Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Side 54

Frjáls verslun - 01.03.1992, Side 54
TOLVUMARKAÐURINN NYHERJIER TÍMANS TÁKN - SEGIR JÓN VIGNIR KARLSSON HJÁ IBM Á ÍSLANDI „Ástæðan fyrir sainruna erlendra tölvuframleiðenda er m.a. hinn gíf- urlegi þróunar- og markaðskostnað- ur við þróun nýjunga af ýmsu tagi. Segja má að svipuð lögmál gildi hér á landi. Það kæmi mér því ekki á óvart þótt frekari samruni eigi eftir að eiga sér stað auk þess sem við- skiptavinir gera þær kröfur til tölvu- salanna að þeir bjóði mikla vídd hvað varðar vöruval og þjónustu. Að því leyti er stofnun Nýherja hf. tím- ans tákn,“ sagði Jón Vignir Karls- son hjá IBM á íslandi en það fýrir- tæki sameinast Skrifstofuvélum hf. um þessi mánaðarmót. Jón Vignir sagði að hérlendis ríkti gífur- legt verðstríð í tölvubúnaði. „Tilkoma Nýherja hf. er dæmi um breytingar á rekstrarformi IBM og Skrifstofuvéla með það fyrir augum að ná betur til markaðar- ins.“ Um fjárfestingar í tölvubúnaði sagði sagði Jón Vignir að eflaust mætti finna dæmi um röng og of mikil kaup hjá ein- staka fyrirtækjum. „Hins vegar tel ég að meira sé um að stjómendur h'ti á tölvu- Jón Vignir Karlsson. væðingu sem hrein aukaútgjöld í stað þess að líta á hana sem eitthvað sem hjálpi fyrir- tækinu að ná markmiðum sínum. Þessu veldur m.a. það að marga stjómendur vantar markmið með tölvuvæðingunni þótt að þeim fari vissulega fækkandi," sagði Jón Vignir einnig. „Sjaldan höfum við byijað nýtt ár með jafnmörgum nýjungum og nú. í janúar settum við á markað fimm nýjar gerðir af IBM RISC System/6000. Þessi gerð keyrir AIX (Unix) og spannar nú sviðið frá lítilli vinnustöð upp í öflugustu RISC tölv- una á markaðnum nú. RS/6000 býður núna upp á mjög öflugar nettengingar eins og Netware Novell. Einnig er nú fáanlegur Bústjóri á RS/6000 en það er alhliða við- skiptakerfi sem hefur aðeins verið fáan- legt á DOS og OS/2 stýrikerfið. Þá má nefna að við höfum verið að kynna nýja línu af hinum vinsælu AS/400 tölvum ásamt nýjum hugbúnaði sem stóreflir PC teng- ingar við þær. Einnig kynnti IBM nýlega nýjungar á sviði PS/2 sem markar tímamót í þróun einkatölva, en þar er um að ræða nýjan örgjörva 386 SLC sem eykur afköst slíkra véla um 88%. Á sama tíma kynnti IBM einnig nýja fartölvu með litaskjá sem er sú fullkomnasta sinnar tegundar." Jón Vignir tók að lokum fram að mjög miklar verðlækkanir hefðu orðið á IBM PS/2 tölvubúnaði og sýndi það greinilega að IBM ætlaði sér ekki að gefa eftir hlut- deild á PC markaðinum. Sveinn Áki Lúðvíksson. FREKARISAMRUNIER ÓHJÁKVÆMILEGUR - SEGIR SVEINN ÁKI LÚÐVÍKSSON HIÁ SAMEIND HF. „Ég tel ekki að samruni íslenskra tölvufyrirtækja stafi af því að erlend tölvufyrirtæki hafi runnið í eina sæng. Það væri þá frekar að slík þró- un leiddi til þess að umboð hér á landi söfnuðust á færri hendur. Hins vegar tel ég hugsanlegt að frekari samruni íslenskra tölvufyrirtækja muni verða á næstunni vegna til- komu Nýherja hf. þar sem fyrirtæk- in muni svara því útspili með sams konar hætti,“ sagði Sveinn Áki Lúð- víksson hjá Sameind hf. í spjalli við Frjálsa verslun. „Spumingin um hugsanlega offjárfest- ingu íslenskra fyrirtækja í tölvubúnaði hefði verið eðlileg fyrir 5-10 árum þegar flestar tölvur voru af miðlægum stærðar- flokki. Nú hafa netvæddar einkatölvur nefnilega tekið við í fyrirtækjum þar sem áður voru fyrir hendi of stórar miðlægar tölvur vegna þess að annað fékkst ekki á þeim tíma. Þessi þróun í nettækninni gerir endumýjun einkatölva að eðlilegum hlut 54

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.