Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.03.1992, Blaðsíða 24
Lýður Friðjónsson var framkvæmdastjóri hjá Vífilfelli í 7 ár. Á því tímabili varð gífurleg hagræðing í rekstri fyrirtækisins og lögð var áhersla á öflugt markaðsstarf. Á árunum 1985 til 1990 nam raunveltuaukning Vífilfells 138% en á sama tíma fækkaði ársverkum um 21%. skipuleggja tíma sinn vel þegar maður þarf að vera mikið á ferðinni. MIKIL FERÐALÖG Ég legg áherslu á að hafa tíma til að hitta viðskiptavinina hér í Noregi og heimsæki því bæði verslanir og veit- ingastaði. Einnig er ég í nánu sam- bandi við ráðgjafa okkar í markaðs- málum utan fyrirtækisins, t.d. aug- lýsingastofur. Mér telst svo til að ég sé að meðaltali einn vinnudag í viku á ferð erlendis í erindum fyrirtækisins fyrir utan mikil ferðalög innan Nor- egs. Vinnudagurinn er langur, venju- lega frá átta á morgnana til sjö á kvöldin og yfirleitt vinn ég um helgar, ekki síst ef ég hef verið á ferðalögum. í fyrirtækinu eru gerðar miklar kröfur varðandi vinnuframlag og þegar menn eru í svona starfi verða þeir að vera tilbúnir að leggja mikið á sig, mikla vinnu og miklar fómir. Séu menn ekki tilbúnir til þess er alveg eins gott að sleppa því að gefa kost á sér til starfa því það eru nógu margir tilbúnir að taka störfin að sér. Ef menn standa sig ekki þá verða aðrir að taka yfir. Það er mikið af hæfu fólki sem bíður tilbúið til að axla ábyrgð. Þar er um að ræða fólk sem hefur bæði menntun og reynslu til að bera. I svona fyrirtæki er einfaldlega ekki rúm fyrir neina meðalmennsku. “ Þú talar um þessar miklu kröfur sem gerðar eru til stjómenda hjá þessu alþjóðlega fyrirtæki. Því er lokaspurningin þessi: Er mikill munur á þeim kröfum, sem gerðar eru til manna í svona fyrirtæki, og þeirra krafna sem gerðar eru til stjórnenda í íslensku atvinnulífi? „Almennt séð gera íslenskir stjórn- endur litlar kröfur til sín. Það væri að mínu mati hægt að reka miklu fleiri fyrirtæki á íslandi með miklu betri árangri en nú er gert. Miklu fleiri ís- lensk fyrirtæki gætu skilað hagnaði ef stjórnendur gerðu meiri kröfur til sjálfra sín og aðrir gerðu meiri kröfur til þeirra. Það vantar að menn hafi kjark til að setja sér djörf markmið um arðsemi og árangur. Það þarf að koma til hugarfarsbreyting í þessum efnum í íslensku atvinnulífi." LÝÐUR FRIÐJÓNSSON Lýður Friðjónsson er 35 ára. Hann út- skrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Há- skóla íslands árið 1980. Á meðan á við- skiptafræðináminu stóð og fyrst á eftir starfaði hann hjá Stjórnunarfélagi íslands. Árið 1981 tók Lýður við starfi fjármála- stjóra hjá Verksmiðjunni Vífilfelli hf. Árið 1983 hélt hann svo utan til framhaidsnáms og lauk MBA prófi í rekstrarhagfræði við Imedeháskólann í Lausanne í Sviss. Lýður var framkvæmdastjóri Vífilfells frá 1984 til haustsins 1991. Þá tók hann við framkvæmdastjórastöðu hjá Coca-Cola í Noregi, sem hann gegnir nú, og er búsett- ur í Osló ásamt fjölskyldu sinni. Á árunum 1986 til 1991 var Lýður stundakennari og í hálfri stöðu lektors í viðskiptadeild Háskóla íslands. Hann kenndi þá markaðsfræði og stefnumótun markaðssetningar. Hann hefur m.a. átt sæti í stjómum Stjórnunarfélags íslands, Sambands ungra Sjálfstæðismanna og Félags ís- lenskra iðnrekenda. Lýður Friðjónsson hefur einnig átt sæti í stjórnum nokkurra hlutafélaga. Má þar nefna: Steypustöðina hf., Reyk- víska endurtryggingu hf., Amarflug hf., Handsal hf., Mátt hf. og Sýn hf. Eiginkona Lýðs er Ásta Pétursdóttir. Þau eiga fjögur börn. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.