Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1998, Page 52

Frjáls verslun - 01.11.1998, Page 52
VIÐTAL FÓLKIÐ EÐA FALLVÖTNIN ,Auðvitað ber okkur öllum að taka tillit til skynsamlegra náttúruverndarsjónarmiða en við megum heldur ekki gleyma landsmönnum sjálfum, einkum íbúum veikra byggðarlaga á landsbyggðinni." ijáls verslun hitti Friðrik í jóla- ösinni og átti við hann spjall um fortíðina, en ekki síður um fram- tíðina í því starfi sem hann tekur nú við. Fyrst báðum við hann að líta um öxl og horfa yfir farinn veg. BYLTING TÍUNDA ÁRATUGARINS „Þegar ég h't um öxl og horfi yfir þátttöku mína í tveimur ríkisstjórnum Davíðs Oddssonar hlýt ég auðvitað að vera ánægður með að hafa sem fjármálaráð- herra tekið þátt í einhverjum mestu umbótum sem átt hafa sér stað í efna- hagslífi þjóðarinnar á síðari áratugum. I raun er um byltingu að ræða þegar við berum efiiahags- ástandið nú saman við það sem það sem það var við upphaf tiunda ára- tugarins,” sagði Friðrik. jVrangurinn birtist ekki síst í ríkis- fjármálum þar sem tugmilljarða halla- rekstri hefiir verið breytt í rekstrarafgang og nú er ríkissjóður að greiða niður skuldir. Þetta hefúr gerst fyrst og fremst með því að draga saman útgjöldin því að skatthlutföll hafa verið lækkuð. Með nýjum fjárreiðulögum eru fjárlög og ríkisreikningur sett fram á svipuðum grunni og gerist í almennum rekstri. Á undanförnum árum heftir jafnframt verið dregið stórlega úr rikisumsvifum með sölu ríkisfyrirtækja og útboðum af ýmsu tagi. Það sem þó mun hafa mest áhrif, þegar til framtíðar er horft, eru þær grund- vaUarbreytingar sem átt hafa sér stað í lífeyrismálum, þar sem annars vegar líf- eyrissjóði opinberra starfsmanna var breytt og þannig komið í veg fyrir sívax- andi skuldbindingar ríkisins og hinsvegar opnaðar nýjar leiðir í langb'masparnaði. Þessar breytingar munu skila sér í bættum lífeyri til þeirra sem lokið hafa starfsævinni og að auki munu verða til fjár- munir sem atvinnulífið get- ur nýtt sér. Mest er um vert er að hugsunarháttur þjóðarinnar hefúr breyst á þessum áratug þar sem verðbólguhugsunarhátturinn hefúr vikið fyrir fyrirhyggjunni. Mér finnst sérstaklega ánægjulegt að sjá hvernig unga fólkið nýtir sér breytingarnar í fjár- málalífinu til að takast á við ný verkefni.“ VERÐUM AÐ HAMLA GEGN SKRIFRÆÐI Eru einhver sérstök verkefni sem þú hefðir viljað sjá komast í framkvæmd í þinni ráðherratíð? „Ég neita því ekki að ég hefði viljað sjá örari breytingar í átt til markaðsvæðingar, sérstaklega með einkavæðingu ríkisfyrir- tækja, en sem betur fer er nú verið að stíga skref þannig að ekki verður aftur snúið. Þegar ég Ht til baka finnst mér einnig að okkur hafi ekki tekist að hafa nægilegan hemil á reglugerðarvaldinu, sem hefur verið að styrkjast, og mér sýnist eftírlits- iðnaðurinn vera að eflast, meira en ég hefði viljað sjá. I þessu tilviki finnst mér við hafa gleymt því hve mikilvægt það er fyrir samkeppnishæfni þjóðarinnar að íslenska stjórnkerfið sé einfalt og hér sé hægt að taka skjótar ákvarðanir. Það er enginn vafi á því að það hefur gert atvinnurekstri hjá stærri þjóðum erfitt fyrir hve stjórnkerfi þeirra eru flókið og hvað ákvarðanatakan tekur langan tíma. Eg er sannfærður um að það er kostur að búa í litlu þjóðfélagi ef við höfum vit á því að hafa stjórnkerfið einfalt en öpum ekki allt eftir stórþjóðunum. Mér finnst þessi hugsun hafa orðið útundan í þeim miklu breytingum sem hér hafa átt sér stað. Einföld stjórnsýsla gefur okkur forskot og því ber að hamla gegn tilhneigingu í átt til aukins skrifræðis." TK) þriggja formanna Friðrik var varaformaður Sjálfstæðis- flokksins í tíð þriggja formanna og tók við því embætti af Gunnari Thoroddsen. Fyrst TEXTI: Páll Ásgeir Ásgeirsson 52 Friðrik Sophusson stendur á tímamótum á ferli sinum. Hann hefur setið á fjármálaráðherra en nokkur annar. Hann hefur verið varaformaður Sjáljstœðis- forstjóra Landsvirkjunar og lýkur par ajskiþtum

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.