Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1998, Qupperneq 54

Frjáls verslun - 01.11.1998, Qupperneq 54
VIÐTAL með Geir Hallgrímssyni 1981 til 1983, síðar Þorsteini Pálssyni frá 1983 til 1989 og loks Davíð Oddssyni frá 1991 til þessa dags. Hvernig voru þau kynslóðaskipti í forystu flokksins sem hann fylgdist með? „Frá því að Gunnar og Geir hurfu úr forystu flokksins hefur ný kynslóð tekið við. Sú breyting sem ég hef upplifað er sú helst að samstarf formanns og varafor- manns hefur orðið miklu nánara og sam- staða þeirra meiri. Geir og Gunnar voru í raun fulltrúar ólíkra afla innan flokksins og þannig hafði það verið í langan tíma. Þetta fyrirkomulag haíði sjálfsagt bæði kosti og galla en ég tel að samstaða og eindrægni, sem síðan hefur ríkt með formanni og varaformanni, hafi skilað meiri árangri. Þeir sem nú skipa forystu- sveit flokksins og hafa gert það á síðast- liðnum 15 árum eru allir á líkum aldri og störfuðu saman í Sambandi ungra sjálf- stæðismanna fyrir 20-25 árum. Þá mót- uðum við stefhu og höfðum skoðanir sem þóttu róttækar en þykja sjálfsagðar í dag.“ MEGUM EKKIDRAGAST AFTUR ÚR Friðrik sest í stól forstjóra Landsvirkj- unar um áramót Hvernig leggst það í hann að taka við fyrirtaekinu á þessum breytingatímum? „Mér finnst þetta afar ögrandi og hlakka tíl að takast á við ný viðfangsefni. A næstu árum má gera ráð fyrir að rekstr- arumhverfið í orkugeiranum breytist og það gerir miklar kröfur til stjórnenda og starfsfólks Landsvirkjunar. Auðvitað þekki ég ekki þennan rekstur í einstökum tæknilegum atriðum en það veldur mér ekki sérstökum áhyggjum því ég veit að starfsfólkið er gott.“ Nú hafa virkjunaráform yfirvalda í tengslum við stóriðjuuppbyggingu sætt verulegri gagnrýni og má telja átökin um hálendi og friðun þess með mestu hitamálum dagsins. Hvað vilt þú segja um stefnuna í virkjunarmálum? „Við verðum hér eftír sem hingað tíl að nýta auðlindir landsins með skynsamleg- um hætti tíl að bæta efnaleg lífskjör þjóð- arinnar. Annars drögumst við aftur úr öðrum. Við búum við þann kost að geta framleitt svo til mengunarlausa orku með því að virkja fallvötn og jarðvarma. Þar liggur styrkur okkar. Orkubúskap þarf ekki að stunda í neinni andstöðu við aðrar atvinnugreinar eins og ferðamennsku heldur geta þessar greinar átt samleið. Mikil umræða um hálendismálin má ekki draga úr okkur BYLTINGARMAÐUR „í raun er um byltingu aö ræöa, þegar við berum efnahagsástandið nú saman viö það sem þaö sem þaö var viö upphaf tíunda áratugarins." GEGN SKRIFRÆÐINU „Þegar ég lít til baka finnst mér einnig að okkur hafi ekki tekist að hafa nægilegan hemil á reglugerðarvaldinu sem hefur verið að styrkjast og mér sýnist eftirlitsiðnaðurinn vera að eflast, meira en ég hefði viljað sjá.“ VILJA EKKI VERJA LANDIÐ „Menn verða að gæta sín á því að setja fram trúarsetningar um „ósnortin víðerni" vegna þess að í því felst að menn vilja ekki heldur verja landið gegn þeim öflum sem í dag eru að eyða því með uppblæstri." FULLTRÚAR ÓLÍKRA AFLA „Geir og Gunnar voru í raun fulltrúar ólíkra afla innan flokksins og þannig haföi það verið í langan tíma.“ kjarkinn í þessum efnum heldur vera okkur hvatning tíl að lifa í sátt við nátt- úruna og tíl þess að skila landinu tíl kom- andi kynslóða eins og við vildum hafa tekið við því. Eg tel það eina af meginskyldum Landsvirkjunar að leggja áherslu á um- hverfismál og náttúruvernd í starfi sínu. í því sambandi minni ég á hin ómældu verkefni sem við blasa í uppgræðslu hér á landi og Landsvirkjun hefur tekið þátt í.“ MENN GÆTISÍN Á TRÚARSETNINGUM Þegar Landsvirkjun hefur sætt gagn- rýni fyrir virkjunaráform á undanförnum árum hefur því oft verið svarað til að fyrirtækið sé aðeins að hrinda í fram- kvæmd því sem stjórnvöld taka ákvörðun um. Að undanförnu hafa talsmenn Lands- virkjunar rætt um nauðsyn þess að málstaður Gmdsvirkjunar komi fram og að bæta þurfi ímynd fyrirtækisins. A Landsvirkjun að hafa sjálfstæða stefnu í umhverfismálum eða hefur hún engan sérstakan málstað að verja? „Landsvirkjun er fyrirtæki í eigu rikis og sveitarfélaga sem hefúr fengið það verkefni að virkja og tryggja örugga afhendingu orkunnar. Landsvirkjun breyt- ir hvorki lögum né virkjunarheimildum. Landsvirkjun á að sjálfsögðu að hafa mark- vissa stefnu í umhverfismálum og þarf ávallt að skila landinu í eins góðu ásig- komulagi og fært er þegar virkjun er lokið. Virkjanir geta oft fallið vel að landslagi og í sumum tilvikum bætt landið. Menn verða að gæta sín á því að setja fram trúarsetningar um „ósnortín víðerni" vegna þess að í því felst að menn vilja ekki heldur verja landið gegn þeim öflum sem í dag eru að eyða því með uppblæstri. Sandarnir sækja á. Stjórnvöldum ber auðvitað að verja stefnu sína í orkumálum. Það er ekki hlutverk Landsvirkjunar að taka pólitískar ákvarðanir og fylgja þeim fram. Lands- virkjun þarf hinsvegar að finna þær lausnir sem valda sem minnstu tjóni á umhverfinu og ganga þannig frá mannvirkjum að til fyrirmyndar sé.“ EKKI HLUTVERK LANDSVIRKJUNAR AÐ SETJA LÖG Sú virkjun sem helst er tekist á um er fyrirhuguð Fljótsdalsvirkjun og krafan um að fram fari umhverfismat verður stöðugt háværari. Hver er lausnin á þessu máli? „Núverandi virkjanaáform eiga sér meðal annars rætur í samkomulagi sem gert var fyrir nokkrum árum og í því var tekið verulegt tillit tíl náttúruverndar- sjónarmiða. Þágildandi lög gerðu ekki ráð fyrir matí á umhverfisáhrifum eins og nú- verandi löggjöf gerir. Lagt hefur verið í veruleg útgjöld og sífellt er verið að breyta framkvæmdaáformum með tíllití tíl nýrra sjónarmiða. Boruð verða jarðgöng sem koma í stað skurða og ekki er gert ráð fyrir nýrri háspennulínu jrvert yfir landið því að iðjuverið verður byggt á Reyðarfirði náist samningar um slíkt. Standi vilji tíl þess að láta fara fram mat á umhverfisáhrifum, eins og gagrýnendur hafa óskað eftír, þarf að breyta lögum. Það er ekki hlutverk Landsvirkjunar að setja lög heldur að fylgja eftír stefnu og samþykktum stjórnvalda á hveijum tí'ma.“ 54
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.