Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.03.1992, Blaðsíða 27
Þegar litið er á heildargjöld Húsnæðisstofnunar árið 1989 og 1991 kemur í ljós að þau hafa aukist að raungildi um 12%. Heildarrekstrarkostnaður á síðasta ári varð yfir 500 milljónir. stofnunar árið 1989 en þær er að fmna í úttekt Ríkisendurskoðunar á fjár- hagsstöðu byggingarsjóðanna haustið 1990. Einnig hefur blaðið fengið að- gang að bráðabirgðatölum fyrir rekst- ur stofnunarinnar á síðasta ári. Verð- ur nánar vikið að þeim síðar en fyrst gluggað í úttekt Ríkisendurskoðunar. Skýrsla Ríkisendurskoðunar kom út í september 1990 og byggir hún á tölum úr bókhaldi fyrir árið 1989. Nið- urstaða Ríkisendurskoðunar þá var sú að kostnaður við rekstur stofnun- arinnar hafi hækkað um 92% að raun- gildi frá árinu 1985 til ársloka 1989. Bent er á að á þeim tíma hafi umfang starfseminnar aukist verulega en engu að síður taldi Ríkisendurskoðun þá að full ástæða væri til að fram færi stjórnsýsluendurskoðun í ljósi þeirrar raunhækkunar sem orðið hafði á fyrr- greindu tímabili. Samkvæmt upplýs- ingum Ríkisendurskoðunar hefur sú athugun aldrei farið fram. A árinu 1989 varð rekstrarkostnað- ur Húsnæðisstofnunar samtals 354 milljónir króna á meðalverðlagi þess árs. Til frádráttar komu rekstrartekj- ur að ijárhæð 71 milljón króna. Nettó rekstrarkostnaður varð því 283 millj- ónir. Ríkisendurskoðun gerði verulegar athugasemdir við ýmsa kostnaðarliði á þessum tíma. T.d. var bent á að stöðugildi hafi verið 53.6 árið 1989 enda þótt heimild hafi aðeins verið fyrir 39.2 stöðugildum. Þá bendir Ríkisendurskoðun á að kostnaður vegna yfirvinnu hafi numið fjárhæð sem hafi verið ríflega helmingur af greiddum dagvinnulaunum það ár! Einnig var vakin athygli á stórum liðum eins og verkkaupum og að- keyptri sérfræðiþjónustu. Hæsta greiðslan hafi runnið til Veðdeildar Landsbanka íslands sem þá fékk 82 milljónir króna fyrir sína þjónustu. Tölvuþjónusta bankanna fékk 28 milljónir króna árið 1989 frá Húsnæð- isstofnun og aðkeypt þjónusta kerfis- fræðinga vegna tölvumála kostaði hvorki meira né minna en 33 milljónir það herrans ár 1989. Á verðlagi í dag er þar um að ræða 42.5 milljónir króna! Taldi Ríkisendurskoðun í skýrslu sinni að full ástæða væri til að athuga þessa stóru kostnaðarliði nán- ar og kanna hvort ekki mætti koma við umtalsverðri hagræðingu og sparnaði. Fleira vakti athygli Ríkis- endurskoðunar á þessum tíma, t.d. auglýsingakostnaður upp á 21 milljón og 10 milljónir sem færðar voru niður 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.