Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1998, Síða 59

Frjáls verslun - 01.11.1998, Síða 59
LÍFEYRISMÁL ýju lífeyrissjóðslögin, sem tóku gildi 1. júlí síðastliðinn, hafa það mikil áhrif að sumir tala um að þau séu bylting, svo miklar eru breytingarnar frá hinu hefðbundna lífeyrissjóðakerfi sem hefur verið við lýði undanfarna áratugi. Um verulega aukinn lífeyrissparnað verður að ræða og er jafnvel rætt um töluna 5 milljarða í því sambandi á næsta ári. Þar munar mestu að frá og með 1. janúar nk. geta einstaklingar greitt 2% til viðbótar í lífeyrissjóði, skattfrjálst. Sömuleiðis geta atvinnurekendur greitt 0,2% til viðbótar í lífeyrissjóði starfsmanna sinna - gegn því að tryggingagjaldið lækki á móti um 0,20%. Síðast en ekki síst, launþegar fá launahækkun urn áramótin og skattprósentan lækkar. Þessi áramót eru áramót tækifæra! Grípið gæsina um áramótin! LÉTTIR Á KERFIALMANNATRYGGINGA Einstaklingar verða nú að leggja minnst 10% launa sinna í lífeyrissjóði, hvort sem það eru almenn laun, laun fyrir nefndasetu eða atvinnuleysisbætur; 4% prósent á móti 6% atvinnurekanda. Auk þess geta einstaklingar valið um að greiða 2% aukalega í líf- eyrissjóði, t.d. í svonefnda séreignarsjóði. Þegar líður á næstu öld verður þjóðin með mjög lítið ríkisrekið almannatryggingakerfi þar sem hún verður nær öll tryggð í lífeyrissjóðum. Með tímanum fá einstaklingar ekki lengur ellilífeyri eða örorkubætur gegnum Tryggingastofnun heldur frá sínum lífeyrissjóði og má búast við að þessum greiðslum frá Tryggingastofnun verði nánast hætt um miðjan annan áratug næstu aldar þegar lífeyrissjóðirnir taka algerlega við. Ef ekki væri farið út í þessar aðgerðir yrði kostnaður hins opinbera gífurlegur á næstu áratugum þegar stórir árgangar þjóðarinnar fara á eftirlaun. I fjárlögum fyrir árið 1999 er kostnaður ríkisins vegna þessara greiðslna hátt í 16 milljarðar króna. Ef ekki væri farið í þessar aðgerðir hækkaði upphæðin jafnt og þétt. TVÖ PRÓSENTIN AUKA VALFRELSIÐ Eins árs aðlögunartími var í nýju lögunum frá því í sumar þannig að þau koma að fullu tíl framkvæmda á næsta ári, 1. júlí 1999. Um áramótin eykst frelsi einstaklinganna og þeir fara að fmna áþreifanlega fyrir þessum brejdingum þegar inn um bréfalúgurnar tekur að rigna kynningarbæklingum frá lífeyris- sjóðum, bönkum, verðbréfafyrirtækjum og tryggingafélögum. Einstaklingar, sem ekki eru bundnir í ákveðna lífeyrissjóði samkvæmt kjarasamningi eða ráðningarsamningi, geta valið um það í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða 10% eða meira af öllum launum RISMÁLUM greitt 2% til viðbótar í lífeyrissjóði, Laun hækka og skattar lækka. Grípið gæsina! 2% SKIPTA MÁU 1. Launþegum er heimilt að greiða 2% til viðbótar í lífeyrissjóði, t.d. séreignasjóði, frá 1. janúar. Þessi lífeyrissparnaður er skattfrjáls, eins og annar lífeyrissparnaður. Launþegi, sem hefur 100 þúsund á mánuði og nýtir sér þessi 2%, lækkar skattskyldar tekjur sínar niður í 98 þúsund á mánuði. 2. Atvinnurekendur geta greitt 0,2% til viðbótar í lífeyrissjóði starfsmanna sinna frá 1. janúar - gegn því að tryggingagjald þeirra lækki á móti um 0,20%. 3. Einyrkjar, og þeir sem geta valið um lífeyrissjóði, geta greitt í séreignasjóði fyrir yfirstandandi ár og fram til 1. júlí á næsta ári, 1999. Eftir það verða þeir að greiða hluta af iðgjöldum sínum í sameignarsjóði - en geta því greitt að hluta áfram í séreignasjóði. Skiptingin þarna á milli er nokkuð ílókin. 4. Skattprósenta rikissjóðs lækkar um 1% núna um áramótin. Þetta hjálpar þeim launþega sem nýtir sér 2% í viðbótarlífeyrissparnað; ráðstöfunartekjur hans skerðast ekki eins mikið og þær hefðu ella gert. 5. Launþegar fá launahækkun um áramótin. Hún hjálpar sömuleiðis launþegum til við að halda núverandi ráðstöfun- artekjum þótt þeir greiði 2% í viðbótarlífeyrissparnað. 6. Grípi fólk gæsina um áramótin getur það þvi greitt samtals 12,2% í lífeyrissjóði á nýju ári, þar af greiðir atvinnurekandinn 6,2%. 7. Það margborgar sig að spara þótt það sé ekki nema örfá þúsund á mánuði. Það skilar sér í eign upp á milljónir við eftirlaunaaldurinn. Því fyrr sem byrjað er að spara þvi meiri verður eignin við eftirlaunaaldurinn. 8. Ef þið eruð í kringum 45 ára ræðið þá rækilega við ykkar sérfræðing í lífeyrismálum um skiptinguna á milli sameignar- og séreignasjóðsins; í hvorum sjóðnum sé betra að vera með meginþunga iðgjaldanna. 9. Þegar líður á næstu öld verður þjóðin með mjög lítið rikisrekið almannatryggingakerfi þar sem hún verður nær öll tryggð í lífeyrissjóðum. 10. Samkvæmt nýju lögunum verða lífeyrissjóðirnir að tryggja sjóðfélögum sínum lágmarks tryggingavernd sem felur í sér nokkuð sem hægt er að kalla „ævitryggingu”, þ.e. lágmarks- tekjum út ævina. Upphæðin er 56% af ævitekjum; reiknuðum út frá tímabilinu 25 til 65 ára. 11. Skattayfirvöld hafa núna eftirlit með því að allir greiði í lífeyris- sjóði. Hætt er við að sumir, sem ekki hafa greitt í lífeyrissjóð, vakni upp við vondan draum í ágúst nk. þar sem skattayfirvöld hafa samið við Lífeyrissjóð söfnunarréttinda um að innheimta iðgjöld af öllum þeim sem ekki hafa greitt í sjóði. Skellurinn getur því orðið stór - enda 10% vænn biti að greiða í einu lagi. 12. Sýna má fram á að einstaklingur, sem ætlar að fá eins mikið út úr lífeyrissjóðum og hann getur, getí greitt í séreignasjóð til 45 til 50 ára aldurs en skipti þá yfir í sameignarsjóð þar sem réttindaávinnslan er jöín - og látí þannig unga fólkið í þeim sjóði borga fýrir sig réttindin. 13. Séreignasjóðirnir bjóða hins vegar upp á val á því hversu umfangsmikil lágmarkstryggingarverndin verður. Það er gert með því að hafa mismunandi tímasetningu á því hvenær útgreiðsla sameignarlífeyris hefst. Til dæmis að lifa á séreignasjóðnum frá 70 tíl 80 ára - og sameignarsjóði sínum eftír það.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.