Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Side 27

Frjáls verslun - 01.03.1992, Side 27
Þegar litið er á heildargjöld Húsnæðisstofnunar árið 1989 og 1991 kemur í ljós að þau hafa aukist að raungildi um 12%. Heildarrekstrarkostnaður á síðasta ári varð yfir 500 milljónir. stofnunar árið 1989 en þær er að fmna í úttekt Ríkisendurskoðunar á fjár- hagsstöðu byggingarsjóðanna haustið 1990. Einnig hefur blaðið fengið að- gang að bráðabirgðatölum fyrir rekst- ur stofnunarinnar á síðasta ári. Verð- ur nánar vikið að þeim síðar en fyrst gluggað í úttekt Ríkisendurskoðunar. Skýrsla Ríkisendurskoðunar kom út í september 1990 og byggir hún á tölum úr bókhaldi fyrir árið 1989. Nið- urstaða Ríkisendurskoðunar þá var sú að kostnaður við rekstur stofnun- arinnar hafi hækkað um 92% að raun- gildi frá árinu 1985 til ársloka 1989. Bent er á að á þeim tíma hafi umfang starfseminnar aukist verulega en engu að síður taldi Ríkisendurskoðun þá að full ástæða væri til að fram færi stjórnsýsluendurskoðun í ljósi þeirrar raunhækkunar sem orðið hafði á fyrr- greindu tímabili. Samkvæmt upplýs- ingum Ríkisendurskoðunar hefur sú athugun aldrei farið fram. A árinu 1989 varð rekstrarkostnað- ur Húsnæðisstofnunar samtals 354 milljónir króna á meðalverðlagi þess árs. Til frádráttar komu rekstrartekj- ur að ijárhæð 71 milljón króna. Nettó rekstrarkostnaður varð því 283 millj- ónir. Ríkisendurskoðun gerði verulegar athugasemdir við ýmsa kostnaðarliði á þessum tíma. T.d. var bent á að stöðugildi hafi verið 53.6 árið 1989 enda þótt heimild hafi aðeins verið fyrir 39.2 stöðugildum. Þá bendir Ríkisendurskoðun á að kostnaður vegna yfirvinnu hafi numið fjárhæð sem hafi verið ríflega helmingur af greiddum dagvinnulaunum það ár! Einnig var vakin athygli á stórum liðum eins og verkkaupum og að- keyptri sérfræðiþjónustu. Hæsta greiðslan hafi runnið til Veðdeildar Landsbanka íslands sem þá fékk 82 milljónir króna fyrir sína þjónustu. Tölvuþjónusta bankanna fékk 28 milljónir króna árið 1989 frá Húsnæð- isstofnun og aðkeypt þjónusta kerfis- fræðinga vegna tölvumála kostaði hvorki meira né minna en 33 milljónir það herrans ár 1989. Á verðlagi í dag er þar um að ræða 42.5 milljónir króna! Taldi Ríkisendurskoðun í skýrslu sinni að full ástæða væri til að athuga þessa stóru kostnaðarliði nán- ar og kanna hvort ekki mætti koma við umtalsverðri hagræðingu og sparnaði. Fleira vakti athygli Ríkis- endurskoðunar á þessum tíma, t.d. auglýsingakostnaður upp á 21 milljón og 10 milljónir sem færðar voru niður 27

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.