Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.03.1992, Blaðsíða 19
Dreifingarnet COCA-COLA nær um allan heim og mikil áhersla er lögð á að drykkurinn hafi engin landamæri. Markaðsstarfsemi er einnig öflug í lönd- um þriðja heimsins og hún mun fara vaxandi því þar er ennþá mikinn markað að vinna. „Kók er lúxus fátæka mannsins." arra og miðaði hann árangur gjaman við erlend fyrirtæki í sömu grein. Það er mælikvarði sem fleiri mættu taka sér til fyrirmyndar. Hann taldi ekki eftir sér að vinna langan vinnudag enda fóru starf og áhugamál saman. Þótt ýmsum þyki Lýður harður í hom að taka verður það ekki frá honum tekið að hann er bóngóður, ráðhollur og greið- vikinn." Grímur Sæmundsen læknir tekur i sama streng. Hann segir að Lýður sé „vinur vina sinna en að sama skapi óbilgj- am gagnvart þeim sem hann telur sér andsnúna." Grímur hefur átt samstarf við Lýð, m.a. vegna uppbyggingar á Heilsumið- stöðinni Mætti en þeir hafa báðir átt sæti í stjórn þess fyrirtækis. „Lýður er traustur, áreiðanlegur, fylginn sér og með mikinn metnað,“ segir Grímur. Hann bætir við: „Lýður hefur hæfileika til að skilja hismið frá kjamanum, stefria beint að markinu og ná árangri. Lýður er mjög hæfur markaðsmaður og hefur mikla þekkingu sem hann kann að nota. Það er að vissu leyti athyglis- vert að hann skuli vera markaðsmaður því hann er ekki opinn persónuleiki — er ekki allra — og er því frábmgðinn hinni dæmigerðu „markaðsmanngerð" sem svo er nefnd.“ Jóhann G. Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis hf., hefur síðasta orðið í þess- ari umfjöllun: „Lýður Friðjónsson var samstjómar- maður minn í Amarflugi á sama tíma og við vomm samkeppnisaðilar á drykkjar- vörumarkaðnum en ég er stjómarfor- maður í Sól hf. Lýður er ákveðinn maður. Hann tek- ur ákvarðanir og afstöðu út frá viðskipta- legu sjónarmiði en lætur hugsjónavið- horf, eins og við sumir höfðum í Arnar- flugi, ekki mgla sig í ríminu. Hann er ófeiminn að tjá sig hreint út við menn. Einnig um óþægilega hluti og hann getur verið mjög gagnrýninn. Sem samkeppnisaðila upplifði ég Lýð sem mjög duglegan, ákveðinn og fram- sækinn, jafnvel ósvífinn í hörðum slag. En það kom ekki á nokkum hátt fram í samstarfi okkar að öðm leyti. í beinum samningaviðræðum um byggingarframkvæmdir var hann erfiður og leitaði þá alltaf hagstæðra lausna fyrir sitt fyrirtæki án alls tillits til kunnings- skapar. Ég hygg að þannig hafi hann verið í öllum viðskiptum og með því gætt vel hagsmuna þess fyrirtækis sem hon- um var trúað fyrir að reka.“ þúsund manns vinna hjá COCA- COLA samsteypunni sjálfri. Hér í Noregi vinna um tvö þúsund og níu hundruð manns í kók-kerfinu, flestir í þeim fjórtán átöppunarverksmiðjum sem framleiða kók. Hér starfa tutt- ugu manns í markaðsdeildinni en hjá COCA-COLA NORGE A/S vinna um hundrað og þijátíu manns. Tilgangur þessa fyrirtækis er að gæta hags- muna móðurfélagsins í Noregi og efla söluna á þessu norðursvæði, sem heyrir undir svæðisskrifstofu okkar, sem er auk Noregs, Svíþjóð, Finn- land og ísland. Nú síðast höfum við unnið að málefnum fyrirtækisins í samveldisríkjunum, sem áður voru Sovétríkin, og í Eystrasaltslöndun- um.“ Lýður er næst spurður um norska gosdrykkjamarkaðinn. „Gosdrykkjasala er um tvö hundr- uð og tuttugu milljónir h'tra á ári í Noregi. Markaðshlutdeild okkar er yfir 60% hér í landi en það er mun lægri hlutdeild en við náðum á íslandi. Verkefni mitt og minna samstarfs- manna er að auka kóksölu hér í Nor- egi, ekki endilega með því að taka frá hinum heldur fyrst og fremst með því að stækka heildarmarkaðinn og ná til okkar sem mestum hluta þeirrar aukningar. TUHUGU ÞÚSUND VIÐSKIPTAVINIR Þessum markmiðum ætlum við að ná með því að koma hér á framfæri fjölþjóðlegri kynningarstarfsemi COCA-COLA, kynna markaðnum nýjungar í pakkningum, vélum og öðru sem skiptir máli. Seljendur á okkar vegum eru um tuttugu þúsund í Noregi og við þurfum að vera í góðum tengslum við þá. Þessi markaður er ekki flókinn en hann er margbrotinn. Samningar við þessa tuttugu þús- und viðskiptavini eru mjög mismun- andi. Samningagerðin er vandasöm og erfiðari en var heima á íslandi — þótt hún væri oft erfið þar. Þetta staf- ar einkum af því að tíu stærstu við- skiptavinimir eru með um 50% af söl- unni og þeir tuttugu stærstu eru með um 70% af henni. Þama er einkum um að ræða stórar verslanakeðjur og veitingahúsakeðjur. Stærsta versl- anakeðjan á þrjú hundruð og sextíu búðir. Það má því næmi geta að hart er bitist um þá stóm — og ekkert grín ef eitthvað fer úrskeiðis í samskiptum við þá! Baráttan um viðskiptavinina snýst um þjónustu og margs konar markaðsaðgerðir - eða herferðir sem stækkað geta kökuna. “ Lýður segir að allri markaðsstarf- semi COCA-COLA í Noregi sé stjórnað frá skrifstofu þeirra: „Við 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.