Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Page 36

Frjáls verslun - 01.03.1992, Page 36
HAGFRÆÐI íslendingar eru ekki eftirbátar annarra þjóða hvað varðar verndarstefnu í landbúnaði. ÁHRIF FRJÁLSINNFLUTNINGS Ef frjáls innflutningur á landbúnað- arafurðum yrði að veruleika á íslandi mundi það þýða að heildsöluverð á lambakjöti yrði um þriðjungur af því sem það er í dag. Svipaða sögu er að segja af alifugla- og svínakjöti. Inn- fluttar mjólkurafurðir yrðu um 30% ódýrari en þær innlendu. íslenskir neytendur eyða að meðaltali rúmlega 6% af tekjum sínum í landbúnaðar- afurðir. Þannig má áætla að með því að heimila innflutning á landbúnaðar- afurðum sé hægt að auka rauntekjur íslenskra heimila um tæplega 2% (miðað við að neysla á landbúnaðar- afurðum í heild aukist ekki við inn- flutning og að ekki sé tekið tillit til minnkandi útgjalda til landbúnaðarins sem mundu hækka nokkuð þessa tölu). Þeir lægstlaunuðu í þjóðfélag- inu mundu auðvitað fá umtalsvert meiri hækkun á raunlaunum sínum, þar sem hlutfallslega stærri hlutur launa þeirra fer í matarinnkaup. Það er erfitt að meta hvemig neysla á landbúnaðarafurðum myndi breytast við tilkomu ódýrari afurða að utan. Eftirspurn eftir ýmsum land- búnaðarafurðum er fremur óteygin, þ. e. að þótt verð á vörunni breytist þá hefur það ekki tilfinnanleg áhrif á eft- irspurn hennar. Vegna þeirrar neyslustýringar, sem verið hefur hérlendis, má vera ljóst að töluverðar sviptingar munu eiga sér stað í kjöt- neyslu. Neysla okkar íslendinga á lambakjöti er mun meiri en neysla okkar á alifugla-, nauta- og svínakjöti til samans. Við Islendingar neytum að meðaltali um 5 kílóa á mann af svína- kjöti á ári meðan Danir neyta um 35 kílóa á mann. Við neytum um 12 kílóa af nautakjöti á mann á meðan Evrópu- þjóðir eins og Belgar, Frakkar, Lúx- emburgarar og Þjóðverjar neyta 25 til 35 kílóa á mann á ári. Argentínumenn neyta nautakjöts mest allra þjóða eða rúmlega 90 kílóa á mann á ári. Sömu sögu er að segja af alifugla- kjöti þar sem við íslendingar neytum tæplega 5 kílóa á mann á ári á meðan Bandaríkjamenn neyta um 35 kílóa og Bretar tæplega 20 kílóa. í lambakjöti erum við íslendingar á meðal efstu þjóða í heiminum í neyslu á mann, neytum sem nemur rúmlega 30 kíló- um á mann á ári. Þessar tölur taka ekki tillit til argentínska nautakjötsins og annarrar þeirra vöru sem smyglað er til landsins. Þar er án efa um tölu- vert magn að ræða. Lítil neysla ann- arra kjöttegunda en lambakjöts á ís- landi verður ekki skýrð einungis með neyslustýringu frá alifugla-, svína- og nautakjöti til lambakjöts. Hluti af skýringunni liggur í mikilli fiskneyslu okkar Islendinga. UPPBOÐ ÁINNFLUTNINGSLEYFUM Nú þegar hafa fyrstu skref í átt til aukins frelsis í innflutningi landbúnað- arvara verið stigin. Heimila á mjög takmarkað magn af innflutningi tiltek- inna landbúnaðarafurða og nota á verðjöfnunargjald til að jafna út verðmismun á innlendu og erlendu framleiðslunni. Neytendur munu því njóta aukins vöruvals en ekki lækkun- ar á vöruverði. En hverjir fá leyfi til innflutnings og hver dreifir leyfunum? íslenskir athafnamenn, sem komn- ir eru yfir miðjan aldur, þekkja vel til innflutningskvóta og þess skrifræðis og spillingar sem slíkum kvótum fylg- ir. Innflutningskvótar leiða auk þess til hækkunar á þeirri vöru sem flutt er inn þar sem framboð hennar er tak- markað. En það er hægt að koma í veg fyrir nokkra neikvæða þætti kvótaleiðarinnar. Sú leið, sem ég tel einna farsælast að fara í sambandi við kvótaleiðina, er að halda uppboð á innflutningsleyfum. Þá bjóða innflytjendur í innflutnings- kvóta og þeir, sem bjóða hæst, hljóta 36

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.