Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Page 16

Frjáls verslun - 01.03.1992, Page 16
FORSIÐUGREIN KRAFA UM ÁRANGUR LÝÐUR FRIÐJÓNSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRIHJÁ COCA-COLA í NOREGI, ER í VIÐTALIVIÐ FRJÁLSA VERSLUN UM STÖRF SÍN HJÁ HINU ALÞJÓÐLEGA FYRIRTÆKI Lýður Friðjónsson er ótvírætt í hópi þeirra manna af yngri kynslóðinni sem vakið hafa mikla athygli í viðskiptalífinu á Islandi á undanförnum árum, ekki síst vegna nýrra vinda sem fóru að blása um kók-fyrirtækið á íslandi, Verksmiðjuna Vífilfell hf., eftir að hann tók við dagleg- um rekstri þess árið 1984. Það vakti einnig athygli þegar fram kom í fjölmiðlum á síðasta ári að hon- um hefði boðist framkvæmdastjóra- staða hjá COCA-COLA í Noregi. Til- boð til íslendinga um toppstöður hjá stórfyrirtækjum í útlöndum eru ekki það algeng að þau vekja jafnan eftir- tekt, allavega þeirra sem fylgjast með í viðskiptakTi okkar. Lýður þáði boðið og býr nú ásamt fjölskyklu sinni í Osló. Þau hjónin eiga Qögur börn, þar af son sem fæddist nú í febrúar. Ég byrjaði á að spyrja hann hvort það hafi ekki verið erfið ákvörðun að yfirgefa svo gott fyrirtæki sem Vífil- fell í örum vexti og með óvenjuöfluga stöðu — á íslenskan mælikvarða — og flytja til útlanda með eiginkonu, þrjú lítil börn og það fjórða á leiðinni. „Þegar maður fær svona tilboð er annaðhvort að hrökkva eða stökkva. Það var auðvitað hægt að kta svo á að einhver annar tími gæti hentað okkur betur til að breyta til. En um það er ekki spurt. Hafi maður áhuga á að starfa í alþjóðlegu stórfyrirtæki verð- ur maður að grípa tækifærin þegar þau koma því það er ekki víst að þau komi einmitt þegar maður óskar helst eftir að fá spennandi tilboð. EKKERT FREKAREN ERLENT COCA-COLA FYRIRTÆKI Ég hafði mjög mikinn áhuga á því starfi, sem ég var í, og ég var ekki áhugasamur um neitt annað starf á íslandi. í gegnum nær tíu ár hjá Vífil- felli var ég kominn í persónuleg tengsl við fjölda manna hjá COCA-COLA fyrirtækjunum víða um heim. Einn þeirra er Tore Kr. Bu, yfirmaður COCA-COLA hér í Noregi. Hann bauð mér stöðuna. Ég var ekki sér- lega spenntur fyrst þegar þetta kom upp en ég óttaðist að tæki ég ekki tilboðinu nú væri ekki víst að það kæmi aftur og ég ætti eftir að harma TEXTI: HELGI MAGNÚSSON 16

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.