Frjáls verslun - 01.03.1992, Page 59
mikið upp á að menn nýttu sér fjarvinnsl-
una sem tölvan biði upp á. Margar starfs-
stéttir gætu hreinlega unnið mikið af sinni
vinnu heima hjá sér og náð mun meiri
afköstum, þ.e. ef reiknað er með að meiri
vinnufriður fáist heima en á vinnustað.
„Einnig munu öll tölvusamskipti eiga
eftir að valda byltingu. T.d. má hugsa sér
að nánast öll bréf berist beint inn á tölvuna
í stað þess að fara inn um bréfalúguna.
Tilkynningar, boðskort, súnareikningar,
greiðslukortareikningar o.s.frv. geta bor-
ist á þennan hátt. Þá má nefna að síma-
skráin sem slík verður af sömu sökum
úrelt innan skamms — þ.e. ef menn nýta
sér möguleika tölvubúnaðarins."
Varðandi nýjungar á vegum Kjama hf.
sagði Höskuldur að fyrirtækið biði nú upp
á hraðvirkustu PC tölvu á íslandi, 50 Mhz
80486, ódýra og hraðvirka 80386X-25
Mhz tölvu með 64 Kb flýtiminni, mjög
öflug skákforrit, M CHESS og CHESS-
MASTER 3000, ýmis kennsluforrit eins
og BODYWORKS er sýndi starfsemi
mannslíkamans, ORBITS þar sem gangur
himintungla væri kortlagður, MATH-
BLASTER sem væri kennsluforrit fyrir
böm og unglinga, ALGEBLASTER en
það væri kennsluforrit í algebru fyrir nem-
endur í gmnnskóla og loks SOUND-
MASTERII, tónlistarforrit þar sem hægt
væri að semja lög beint á tölvuna og spila á
hana af yfir 30 hljóðfærum af ýmsu tagi.
SERHÆFINGIN
MUN STÓRAUKAST
— SEGIR BIÖRN G. KARLSSON i
TÖLVURÍKINU/ALEFLIHF.
„Ég tel að líkt og erlendis muni þró-
unin á tölvumarkaðinum hér heima
verða sú að samvinna muni aukast
en að ekki verði mikið um samruna
fyrirtækja. Með aukinni samhæf-
ingu vélbúnaðar og hugbúnaðar tel
ég að tölvufyrirtæki muni reyna sér-
hæfingu í auknum mæli því sam-
keppnisstaðan og áherslur munu
breytast. Þau munu einnig leita eftir
samvinnu við fyrirtæki út í atvinnu-
lífinu sem starfa á tengdum svið-
um,“ sagði Björn G. Karlsson í
Tölvuríkinu/Alefli hf.
Um meinta offiárfestingu í tölvubúnaði
íslenskra fyrirtækja sagði Bjöm: „í fæst-
um tilvikum er hægt að tala um offjárfest-
ingu. Reynslan sýnir að oftast borgar
tölvukostur fyrirtækja sig upp á tiltölulega
skömmum tfrna. Vegna krafna um aukin
afköst hefur orðið talsverð hröðun á end-
umýjun tölvubúnaðar á undanfömum ár-
um en ég tel að á næstu þremur ámm
eigum við eftir að verða vitni að enn einni
byltingunni. Þá munum við sjá nýjan og
afkastamikinn tölvubúnað á verði einka-
tölva sem kostaði tugi milljóna fyrir 1-2
ámm. Þessi þróun hófst með tilkomu IBM
RS/6000 sem olli þáttaskilum á einka-
tölvumarkaðinum árið 1990. Þessi búnað-
ur uppfyllir flestar þær kröfur sem stjóm-
endur fyrirtækja gera til tölvubúnaðar í
dag, bæði hvað varðar hraða og öryggi í
allri vinnslu. Hins vegar er spuming hvort
íslenskir hugbúnaðarframleiðendur séu al-
mennt undir það búnir að hanna og breyta
hugbúnaði sínum fyrir þessi kerfi.“
Bjöm sagði að Tölvuríkið/Alefli hf.
myndi síðar á árinu kynna tölvukerfi fyrir
hljóðver, tónlistarmenn, prentiðnaðinn og
auglýsingaiðnaðinn. „Við munum kynna
ný tónlistar- og umbrotskerfi frá Þýska-
Björn E. Karlsson.
landi, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Þessi
kerfi eru ný af nálinni og flokkast undir
hugbúnaðar- og tölvukerfi næstu kynslóð-
ar. Hér má nefna tónlistarkerfið Cubase/
DigiDesign frá Steinberg GmbH og Digi-
Design og umbrotskerfið Calamus frá
DMC GmbH og Stena Scanforce AB,“
sagði Bjöm G. Karlsson að lokum.
Eysteinn F. Arason.
MIKILL ÁHUGIÁ FISTÖLVUM
- SEGIR EYSTEINN F. ARAS0N HJÁ FAC0 HF., TÆKNIVERSLUN
„Nú þegar hefur átt sér stað veruleg- I aðinum og ekki ólíklegt að eitthvert
ur samruni fyrirtækja á tölvumark- I framhald verði á þeirri þróun á
59