Frjáls verslun - 01.11.1998, Síða 32
Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða: ,,Verkefni nœstu
missera hjá Flugleiðum er að vinna úr þeirri sterku stöðu sem
félagið hefur byggt upp; í því liggja veruleg tækifæri til
arðsamari rekstrar. “
FV-mynd: Geir Olafsson.
Félagið hefur nú lokið uppbyggingarskeiði sem hefur
einkennst af 10-15 prósenta árlegum vexti. Verkefni næstu
missera er að vinna úr þeirri sterku stöðu sem félagið hefur
byggt upp á markaðnum. I því liggja veruleg tækifæri til
arðsamari rekstrar. Tíðar ferðir gefa félaginu færi á að
sækja af meiri krafti inn á þá hluta markaðarins sem gefa
mest af sér. Félagið hefur sömuleiðis sett sér
sóknarmarkmið í öllum greinum ferðaþjónustu og bjartsýni
ríkir um þróun ferðamannamarkaðar til Islands næstu
misseri.” 35
Erna Gísladóttir, framkvœmdastjóri B&L:
GOTT ÁR BLASIR VIÐ
Brið 1998 hefur verið mikið uppgangsár og sala aukist mjög mikið
en mikil samkeppni rikir á markaðnum, bæði í sölu á nýjum og
notuðum bílum sem má glöggt sjá á öllum útsölum bílaumboð-
anna að undanförnu.
Eg held að horfurnar fyrir næsta ár séu góðar því enn á eftir að metta
markaðinn eftir mörg undangengin mögur ár og má því búast við jafnmikilli
sölu eða smá söluaukningu. Sala á notuðum bílum mun vonandi einnig
aukast til að draga úr birgðamyndun bílaumboðanna.” 53
Erna Gísladóttir, framkvœmdastjóri Bifreiða- & landbúnaðarvéla: „Mikið
uþpgangsár er að baki t sölu bifreiða og horfurnarfyrir næsta ár eru góðar."
FV-mynd: Kristín Bogadóttir.
Olgeir Kristjónsson, forstjóri Einars J. Skúlasonar: ,Áhrif aldamóta-
vandans í tölvuheiminum uppgötvuðust - en hann verður leystur á
komandi ári. “
32
Olgeir Kristjónsson, forstjóri Einars J. Skúlasonar:
ALDAMÓTAVANDINN
LEYSIST
ér finnst árið hafa verið ár fyrirtækjanna í greininni fremur
en ár tækniþróunar og lausna, ár umbúða fremur en
innihalds. Afurðir fyrirtækjanna hafa staðið í skugganum
af blokkamyndun og misjöfnu gengi hlutabréfa. Áhrif aldamóta-
vandans uppgötvuðust og upplýsingatæknin varð endanlega að
neysluvöru með netvæðingu heimilanna.
Rykið á fýrirtækjamarkaðinum mun setjast. Upplýsingafyrir-
tækin munu þurfa að snúa sér að verkefnunum. Aldamótavandinn
leysist. Eftirspurnin heldur áfram að vaxa með síst minni hraða.
Kröfur til gæða og skilvirkni þjónustunnar fara vaxandi." ®