandi sjónarmið. Hvort samstaða gæti náðst um einhvern þess- ara manna úr atvinnulíf- inu skal ósagt látið — og hvort þeir gæfu kost á sér skal enn frekar ósagt lát- ið! í kjölfar þessa umtal- aða viðtals við Inga Björn Albertsson alþing- ismann, er ekki ósenni- legt að menn muni velta því fyrir sér hvort flokk- urinn geti farið inn í fram- tíðina með óbreytta for- ystu eða hvort leitin að „þriðja aðilanum" hefjist af fullum krafti. Það er allavega ljóst að yfirlýsing af þessu tagi frá einum af þingmönnum flokksins er mál sem verður að taka alvarlega. FORMAÐUR FÍI: GUNNAR ENDURKJÖRINN 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.