Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1998, Síða 56

Frjáls verslun - 01.11.1998, Síða 56
VIÐTAL SJÁLFSAGT AÐ ENDURMETA FORGANGSRÓÐINA Telur þú að sú andstaða sem birst hefur að undanförnu sé meiri en menn almennt bjuggust við? „Þessi andstaða sem hefúr komið fram að undanförnu er ekki einfalt fyrirbæri. Þarna virðast sameinast margir hópar með ólík sjónarmið og menn koma að málinu á margvislegum forsendum. Sumir ganga svo langt að lýsa því yfir að þeir séu á móti öllum mannanna verkum á hálendinu en aðrir vilja vernda tiltekin svæði. Auðvitað ber okkur öllum að taka tillit til skynsam- legra náttúruverndarsjónarmiða en við megum heldur ekki gleyma landsmönnum sjálfum, einkum íbúum veikra byggðarlaga á landsbyggðinni. Við eigum að nýta orkulindirnar en mér finnst sjálfsagt að endurmeta forgangsröðina og taka afstöðu tíl þess hvaða náttúrufyrirbæri eigi skil- yrðislaust að vernda. Ef við ætlum að búa saman í þessu landi og í sátt við það verðum við að velja og hafha. Orkulindir okkar eru endurnýjanlegar. Við framleiðum því „græna orku“. Eg sakna þess stundum í þessari umræðu allri að bent sé á það þegar fréttír berast af geislavirkum leka frá kjarnorkuverum nágrannalandanna. Við verðum að skoða hlutina í réttu samhengi." Friðrik segist vona að aðrir fjárfestar en ríki og sveitarfélög hafi áhuga á að eiga hlut í góðum raforkufyrirtœkjum. Borgarstjórinn í Reykjavík, fulltrúi 40% eignarhlutar í Ijindsvirkjun, hefur lýst því yfir að hlutur borgarinnar sé falur. VONANDI HAFA AÐRIR FJÁRFESTAR ÁHUGA Nú sjá menn fram á að fleiri fá leyfi til þess að virkja en Landsvirkjun. Reykja- víkurborg hefúr ræst gufuvirkjun á Nesja- völlum, Hitaveita Suðurnesja hefur lýst áhuga á virkjun og norður í Þingeyjarsýslu er verið að bora eftir gufu og íhuga virkjun á Þeistareykjum. Munu þessar breyttu aðstaeður ekki auka samkeppni í orkusölu mjög mikið? „Eg vil leiðrétta þann misskilning að Landsvirkjun hafi haft einkaleyfi á virkj- unarframkvæmdum. Svo hefur ekki verið en það hefur verið ákvörðun Alþingis hingað tíl að veita ekki öðrum leyfi til stórra framkvæmda. Það er ekki nokkur vafi á því að rekstarumhverfið muni breytast. Það tekur hins vegar tíma og er nokkuð flókið. Einhver þarf að borga flutninginn á orkunni og fyrir þá verðjöfnun sem í því er og ekki má gleyma þeim mikla rann- sóknarkostnaði sem fólginn er í orku- verðinu. Síðast en ekki síst er Lands- virkjun falið að tryggja ákveðið afhend- ingaröryggi sem þýðir að handbær orka er yfirleitt meiri en þarf við venjulegar aðstæður. Allt þetta þarf að skoða þegar menn fara út í samkeppni um verð í orkugeiranum.“ Nú verður til nýr orkurisi þegar Rafmagnsveitur Reykjavikur og Hitaveita Reykjavíkur sameinast Þetta nýja fyrir- tæki mun eiga álíka mikið eigið fé og Landsvirkjun og sýnist í stakk búið til þess að veita harða samkeppni. Er ekki óeðlilegt að Reykjavikurborg eigi 40% hlut í Landsvirkjun en reki jafnframt annað fyrirtæki í samkeppni? ,Á þessari stundu get ég ekkert sagt fyrir um hvað gerist i þeim efnum. Núverandi samningur eigenda Landsvirkj- unar rennur út eftír fimm ár og mér kæmi ekkert á óvart að einhverjar breytingar yrðu þá. Vonandi hafa aðrir ijárfestar en ríki og sveitarfélög áhuga á að eignast hlut í góðum raforkufyrirtækjum.“ QS STJÓRNVÖLD VERJISTEFNUNA „Stjórnvöldum ber auðvitað að verja stefnu sína í orkumálum. Það er ekki hlutverk Landsvirkjunar að taka pólitískar ákvarðanir og fylgja þeim fram.“ 56
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.