Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Qupperneq 34

Frjáls verslun - 01.03.1992, Qupperneq 34
HUSNÆÐISKERFIÐ Það verður ekki um deilt að á mörgum sviðum hefur þessi stofnun unnið afar gott starf í gegnum árin og margur húsbyggjandinn hefur leitað þangað í nauðum og fengið úrlausn. hæfni áðila hjá Verkfræðistofunni Streng en hitt liggur fyrir að kostnað- ur við tölvukerfi Húsnæðisstofnunar hefur verið gífurlegur á síðustu árum. Þessi verkfræðistofa hefur allan tím- ann veitt ráðgjöf og fleiri aðilar hafa þar ekki komið nærri eftir því sem heimildir okkar greina. Ljóst er að á síðasta ári nam kostnaður vegna tölvumála stofnunarinnar tugmilljón- um króna og er því spum hvort ekki hefði verið ástæða til að leita víðar fanga um ráðgjöf á þessum vettvangi. Tölvur geyma upplýsingar og gera mönnum auðveldara með að nálgast þær. Vissulega hljóta verkefni fyrir slík tæki að vera ærin á stofnun eins og Húsnæðisstofnun ríkisins. Hins vegar liggja allar helstu upplýsingar um húsnæðismál í landinu á allt öðrum stað en í þeirri stofnun sem kennd er við málaflokkinn. Fasteignamat ríkis- ins, enn önnur ríkisstofnunin, hefur nefnilega það verkefni að halda skrár um kaupsamninga, safna upplýsing- um um stærðir fasteigna og meta gildi þeirra út frá ýmsum forsendum. Þannig er alla tölfræði um húsnæðis- mál að finna hjá Fasteignamatinu og út frá þessum hugleiðingum er enn spurt: Hefur aldrei komið til greina að sameina þessar tvær stofnanir sem „Eins og áður sagði benti Ríkis- endurskoðun á sínum tíma á miklar greiðslur til verktaka, utan Húsnæðisstofnunar. Ekki virðist hafa tekist að lækka þann kostnað nema að því er varðar kostnað vegna þjónustu Veðdeildar Landsbankans.“ sýsla með þetta eilífðarmál okkar ís- lendinga? Á 3000 FERMETRUM Talandi um Fasteignamat ríkisins fengust þær upplýsingar þar að hús- eignin Suðurlandsbraut 24 í Reykja- vík, þar sem Húsnæðisstofnun er til húsa, væri samtals 5.408 fermetrar að stærð og fasteignamat eignarinnar væri í dag 273.3 milljónir króna. Hjá Borgarfógetaembættinu í Reykjavík fengust hins vegar þær upplýsingar að Húsnæðisstofnun ætti 53.11% eignarinnar á móti Landsbanka ís- lands, sem þýðir að eignarhlutur Hús- næðisstofnunar er í dag 145.2 milljón- ir króna að fasteignamati. Við skulum láta hugleiðingum um Húsnæðisstofnun ríkisins lokið að sinni. Það verður ekki um það deilt að á mörgum sviðum hefur þessi stofnun unnið afar gott starf í gegnum árin og margur húsbyggjandinn hefur leitað þangað í nauðum og fengið úrlausn. Hitt er ljóst að kostnaður við rekstur Húsnæðisstofnunar hlýtur að teljast býsna hár. Hvorki Húsnæðisstofnun ríkisins né önnur mannanna verk eru hafin yfir gagnrýni. Því miður virðist lítið hafa borið á aðhaldssamri um- ræðu um þessa stofnun við Suður- landsbrautina og er forvitnilegt að velta ástæðum þeirrar hrópandi þagnar fyrir sér. 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.