Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Síða 43

Frjáls verslun - 01.03.1992, Síða 43
H. Garðarsson í ávarpi í ársskýrslu sjóðsins fyrir árið 1991 m.a.: „Því miður hefur efnahagslegt og stjórnmálalegt umhverfi á Islandi verið lífeyrissjóðunum oft á tíðum óhagstætt, en þrátt fyrir það hefur tekist að halda svo á málum að sam- kvæmt tryggingafræðilegri úttekt sem framkvæmd var í árslok 1987 þurfti til þess að ná jöfnuði á milli skuldbindinga og eigna að ná 3.6% raunávöxtun á eignir sjóðsins næstu áratugina umfram hækkun launa, eða, miðað við að 3% raunávöxtun náist, að hækka iðgjald til sjóðsins í 10.8%. Frá þessum tíma hefur raun- ávöxtun sjóðsins umfram hækkun launa numið að meðaltali 7.4% þannig að staða sjóðsins gagnvart framtíðar- skuldbindingum hefur styrkst." Lífeyrissjóður verslunarmanna er sá íslenskra lífeyrissjóða sem lang- mest hefur fjárfest í hlutabréfum. Bókfært verð hlutabréfa í árslok 1991 var 933 milljónir króna hjá sjóðnum sem er einungis um 4% af heildar- eignum sjóðsins. Á síðasta ári fjár- festi sjóðurinn í hlutabréfum í 13 fé- lögum og á nú hluti í 19 félögum. í ýmsum þeirra er Lífeyrissjóður verslunarmanna meðal allra stærstu hluthafa. í STJÓRN EÐA EKKI í STJÓRN? Talsverð umræða fer nú fram um það hvort heppilegt sé að stjórnar- menn lífeyrissjóða taki sæti í stjórn- um þeirra fyrirtækja sem lífeyrissjóð- irnir fjárfesta verulega í. Um þetta eru skiptar skoðanir. Þannig hafa for- svarsmenn SAL-sjóðanna látið þá skoðun í ljós að stjórnarmenn lífeyris- sjóða eigi alls ekki að taka sæti í stjórnum hlutafélaga, sem sjóðirnir fjárfesta í, til að koma í veg fyrir hugs- anlega hagsmunaárekstra. ÁNorður- löndunum munu vera í gildi reglur sem ganga í sömu átt. Ég spyr Guð- mund hver sé stefna Lífeyrissjóðs verslunarmanna í þessum málum. „Afstaða okkar er opin. I stjórn sjóðsins er fjallað um hvert tilvik fyrir sig og ákvörðun tekin í samræmi við það sem við teljum að samrýmist hagsmunum sjóðsins best. í sumum tilvikum hefur sjóðurinn ekki afskipti af kjöri stjórnar og í öðrum tilvikum er stuðningur veittur mönnum. Ég er mótfallinn því að kerfisbinda þetta um of. Ef stjórnarmenn í Kfeyrissjóðum taka sæti í stjórnum félaga í krafti atkvæða frá sjóðunum verður að gera þá kröfu til þeirra að þeir gæti þess að ekki komi til hagsmunaárekstra. Ef þeir eru ekki rnenn til þess að gæta að því er ekki um neitt annað að ræða en setja siðareglur. En mér finnst ekki koma til greina að vantreysta mönn- um fyrirfram. ÍSLAND ER EKKERT WALL STREET Við verðum að hafa það í huga að hlutabréfamarkaðurinn á Islandi er lít- ill og vanþróaður og við getum ekki sótt okkur reglur til útlanda í blindni þó að við nýtum okkur að sjálfsögðu erlendar fyrirmyndir þar sem það á við. Þegar við höfum tekið sæti í stjórnum banka eða fjárfestingarfé- laga hefur það verið eins og skóli fyrir okkur. ísland er ekkert Wall Street og við verðum að þreifa okkur áfram með vinnureglur í hlutabréfaviðskipt- um og nota svo það sem hentar okkar smávaxna markaði best. Stjórn Lífeyrissjóðs verslunar- manna hefur farið mjög varlega í fjár- festingum á hlutabréfamarkaði þó svo við höfum gengið á undan öðrum líf- eyrissjóðum í því efni. Fjárfestingarn- ar hafa í öllum aðalatriðum heppnast vel. Þannig hefur heildararðsemi af lilutabréfaeign sjóðsins á árabilinu 1980 til 1992 numið 13.7% á ári sem er langt umfram heildararðsemi sjóðsins. Engar ákvarðanir eru teknar um kaup á hlutabréfum nema stjórn sjóðsins hafi farið mjög vandlega yfir allar forsendur málsins og leitað eftir ráðgjöf og áliti færustu manna. í stjórn sjóðsins eru menn úr atvinnu- lífinu sem flytja inn á okkar vettvang mikilsverða þekkingu og reynslu. Við gerum okkur far um að skoða vand- lega þá möguleika, sem koma til greina, og svo kemst stjórnin að fag- legri niðurstöðu." Silkiprentaðir límmiðar | SILKIPRENTUN * SKEIFUNNI 3c - 108 REYKJAVlK SfMI: 68 00 20 - FAX: 68 00 21 43

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.