Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Page 26

Frjáls verslun - 01.03.1992, Page 26
HÚSNÆÐISKERFIÐ REKSTRARKOSTNAÐUR HÚSNÆDISSTOFNUNAR RÍKISINS: 500 MILUÓNIR Á ÁRI! • KOSTNAÐUR VIÐ REKSTUR STOFNUNARINNAR HEFUR VAXIÐ ÁR FRÁ ÁRI SÉRTEKIUR Á MÓTIGJÖLDUM HAFA AUKIST UM 80% Á TVEIMUR ÁRUM • RÍKISENDURSKOÐUN ÓSKAÐIEFTIR STJÓRNSÝSLUENDURSKOÐUN Á STOFNUNINNIÁRIÐ1990. SÚ ATHUGUN HEFUR ALDREIFARID FRAM • MUNUM HALDA OKKURINNAN FJÁRLAGARAMMANS, SEGIR SIGURDUR E. GUÐMUNDSSON, FORSTJÓRISTOFNUNARINNAR. GAGNRÝNI RÍKISENDURSKOÐUNAR ER BYGGD Á MISSKILNINGI, SEGIR HANN. Húsnæðismál eru eitt af eilífðarmálum íslenska lýðveldisins og vart til sá maður með þjóðinni sem ekki hefur skoðun á þeim mála- flokki. Stjórnmálamenn hafa verið býsna uppteknir við að fást við vanda húsnæðislánakerfisins og hver lausnin af annarri komið upp í umræðunni. Sumar þeirra hafa raunar komið til framkvæmda með misjöfnum árangri. I þessari grein er ekki ætlunin að fara út í umræðu um húsnæðismál í þessum hefðbundna skilningi heldur líta á kostnaðinn við beinan rekstur íslenska húsnæðiskerfisins, einkum höfuðstöðvanna við Suðurlandsbraut í Reykjavík; Húsnæð- isstofnunar ríkisins. SKÝRSLA RÍKISENDURSKOÐUNAR Þar sem reikningar Húsnæðis- stofnunar eru birtir í ríkisreikningi eru nýjar tölur um rekstur stofnunar- innar á huldu þar sem ríkisreikningur fyrir árið 1990 hefur ekki litið dagsins ljós ennþá. Er raunar umhugsunar- efni hvernig eftirlitsmenn með rekstri hins opinbera geti gegnt hlutverki sínu þegar svo mikilvægt stjórntæki birtist þeim seint og um síðir. Frjáls verslun hefur undir höndum upplýsingar um rekstur Húsnæðis- TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON 26 I sjálfu sér er það ekkert nýtt að menn líti til þess skipulags sem löng- um hefur verið á úthlutunum fjármuna til húsnæðismála í landinu. Hins vegar vekur það furðu hve lítil opinber um- ræða hefur farið fram um þau mál, ekki síst þegar fyrir liggur að kostn- aður við rekstur kerfisins hefur vaxið ár frá ári þrátt fyrir aukna tækni, auk- ið forræði sveitarfélaga yfir félags- lega kerfinu og tilkomu húsbréfa- kerfsins með þátttöku banka og spari- sjóða í rekstri þess.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.