Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Side 23

Frjáls verslun - 01.03.1992, Side 23
fyrir smáveitingastaði að eriendri fyrirmynd. Þetta fyrirtæki réðumst við í ásamt Hagkaupsmönnum og Skúla Þorvaldssyni og höfum leigt út í samstarfi við þá síðan. Þetta hefur reynst vera góð fjárfesting. Einnig get ég nefnt heilsuræktarstöðina Mátt sem við tókum þátt í og nú er orðið hið glæsilegasta fyrirtæki. Loks vil ég nefna samstarf okkar við Hita- veitu Reykjavíkur og Hagkaup um út- flutning á vatni. Um þá starfsemi var stofnað fyrirtæki sem á eftir að verða þýðingarmikið. Eg læt þessi dæmi nægja.“ Áður en við ljúkum þessari um- ræðu spyr ég Lýð hvers vegna Vífil- fell hafí ekki farið út í bjórframleiðslu þegar bjórinn var leyfður á Islandi þann 1. mars 1989. Sváfuð þið á verð- inum? „Nei. Við skoðuðum bjórdæmið frá öllum hliðum og við okkur blasti að bjórmarkaðurinn á íslandi yrði um tíu milljónir lítra á ári. Fyrir lá að fram- leiðslugeta Sana var um tólf milljónir Þessi mynd af Lýð og Pétri Björns- syni, stjórnarformanni Vífilfells, birtist í alheimstímariti COCA- COLA árið 1990 þar sem fjallað var um markaðsárangurinn á Islandi en þá lá fyrir að Islendingar voru orðnir mesta kókdrykkjuþjóð veraldar. lítra á ári og Ölgerðin Egill var einnig með bjórverksmiðju þótt minni væri í sniðum. Þannig að framleiðslugetan var þegar mun meiri er áætluð sala. Ef við hefðum farið að bæta þriðju bjórverksmiðjunni við þá getur hver maður séð að það hefði verið út í hött. Árangur okkar stafar m.a. af því að við héldum ró okkar og fórum ekki út í bjórinn í einhverri ævintýramennsku. Hefði Vífilfell reist þriðju bjórverk- smiðjuna, þannig að framleiðslugetan í landinu hefði orðið þreföld á við söl- una, má gera því skóna að nýtt loð- dýra- eða fiskeldisdæmi hefði blasað við eftir stuttan tíma! Þannig að við sváfum ekki á verðinum. “ Við víkjum talinu aftur að núver- andi starfi. Ég spyr Lýð í hvað vinnu- tími hans fari? „Það er áberandi mikið um fundar- höld og ferðalög, bæði innan Noregs og milli landa. Samræming markaðs- mála COCA-COLA í heiminum er stöðugt að aukast og það kallar á vax- andi samráð íjölda fólks í ýmsum lönd- um. Þess vegna er óhjákvæmilegt fyrir mig að vera í nánu sambandi við samherjana. Það varðar miklu að Pú BORGAR AÐEINS fyrir það sem þú þarfnast: ERLEND LÁN GREIÐSLU- ÁÆTLANIR SKULDA- STAÐA ARSYFIR- LIT VERÐBRÉFAKERHÐ VÍSIR er öflugt lánalcerfi til að fylgjast með skuldastöðu, greiðslubyrði og fjármagnskostnaði fyrirtækisins. Kerfið byggir á 5 ára reynslu fjölda viðskiptavina úr flestum sviðum atvinnulífsins. Að baki kerfisins stendur VKS, hugbúnaðarfyrirtæki í fremstu röð á íslandi. Kerfið er sett upp í samræmi við þarfir hvws fýrirtælds. Þú greiðir einungs íyrir það sem m'iist þúm fyrálæki |>ví verðið fer eftir fjölda skuldabréfa sem mögulegt er að setja í kerfið og þeim verkliðum sem valdir eru. Tökum tvö dæmi: VérðA) Greiðsluáætlanakerfi fyrir innan við 50 skuldabréf kostar 25.000,- kr. VerðB) Kerfi fyrir meðalstórt framleiðslufyrirtæki með innan við 100 skuldabréf, þar á meðal erlend endurlán og lán frá ýmsum fjárfestingarlánasjóðum. Kerfið inniheldur m.a. greiðsluáætlanir, skuldastöðu og afkomuyfirlit ársins. Kerfið kostar 70.000,- kr. VKS VERK-OG KERFISFRÆÐISTOFAN HF BÍLDSHÖFÐA 14,112 REYKJAVÍK. SÍMI (91) 68 75 00, TELEFAX (91) 67 47 57

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.