Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Side 33

Frjáls verslun - 01.03.1992, Side 33
GASEMDIR" Sigurður var spurður um þjón- ustu banka og sparisjóða varðandi greiðslumat fyrir lánsumsækjendur í húsbréfakerfdinu og hvort þar væri ekki verið að stíga fyrsta skrefið í átt til yfirtöku innlánsstofnana á þjón- ustu Húsnæðisstofnunar: „Því fer víðs fjarri. Það var gerð- ur ákveðinn samningur við þessa aðila um svona þjónustu fyrir nokkru síðan. Hins vegar hef ég lengi verið þeirrar skoðunar að bankar og sparisjóðir hefðu átt að vera búnir að taka slíkt greiðslumat að sér fyrir áratugum síðan. Þannig þjónusta í erlendum bönkum þykir sjálfsögð og það er til skammar hve innlánsstofnanir hér á landi tóku seint við sér. Eg minni líka á að Húsnæðisstofnun hefur oft komið bönkunum til bjargar þegar horfur hafa verið á að húsnæðiskaupendur stæðu ekki í skilum við þá. I því sambandi má nefna greiðsluerfið- leikalánin, en 4-5 milljarðar runnu úr okkar sjóðum til fólks sem ekki gat staðið í skilum við sinn banka. Þar hygg ég að Húsnæðisstofnun hafí bjargað bankakerfmu úr kviksyndi." Að lokum var Sigurður E. Guðmundsson inntur álits á þeirri hugmynd að leggja niður Húsnæðis- stofnun og fela verkefnin öðrum að- ilum: „Það er sjálfsagt að styðja einka- framtakið til góðra verka. En svona almannastofnun á líka fullan rétt á sér. Mér lýst satt að segja afar illa á þá hugmynd að fela bönkum og sparisjóðum stóran hluta starfsem- innar. Ég vek raunar athygli á því að þessir aðilar hafa aldrei sóst eftir þessum viðskiptum. Hvaða rekstr- arform sem menn velja er aðalatrið- ið það að félagslegur þankagangur fái áfram að ráða í húsnæðiskerfi þessarar þjóðar. Markaðslögmálin mega aldrei leysa þá félagslegu markmið af hólmi sem hér hafa verið höfð í heiðri um áratuga skeið.“ GEVAUA - það er kaffið - Sími 687510 skuldabréfanna og innheimta á gjald- dögum lána, uppboðsbeiðnir ef til vanskila kemur og sala skuldabréfa til lífeyrissjóða svo og greiðsla af þeim bréfum. Þá sér Veðdeildin um allt skrifstofuhald vegna skyldusparnaðar ungmenna auk þess sem deildin hefur með að gera færslur á fjárhags- og rekstrarbókhaldi Húsnæðisstofnunar svo og útborgun reikninga. Þá annast deildin alla skýrslugerð vegna bók- haldsins. í núgildandi lögum um Húsnæðis- stofnun segir aðeins að greiðslur úr opinberu byggingarsjóðunum skuli fara fram í almennum lánastofnunum, þ.e. úr hvaða banka sem er ef um semst um þóknun fyrir þá þjónustu. Það er því sérkennilegt að þessi þjón- usta skuli aldrei hafa verið boðin út og hljóta útboð á minni verkefnum en upp á 100 milljónir króna að vera al- geng hjá opinberum aðilum. Hvort það leiðir til lægri kostnaðar veit eng- inn fyrr en slíkt útboð hefur farið fram. MILUÓNATUGIR í TÖLVUREKSTUR Tölvumál Húsnæðisstofnunar hafa mjög verið til umræðu í gegnum árin og sýnist sitt hverjum. Talsverð blaðaskrif urðu um málið fyrir tveim- ur árum þegar nefndarmaður í ráð- gjafanefnd ríkisins um upplýsinga- og tölvumál, Bjarni Júlíusson, fullyrti að Húsnæðisstofnun hefði keypt Wang tölvubúnað fyrir milljónir króna árið 1981 en skömmu síðar hefði komið í ljós að hann hentaði engan veginn. Þá hefði sú tölva verið stækkuð oftar en einu sinni með ærnum tilkostnaði og loks skipt alfarið yfir í aðra tegund. Allt þetta bæri vott um vanhugsuð vinnubrögð og slæma ráðgjöf. A þessum tíma, sem og raunar enn, var Verkfræðistofan Strengur ráðgjafi Húsnæðisstofnunar varðandi tölvumál. Skúli Jóhannsson verk- fræðingur bar fyrrgreindar ásakanir um vanhugsuð vinnubrögð af stofu sinni og taldi ekki óeðlilegt þótt Hús- næðisstofnun hefði þurft að skipta um tölvubúnað sjö árum eftir að fyrst var fjárfest í tækjunum. Þá benti hann á að Wang-tölvan hefði verið keypt að undangengnu útboði. Bjami Júlíusson svaraði um hæl í DV og benti á að sami aðili hefði sem verktaki ráðlagt Húsnæðisstofnun að kaupa tiltekinn tölvubúnað. Hann hefði síðan fengið það verkefni að endurskrifa allan hug- búnaðinn og loks hefði sá hinn sami verið í hlutverki eftirlitsaðila og end- urskoðanda með eigin verki. „Þetta eru vinnubrögð sem RUT nefndin hefur gagnrýnt og telur sérlega slæmt að sami aðili skuli koma fram sem ráðgjafi og verktaki í sama máli,“ sagði Bjarni meðal annars. Hér skal enginn dómur lagður á 33

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.