Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2000, Side 146

Frjáls verslun - 01.08.2000, Side 146
NETIÐ Punktur is Nöfn fyrirtækja og þekkt vöru- merki hafa fram að þessu haft mjög sterka stöðu og ný fyrir- tæki eða vörumerki hafa átt erfitt með að ávinna sér sama sess í huga fólks. Með Netinu er þetta að breyt- ast. Fyrirtæki hafa nú tækifæri til að vinna sér sess með góðu nafni eða vörumerki. Ef snjöll viðskiptahug- mynd er fyrir hendi og vilji er til þess að vinna henni farveg á alþjóðavísu þá er nægur grundvöllur fyrir hendi á Netinu. Að minnsta kosti enn sem komið er. Hegðun neytenda er að breytast og um leið geta nöfn og vörumerki fyrirtækja farið að lúta öðrum lögmálum. Fólk fer ef til vill að taka eftir vöru- merkjum og fyrirtækjum á annan hátt en áður. Þ 09 Ö óvinsælir „Netið hefur áhrif á nöfn nýrra fýrirtækja. Menn hafa tekið eftir að betra er að forðast notkun á íslensku bókstöfunum við val á heitum. Þetta er á vissan hátt ógnun við íslenska tungu. Nú enda vörumerki oft á ,,.is“ og fyrirtæki eru hreinlega skírð nöfnum með þessari endingu. Ungfrú Is- land.is er dæmi um þetta," segir Sverrir Björnsson, hönnun- arstjóri hjá Hvíta húsinu, sem kannast vel við að íhugað sé hvernig það henti Netinu þegar nafn fyrirtækis er valið eða vörumerki hannað. „Þá er rætt um það hvernig nöfnin henti sem netfang og tillit tekið til þess. Oft er sótt í alþjóðleg og ensk orð. Vinsældir orða úr goðafræðinni og alþjóðlegra lat- neskra heita eru að aukast. Oft hefur verið sótt í þennan brunn en ásóknin hefur vaxið upp á síðkastið." Sérkennileg, löng og þung orð í íslenskri tungu virðast ekki eiga upp á pallborðið hjá fyrirtækjum í dag. Islensku stafirnir þ og ö eru óvinsælir í nöfnum fyrirtækja því að þeir koma ekki nógu vel út á Netinu. Þ-inu þarf að breyta í th og ö-inu þarf að breyta í 0. Enska er málið sem talað er á Netinu og áhrif enskunnar hafa aldrei verið meiri en einmitt eftir að j)að kom til. Með tilkomu þess er enskan endanlega að ná völdum sem alþjóðamál. Ef einstaklingar hafa áhuga á að stunda viðskipti í hinu breiða landslagi Netsins, að ekki sé tal- að um að hasla sér völl í viðskiptum á alþjóðavísu, þá nota þeir ensk eða alþjóðleg heiti í nafni sínu, vörumerki og veffangi. Eðlilegt veffang „Það að viðskiptavinur komist á vefsvæði fyrirtækis á eðlilegan og auðveldan hátt er í dag jafn mikil- vægt og að komast á afgreiðslustaði fyrirtækja vandræða- laust,“ segir Sverrir. Fyrir tveimur til þremur árum var mikið um að heiti fyrirtækja væru stytt verulega í veffangi þeirra og þessar styttingar þurfti að auglýsa og kynna fyrir fólki. I dag gera Netverjar kröfu lil þess að fyrirtæki eigi lén með sínu heiti þannig að hægt sé að slá heiti fyrirtækisins beint inn á Net- ið og fá vefsíðu þess á skjáinn. Með þessu sparar fyrirtækið sér líka að markaðssetja styttingar og sérstök heiti. „I flestum tilfellum er þetta lang farsælast," segir Sverrir og nefnir lén Hvíta hússins sem dæmi. Veffangið var áður www.casablanca.is en í dag er það www.hvita- husid.is. Að vísu ekki eins „smart“ en þó eðlilegt sem vef- fang. „Gamla léninu er haldið opnu fyrir erlend samskipti því að „hvitahusid" hefur enga merkingu í hugum útlendinga," segir hann. Bara tískubóla Hany Hadaya, hönnunarstjóri hjá Yddu, kveðst vel geta ímyndað sér að fólk leiti að innblæstri á Net- inu þegar það þurfi að fá hugmyndir að útliti fyrirtækis, nafni, lógói og jafnvel heimasíðu þó að sjálfur fari hann ekki inn á vefinn í þessu skyni. Hann bendir á að nýju fyrirtækin ætli oft- ast að hasla sér völl á Netinu og á banka- og verðbréfamark- aði og því sé mjög eðlilegt að þau fari inn á vefinn lil að kanna hvað önnur fyrirtæki séu að gera í sama geira. Hann telur að það sé „bara tískubóla" að hafa ,,.is“ í nafni fyrirtækja og sú bóla springi effir hálft ár eða svo. „Það þykir flott að vera með .is í nafninu í dag en ég held að með tímanum komi í ljós að mörg þessara fyrirtækja eru ekki nettengd og þá gefa nöfnin ekki rétta mynd af starfsemi þeirra. Þetta getur haft slæm áhrif á viðskiptavinina. Þessi ending er notuð til að vekja athygli á fyrirtækjum og lil að gera ímynd þeirra nútímalegri og flottari en það mun ekki halda sér. Eg myndi ráðleggja fólki að nota ekki þessa end- ingu nema það sé i raun og veru með starfsemi á vefnum. I dag er þetta hægt en í framtíðinni held ég að þróunin verði önnur,“ segir hann. Ferskt og hressilegt Að minnsta kosti tvö fyrirtæki hafa bundið nafn sitt við Netið síðustu misseri, Sparverslun.is og fasteignasalan Fasteign.is. Fasteign.is er þegar með heima- síðu á Netinu undir heitinu www.fasteignin.is. Hugmyndina að nafninu segir Olafur Blöndal, eigandi fasteignasölunnar, hafa komið upp í vetur. Oskað hafi verið eftir nafninu Fast- eign en þeirri beiðni verið synjað af Firmaskrá; það hafi þótt Nöfn fyrirtækja miðast í síauknum mæli við Netið. Þekkt alþjóðleg og ensk nöfn, jafnvel nöfn úrgrísku goðafrœðinni, eru vinsæl hjá jyrir- / tækjum. Islensku bókstafirnir henta illa á Netinu. Langlokur eru óvin- sælar. Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir: Geir Ólafsson 146
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.