Frjáls verslun - 01.03.1992, Page 49
ÍSLENSKI TðLVUMARKAÐURINN:
ÞRÍR RISAR AÐ ÁRI?
TALSMENN TÖLVUFYRIRTÆKJANNA ERU ALMENNT SAMMÁLA UM AD
SAMRUNA í GREININNISÉ ENGAN VEGINN LOKID. ÁTTA STÆRSTU FYRIRTÆKIN
VELTU Á 5. MILUARÐ Á SL ÁRI.
Það er ljóst af viðtölum við
fimmtán helstu tölvusala lands-
ins að samruni fyrirtækja muni
halda áfram þegar líða tekur á
þetta ár. Raunar sameinuðust
a.m.k. tvö fyrirtækjanna þegar
grein þessi var í vinnslu og um
mánaðamótin tekur Nýherji hf.
til starfa, risinn sem samsettur
er úr IBM og Skrifstofuvélum.
Veltutölur stærstu tölvufyrirtækj-
anna á síðasta ári liggja fæstar fyrir en
samkvæmt upplýsingum blaðsins
þykir ljóst að IBM og Einar J. Skúla-
son hf. hafí haft mesta veltu árið 1991
eða um 850 milljónir hvort fyrirtæki
um sig. Til vitnis um sviptingarnar á
þessum markaði var velta IBM ríflega
2 milljarðar á árinu 1990. Sennilega
hefur Tæknival verið með þriðju
mestu veltuna í fyrra eða um 650
milljónir króna. Þetta eru því aðal-
leikarar ársins 1991 en á eftir koma
fyrirtæki eins og Skrifstofuvélar,
Radíóbúðin, Örtölvutækni, Skagfjörð
og HP á íslandi. Samtals var velta
þessara fyrirtækja ríflega 4 milljarðar
króna.
Ef ráða má íþau teikn, sem nú eru á
lofti, er við því að búast að einhver
þessara fyrirtækja kunni að styrkja
stöðu sína á þessu ári með samruna
eða yfirtöku á minni fyrirtækjum og
TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON
49