Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Page 58

Frjáls verslun - 01.03.1992, Page 58
TOLVUMARKAÐURINN SAMRUNIER LAUSNARORÐIÐ - SEGIR GUNNAR LINNET HJÁ SKRIFSTOFUVÉLUM HF. „Samruni íslenskra tölvufyrirtækja mun halda áfram og hann veröur af margs konar ástæðum. Fyrirtæki á tölvumarkaði hér á landi eru afar mörg og líklegt verður að teljast að þróunin verði sú að miðlungsfyrir- tækin sameinist í stærri einingar og að auk þeirra verði minnstu fyrir- tækin áfram á markaði. Eiginfjár- staða margra tölvufyrirtækja er fremur léleg og sú staðreynd mun flýta fyrir samruna. En einnig mun það gerast að sterk fyrirtæki sam- einist til að skapa mjög sterka heild. Samruni IBM og okkar er af þeim grunni,“ sagði Gunnar Linnet hjá Skrifstofuvélum hf. en það fyrir- tæki, ásamt IBM á íslandi, er þessa dagana að ganga í eina sæng. „Varðandi spurninguna um hvort ofíjár- festing í tölvubúnaði sé til staðar bendi ég á að vissulega sé hægt að sýna fram á vannýttan tölvubúnað í fyrirtækjum og að starfsmenn kunni ekki sem skyldi á hug- búnaðinn o.s.frv. Hins vegar liggur fyrir að við eigum enn talsvert í land með að tileinka okkur upplýsingatæknina til fulls, fyrirtækjunum til hagsbóta. Öll teikn eru því á lofti um að það verði áframhaldandi aukning á tölvuafli og ég tel að menn muni í auknum mæli hyggja að notkun tölvanna til að nýta sér þær upplýsingalindir, sem eru þar til staðar, með það fyrir augum að bæta samkeppnisstöðuna," sagði Gunnar ennfremur. Varðandi nýjungar, sem væru á boð- stólum fyrirtækis hans, sagði Gunnar að þær væru auðvitað ávallt að koma fram en í auknum mæli væri um að ræða fullkomn- ari útfærslur á þekktum búnaði. „Nýheiji hf. mun verða við stofnun og í framtíðinni traustur Birgir sem mun bjóða búnað og lausnir sem hentar flestum. Margmiðlun (Multimedia) er sá endi sem mest þróun er í um þessar mundir og þar ætlum við okkur stóran hlut. Tölvutengdir bréfsímar eru einnig áhugaverð nýjung og vænta má nýjunga í tengslum við rekstraröryggi nær- og víðneta auk möguleika á samnýt- ingu millitölva og einmenningstölva. Nýherji hf. mun verða í fararbroddi á flest- um sviðum tölvumála sem og annarra skrifstofutækja sem fyrirtækið mun selja og þjónusta," sagði Gunnar Linnet. Höskuldur H. Dungal. FJARVINNSLAN ER VANNYTT - SEGIR HÖSKULDUR H. DUNGAL HJÁ KJARNA HF „Ég tel að tölvusölum muni eitthvað fækka hér á landi þó ekki verði mik- ið um samruna alveg á næstunni. Astæðurnar má rekja til þess að samkeppni mun aukast í kjölfar lækkandi framleiðslukostnaðar og endurnýjun í tölvubúnaði verður ekki eins ör vegna þess hve tölvurn- ar eru orðnar öflugar nú þegar. Loks má nefna að sérhæfðum tölvusölum mun fækka því allur algengur bún- aður mun innan skamms fást í tölvu- deildum stórmarkaða líkt og gerst hefur með símtæki sem nú fást m.a. á bensínstöðvum,“ sagði Höskuldur H. Dungal hjá Kjarna hf. „Þegar þú spyrð um offjárfestingar í tölvubúnaði íslenskra fyrirtækja er því til að svara að ég tel að nánast ekkert fyrir- tæki hér á landi sé nægjanlega tölvuvætt. Yfirleitt eru tölvur of fáar og of hægvirkar. Þá má víðast hvar bæta hugbúnaðinn verulega, auka prentgæði í útprentun og efla tölvusamskipti innan fyrirtækja og á milli þeirra," sagði Höskuldur ennfremur. Hann benti sérstaklega á að enn skorti 58

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.