Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1998, Page 40

Frjáls verslun - 01.11.1998, Page 40
frá því aó vera einvöróungu vélafram- leiðendur yfir í þaó að bjóða viðskipta- vinum okkar upp á heildarlausnir á sviði pakkninga og framleiðslu pakkninga úr mótuðum pappír. Þetta kallar á mikið starf í uppbyggingu þekkingar í pappírs- og trefjafræðum auk þekkingar á hönnun bæði pakkninga og mótanna sem notuð eru við framleiðslu þeirra. í samræmi við þessa stefnu opnar félagið formlega markaðsskrifstofu í Englandi 1. janúar næstkomandi auk þess að vera í nánu samtarfi við þekkingarmiðstöðvar í áður- nefndum löndum." David Tuke-Hasings markaösstjóri, Björn Ingi Sveinsson forstjóri og Skúli Siguröarson aðstoðarmarkaðsstjóri. FV-myndir: Geir Olafsson. Breyttar áherslur í starfsemi Silfurtúns mfangsmikil endurskipulagning í rekstri sem og tæknilegt þróun- arstarf hafa verið unnin síðast- liðin tæp tvö ár hjá Silfurtúni í Garðabæ og er fyrirtækið nú á siglingu inn á önnur mið en þau sem það hefur verið að vinna á undanfarin ár, að sögn Björns Inga Sveins- sonar forstjóra. „í kjölfar þeirrar stefnu- mótunarvinnu, sem hefur verið í gangi hjá okkur að undanförnu, erum við að hverfa Fyrir tæpum tveimur árum komst Silfurtún í eigu norsks hlutafélags, Silver- ton ASA, en að því standa nú nokkuð á annað hundrað fjárfestar úr iðnaði og áhættusjóðum auk annarra aóila sem trúa á framtíð endurvinnslu og betri nýtingu náttúruauólinda. Stærstu nýju hluthaf- arnir, sem komió hafa að félaginu að undanförnu, eru Nýsköpunarsjóður at- vinnulífsins, sem eignaðist hlut í því fyrir um það bil fimm mánuðum, og Hartog AS í Noregi sem á meðal annars norska pakkningafyrirtækið Elopak. Forstjóri Silverton ASA og Silfurtúns er Björn Ingi Sveinsson en fjármálastjóri félaganna er Björk Þórarinsdóttir. Silverton ASA er með höfuðstöðvar í Osló. Björk Þórarinsdóttir fjármálastjóri og Elín Ingimundardóttir aðalbókari. Punktar úr sögu Silfurtúns Silfurtún hf. var stofnað árið 1954 sem fyrirtæki er framleiddi þakpappa fyrir íslenskan markað. Um miðbik síðasta áratugar flutti félagið síðan inn vél sem það breytti og endursmíóaði og í framhaldi af því hófst framleiðsla á eggjapakkningum fyrir íslenskan markað. Framleiðslan hélst samfleytt fram í október 1996, en var þá að fullu hætt. Fáeinum árum eftir að eggjabakkaframleiðslan hófst fór Silfurtún að framleiða vélar til útflutnings sem endurvinna pappír og var fyrsta vélin flutt út 1990. Hún fór til Súdan og er enn í fullri notkun við framleiðslu eggjabakka. (tæp tvö ár hefur Silfurtún verið að fullu í eigu norska félagsins Silverton ASA. —..... 40

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.