Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.03.1992, Blaðsíða 17
það að hafa ekki tekið skrefið. Það hefur lengi blundað í mér löngun til að vinna erlendis og ég gat ekki hugsað mér neitt betra en að starfa hjá er- lendu COCA-COLA fyrirtæki. Svo bættist það við að ég var farinn að finna fyrir þörf fyrir að breyta til. Menn fmna fyrir leiða í störfum eftir vissan tíma, jafnvel þó vel gangi. Þá er um að gera að taka sér önnur verk- efni fyrir hendur. Mér hafði boðist að verða gestaprófessor í Singapore um eins árs skeið en ég kom þangað með hóp nemenda minna úr Háskóla ís- lands sem ég kenndi markaðsfræði. Ég velti þessu tilboði fyrir mér og í huga mínum var ekkert útilokað að slá til og flytja austur með alla fjölskyld- una. En niðurstaðan varð sú að haldið var hingað til Noregs.“ Þú segist hafa verið í Singapore með nemendur þína úr Háskólanum. Hvers vegna varstu að kenna — hafð- ir þú ekki ærinn starfa hjá Vífilfelli? ,Jú, mikil ósköp. En kennslan var þörf. Ég kenndi markaðsfræði og stefnumótun markaðsmála í við- skiptadeild Háskólans og var í hálfu starfi lektors. Að mínu mati var þetta leið til að halda sér við í faginu og mér þótti tilbreytingin gera mér gott. Kennslan var mér stundun upp- spretta hugmynda. Þetta aukastarf hafði engin áhrif á önnur viðfangsefni. Vífilfell gekk fyrir og tók upp megnið af tíma mínum. Það var óhjákvæmi- legt.“ Úr því þið hafið tekið þetta skref til útlanda og þú ert kominn til starfa í hinu alþjóðlega umhverfi COCA- COLA fyrirtækjanna er þá nokkuð við því að búast að snúið verði heim til íslands á næstu árum? Verður starfs- vettvangur þinn ekki erlendis hér eft- ir? GÍFURLEGT AFL „Það er allt of fljótt að segja til um það. Ég er ánægður með að hafa tekið þetta skref og ég er ráðinn til starfa í tvö til fimm ár. Á þessu ári og næsta kemur á daginn hvernig okkur líkar. Best gæti ég trúað að annaðhvort yrðum við úti í tvö til þrjú ár eða þá um mjög langan tíma. Þetta skýrist fljótt og ræðst af því hvemig mér vegnar í starfinu og hvernig konan og bömin Seljendur á okkar vegum eru um 20.000 í Noregi og við þurfum að vera í góðum tengslum við þá. Þessi markaður er ekki flókinn en hann er marg- brotinn. finna sig í framandi umhverfi. Þetta hefur allt saman farið vel af stað og við erum full bjartsýni. Þegar litið er á framtíðarmöguleik- ana er vert að hafa í huga að COCA- COLA er gífurlega mikið og öflugt fyrirtæki á alþjóðlega vísu. Ársveltan er yfir 700 milljarðar íslenskra króna í það heila. Það samsvarar fjárlögum íslenska ríkisins í sjö ár. Afkoma sam- stæðunnar er ávallt mjög góð. Hagn- aður er yfirleitt 12-14% af veltu og eiginfjárstaðan er gríðarlega öflug þó svo greiddur sé ríflegur arður á hverju ári. í árslok 1990 var bókfærð eiginfjárstaða um 450 milljarðar ís- lenskra króna. Vöxturinn er stöðugur og markaðshlutdeildin eykst jafnt og þétt. Þarna eru menn líka óhræddir við að móta stefnu sem miðast við að miklar kröfur séu gerðar og að mikill og stöðugur árangur náist. Meðalarð- semi hlutabréfa í COCA-COLA hefur numið 20,8% á ári frá 1900 til 1981 og er sú besta sem þekkist. Síðustu 10 árin hefur meðalarðsemin numið 35% á ári. Maður hlýtur að nálgast stjómun- arstörf hjá svona fyrirtæki með virð- ingu og taka viðfangsefni sín alvar- lega.“ Hve margir starfa hjá COCA- COLA um allan heim og hversu stór er hópurinn í Noregi? „Talið er að um ein milljón manna um allan heim starfi fyrir COCA- COLA. En þá eru allir taldir með sem vinna fyrir verksmiðjur og átöppunar- fyrirtæki í hinum ýmsu löndum. Það er stóri hópurinn því einungis tuttugu 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.