Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1998, Page 42

Frjáls verslun - 01.11.1998, Page 42
Guðni Niels Aðalsteinsson lauk fyrir skömmu MBA prófi frá Cambridgeháskóla með fjármál og stefnumótun sem sérsvið sitt. Hann starfar nú í London hjá Lehman Brothers, banda- rískum fjárfestingarbanka, á sviði afleiðuviðskiþta. BÖNKUM! Rætt viö Guöna Niels Aöalsteins- son, sem starfar hjá Lehman Brothers í London. Símafyrirtæki eru i kreditkortaviöskiptum og verslunarkeöjur í bankastarjsemi. f hverju kaustu að rann- saka íslenska banka- starfsemi? „Eg hafði verið að velta því fyrir mér um nokkurn tíma hvers vegna alþjóðlegir bankar væru í öllum ríkjum OECD nema á íslandi. Er það vegna þess að erlendir aðilar standast ekki íslenskum bönkum snúning eða er markaðurinn bara fullmettur? Eg gerði þessa rannsókn sem lokaverkefni við Cambridgehá- skóla þar sem ég var í MBA námi og þar sem einn kennara minna hafði góð sambönd við nokkra alþjóðlega banka ákvað ég að slá til og athuga hvað erlendir aðilar hugsa og halda um okkur. Sam- bönd kennarans reyndust vera lykillinn að því að mér tókst að fá einhverjar haldgóðar upplýsingar um hvað bankarnir eru í raun að aðhafast og hvernig þeir vinna. Samkeppnin er hörð og þeir eðlilega mjög tortryggnir gagn- vart öllum utanaðkomandi aðil- um. Eg náði samt að vinna með fjórum bönkum, tveimur bresk- um, einum bandarískum og ein- um frá Þýskalandi. Þeir eru allir stórir á alþjóðlegum vettvangi og höfðu því nokkuð til málanna að leggja.“ En þú einskorðar þig ekki við íslenska markaðinn? „Nei, það kom á daginn að það er til lítils að horfa bara á einn markað og reyna að skoða hvaða skilyrði hann þarf að uppfylla til að teljast áhugaverður valkostur í augum erlendra banka. Rekstar- umhverfi banka sem eru í svipuð- um rekstri og íslensku bankarnir, það er að lána einstaklingum og fýrirtækjum, er að taka miklum breytingum um þessar mundir. Þessar breytingar hafa einnig áhrif á hvort þeir hafa áhuga á nýjum mörkuðum og hvernig starfsemi þeir gætu hugsað sér þar.“ Hvernig meta þeir íslenska markaðinn? „Lítum fyrst á þá þætti sem alþjóðlegir bankar horfa sérstak- lega til þegar nýr áfangastaður er framundan. Hér er auðvitað ekki um endanlega upptalningu að ræða heldur vil ég telja til þau atriði sem þyngst vega hjá bönkunum. Fyrst er auðlegð landsins og þjóðarinnar sem gefur góða mynd af því hvort eftir einhverjum viðskiptum sé að slægjast. Þróað efnahagsum- hverfi hefur meiri þörf fyrir banka en vanþróað og gefur meira svigrúm til þess að kljúfa markaðinn niður og einskorða starfsemina við ákveðið snið- mengi. Island kom vel út í þess- um samanburði, hvort sem litið var á verga landsframleiðslu á mann eða aðra mælistikur. Alþjóðlegir bankar horfa einn- ig á efnahagsástand og eru í leit að stöðugleika. I þessu efni líta þeir sérstaklega á þá efnahags- legu þætti sem gera hagkerfi landsins frábrugðið öðrum. Ef sérstaða landsins er mikil þá er kostnaðarsamt lýrir bankana að fylgjast með breytingum og þeir geta þá ekki nýtt sér styrk aðalstöðvana. Einnig er hætt við að þeir sem eru fyrir á markaðn- um standi þeim ávallt framan í þessum efnum. Islenski markað- urinn kom vel út hvað stöðug- leika varðar, a.m.k. þegar við lítum til síðustu ára, en íslenska hagsveiflan er keyrð áfram af öðrum kröftum en stór eínahags- kerfi. Bankamenn sáu þarna fyrir sér að þeir þyrftu að leggja í kostnað til að geta fylgst með efnahagsþróun hérlendis. Af þessum sökum var útkoman á þessari mælistiku ekki íslenska markaðnum í hag. Grunngerð (infrastructure) er mikilvægur þáttur. Takmarkanir á fjármagnsflutningum og erl- endri fjárfestingu, stöðugleiki stjórnarfars og grundvallarþættir eins og tölvuvæðing eru þættir sem bankar líta á. Eg hafði nú tekið marga þessara þátta sem sjálfsagðan hlut en þegar maður heyrði harmasögur þeirra frá öðr- um löndum, já þá sá maður hlut- ina í nýju ljósi. I heild kom ísland ágætlega út úr þessum saman- burði, enda er samfélag okkar á 42

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.