Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Síða 60

Frjáls verslun - 01.03.1992, Síða 60
TOLVUMARKAÐURINN næstu árum. Samkeppni fer harðn- andi og þessi atvinnugrein verður að takast á við hana, m.a. með aukinni samvinnu og styrkingu rekstrarein- inganna,“ sagði Eysteinn F. Arason hjá Faco hf., Tækniverslun, í sam- tali. „Það hefur óneitanlega verið fjárfest gífurlega mikið í tölvubúnaði á íslandi und- anfarin ár. Erfitt er að fullyrða um hvort hér hafi átt sér stað offjárfesting. Tölvu- VERÐUM AÐ BJÓÐA HEILDARLAUSNIR - SEGIR HEIMIR SIGURÐSSON HIÁ ÖRTÖLVUTÆKNI „Harðnandi samkeppni vegna nýrr- ar tækni og aukinnar stöðlunar í framleiðslu mun leiða til samruna og/eða samvinnu fyrirtækja á tölvu- sviði, annars vegar á milli framleið- enda og hins vegar á milli seljenda eða dreifingaraðila. Hér á landi er þróunin sú að tölvukaupendur leita enn frekar en áður til fyrirtækja sem bjóða heildarlausnir. Mikið af tölvu- væðingu fyrirtækja nú er netvæðing í stað hefðbundinna millitölva. Þetta kallar á tölvufyrirtæki sem geta boðið búnað frá mismunandi framleiðendum sem uppfylla þarfir notenda," sagði Heimir Sigurðsson hjá Örtölvutækni. „Auk samruna íslenskra tölvufyrir- tækja af þessum sökum hlýtur að vera tímaspursmál hvenær íslensk hugbúnað- arfyrirtæki taka sig saman til að sameinast um gerð forrita fyrir opin stýrikerfi fram- tíðarinnar," sagði hann ennfremur. Varð- andi tölvuvæðingu íslenskra fyrirtækja sagði Heimir: „Örtölvutækni hefur sérhæft sig í sölu og uppsetningu netkerfa og er hægt að fullyrða að við eigum langt í land með að metta þann markað. Ég tel að almennt hafi verið staðið þokkalega að tölvuvæðingu fyrirtækja en að helst sé skortur á sér- hæfðum hugbúnaði fyrir algengustu stýri- kerfin svo og að þjálfun starfsmanna sé næg. Þegar spáð er í þörfina fyrir nýjan búnað tel ég að árlega þurfi að endurnýja um 5000 einmenningstölvur hér á landi og enn fleiri stærri tölvur af ýmsu tagi. Tölvutæknin þróast sem kunnugt er mjög hratt og hugbúnaður dagsins í dag þarf sífellt meira afl til að svara kröfum notenda um svartíma. Einstaklingar og fyrirtæki munu því áfram fjárfesta mikið í tölvubún- búnaður er nánast ómissandi í allri starf- semi og óhugsandi að fullnægja kröfum tímans án þess að nota tölvur. Tölvuvæð- ing hefur verið mjög hröð hér og eru dæmi um að fyrirtæki hafi fjárfest í röngum bún- aði sem hefur reynst þeim dýrkeyptur," sagði Eysteinn um tölvufjárfestingar hjá íslenskum fyrirtækjum til þessa. „Faco hf. býður nú upp á fistölvu (Not- ebook Computer) frá GEA. Mikill áhugi er um allan heim á fistölvum og seljast þær grimmt. Með fistölvunni öðlast tölvan nýtt notagildi. Menn eru ekki lengur takmark- aðir við fasta staðsetningu hennar. Þær fistölvur sem nú bjóðast geta unnið næst- um öll verkefni sem hefðbundnar PC skrif- stofuvélar gera. Það er ótrúlegt en satt að GEA NB900 fistölvan, með flatarmál A4 blaðs og 2.6 kg. að þyngd, hefur sama notagildi og öflug borðtölva," sagði Ey- steinn í tækniverslun Faco hf. að lokum. Jón Bjarki Gunnarsson verslunarstjóri í Örtölvutækni. „Ég tel að árlega þurfi að endurnýja um 5000 einmenningstölvur hér á landi,“ segir Heimir Sigurðsson m.a. aði af ýmsu tagi,“ sagði Heimir ennfrem- ur. Heimir sagði að á síðasta ári hefði Ör- tölvutækni lagt áherslu á net- og sam- skiptabúnað til að þjóna þörfum viðskipta- vina sem vildu flytja sig í opin og stöðluð kerfi. „Helstu nýjungar hjá okkur, fyrir utan venjulega þróun einmenningstölva og jaðarbúnaðar, er sala Örtölvutækni á sk. Leiðstjómendum (Routers). Nýlega vom fyrstu notendur Háhraðanets Pósts og síma tengdir en það net er byggt á Leið- stjómendum frá fyrirtækinu Cisco sem við seljum og þjónustum. Þessi tengi- möguleiki mun gjörbreyta samnýtingu staðarneta og sameiginlegri þjónustu sem notendur geta sótt, óháð fjarlægðum," sagði Heimir að lokum. 60

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.