Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.03.1992, Blaðsíða 36
HAGFRÆÐI íslendingar eru ekki eftirbátar annarra þjóða hvað varðar verndarstefnu í landbúnaði. ÁHRIF FRJÁLSINNFLUTNINGS Ef frjáls innflutningur á landbúnað- arafurðum yrði að veruleika á íslandi mundi það þýða að heildsöluverð á lambakjöti yrði um þriðjungur af því sem það er í dag. Svipaða sögu er að segja af alifugla- og svínakjöti. Inn- fluttar mjólkurafurðir yrðu um 30% ódýrari en þær innlendu. íslenskir neytendur eyða að meðaltali rúmlega 6% af tekjum sínum í landbúnaðar- afurðir. Þannig má áætla að með því að heimila innflutning á landbúnaðar- afurðum sé hægt að auka rauntekjur íslenskra heimila um tæplega 2% (miðað við að neysla á landbúnaðar- afurðum í heild aukist ekki við inn- flutning og að ekki sé tekið tillit til minnkandi útgjalda til landbúnaðarins sem mundu hækka nokkuð þessa tölu). Þeir lægstlaunuðu í þjóðfélag- inu mundu auðvitað fá umtalsvert meiri hækkun á raunlaunum sínum, þar sem hlutfallslega stærri hlutur launa þeirra fer í matarinnkaup. Það er erfitt að meta hvemig neysla á landbúnaðarafurðum myndi breytast við tilkomu ódýrari afurða að utan. Eftirspurn eftir ýmsum land- búnaðarafurðum er fremur óteygin, þ. e. að þótt verð á vörunni breytist þá hefur það ekki tilfinnanleg áhrif á eft- irspurn hennar. Vegna þeirrar neyslustýringar, sem verið hefur hérlendis, má vera ljóst að töluverðar sviptingar munu eiga sér stað í kjöt- neyslu. Neysla okkar íslendinga á lambakjöti er mun meiri en neysla okkar á alifugla-, nauta- og svínakjöti til samans. Við Islendingar neytum að meðaltali um 5 kílóa á mann af svína- kjöti á ári meðan Danir neyta um 35 kílóa á mann. Við neytum um 12 kílóa af nautakjöti á mann á meðan Evrópu- þjóðir eins og Belgar, Frakkar, Lúx- emburgarar og Þjóðverjar neyta 25 til 35 kílóa á mann á ári. Argentínumenn neyta nautakjöts mest allra þjóða eða rúmlega 90 kílóa á mann á ári. Sömu sögu er að segja af alifugla- kjöti þar sem við íslendingar neytum tæplega 5 kílóa á mann á ári á meðan Bandaríkjamenn neyta um 35 kílóa og Bretar tæplega 20 kílóa. í lambakjöti erum við íslendingar á meðal efstu þjóða í heiminum í neyslu á mann, neytum sem nemur rúmlega 30 kíló- um á mann á ári. Þessar tölur taka ekki tillit til argentínska nautakjötsins og annarrar þeirra vöru sem smyglað er til landsins. Þar er án efa um tölu- vert magn að ræða. Lítil neysla ann- arra kjöttegunda en lambakjöts á ís- landi verður ekki skýrð einungis með neyslustýringu frá alifugla-, svína- og nautakjöti til lambakjöts. Hluti af skýringunni liggur í mikilli fiskneyslu okkar Islendinga. UPPBOÐ ÁINNFLUTNINGSLEYFUM Nú þegar hafa fyrstu skref í átt til aukins frelsis í innflutningi landbúnað- arvara verið stigin. Heimila á mjög takmarkað magn af innflutningi tiltek- inna landbúnaðarafurða og nota á verðjöfnunargjald til að jafna út verðmismun á innlendu og erlendu framleiðslunni. Neytendur munu því njóta aukins vöruvals en ekki lækkun- ar á vöruverði. En hverjir fá leyfi til innflutnings og hver dreifir leyfunum? íslenskir athafnamenn, sem komn- ir eru yfir miðjan aldur, þekkja vel til innflutningskvóta og þess skrifræðis og spillingar sem slíkum kvótum fylg- ir. Innflutningskvótar leiða auk þess til hækkunar á þeirri vöru sem flutt er inn þar sem framboð hennar er tak- markað. En það er hægt að koma í veg fyrir nokkra neikvæða þætti kvótaleiðarinnar. Sú leið, sem ég tel einna farsælast að fara í sambandi við kvótaleiðina, er að halda uppboð á innflutningsleyfum. Þá bjóða innflytjendur í innflutnings- kvóta og þeir, sem bjóða hæst, hljóta 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.