Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.03.1992, Blaðsíða 39
(model validation), næmnisgreiningu (sensitivity analysis) og prófun til að koma í veg fyrir að útkoman verði misvísandi eða villuleiðandi. Hjá byrjendum er sú hætta fyrir hendi að reynt sé að líkja eftir raun- veruleikanum í of miklum smáatrið- um. Haft skal í huga að rétt er að dæma gæði hermiKkans af notagildi þess fremur en hvort það lýsi hinu raunverulega kerfi í öllum smáatrið- um. Þegar ákveðið er hvaða atriði skuli hafa með við gerð líkans er það al- mennt gert í gegnum hreinsanir eða betrumbætur á líkaninu, þ.e.a.s. lík- anið er sífellt fágað betur. í fyrstu getur líkanið verið grófgert af ásettu ráði til að í ljós megi koma hvað tölvu- keyrslan hefur að opinbera. Þá er lík- anið hreinsað af vanköntum eða snyrt til og endurkeyrt og það er síðan gert eins oft og með þarf til að bæta líkan- ið. Að þróa hermilíkan í þrepum gefur hönnuðinum möguleika á að leggja bráðabirgða niðurstöður fyrir aðila sem hafa meiri innsýn eða þekkingu varðandi hið raunverulega kerfi. Þessir aðilar gætu síðan bent á hvar líkanið gefur ekki réttar upplýsingar þannig að hönnuðurinn geti breytt því til batnaðar. Yfirleitt eru hinir sönnu sérfræðingar í þessu sambandi það fólk, sem starfar beint við sjálfa fram- leiðsluna, en ekki það fólk sem stjórn- ar eða hefur fengið það hlutverk að skilgreina viðkomandi ástand. Það er kannski einn af mörgum kostum hermilíkana að bæði er auðvelt og auk þess fyllilega réttmætt er að draga inn í rannsóknina það fólk sem dag- lega starfar í hinu raunverulega kerfi og þekkir það vel. FORRITUNARMÁL FYRIR HERMILÍKÖN Meðal útbreiddra forritunarmála fyrir hermilíkön í USA eru SIMAN, GPSS/PC, SLAM-II og SIMSCRIPT II.5, svo einhver séu nefnd sem fáan- leg eru í útgáfum fyrir einkatölvur. Flest meiriháttar hermiforrit eru núorðið einnig seld með möguleikum á myndrænni framsetningu (anima- tion graphics). Þetta þýðir að það, sem er að gerast í forritinu, birtist á Dæmigert ferli hermiathugunar. skjánum sem mynd líkt og þekkt er frá ýmsum svokölluðum tölvuleikjum sem í raun eru ekki annað en hermi- forrit. Þetta er einkum gagnlegt við villuleit og til að prófa hvort öll rök fái staðist í forritinu. Sérstaklega er þetta þó gagnlegt til að koma niður- stöðum hermiprófunar til skila til fólks sem ekki hefur mikla þekkingu á forritun eða tölfræði. Það er mun árennilegra að nálgast skilning hjá slíku fólki með að sýna því myndræna framsetningu á því, sem gerist, held- ur en að leggja fram haug af tölfræði- legum niðurstöðum. Sem sagt, þetta getur verið mjög gagnlegt til að „selja“ verkið ef þeir, sem eru með í að taka ákvarðanir um hvort niðurstöðunum skuli hrint í framkvæmd, hafa ekki þann bak- grunn sem þarf til að skilja hinar töl- fræðilegu niðurstöðu einar sér. Það skal þó undirstrikað hér að hin mynd- ræna framsetning kemur engan veg- inn í staðinn fyrir tölfræðilegu niður- stöðurnar heldur sem einskonar auka möguleiki. Ennfremur má geta þess að við gerð hermilíkana þarf ekki að einskorða neitt við einhverja eina ,,þægilega“ tölfræðilega dreifingu heldur eru yfirleitt allar mikilvægar dreifingar byggðar inn í hugbúnaðinn Silkiprentaðir límmiðar AUGLYSINGAR - SKILTAGERÐ SILKIPRENTUN SKEIFUNNI 3c - 108 REYKJAVlK SlMI: 68 00 20 - FAX: 68 00 21 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.