Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2000, Page 162

Frjáls verslun - 01.08.2000, Page 162
MENNINGARBORGIN Veislunni að Ijúka Við erum komin nokkuð langl á seinni hlutann af ferðinni og far- in að sjá til lands,“ segir Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi menningar- borgarinnar. „Við erum mjög ánægð með það sem gerst hefur og ekki síst hversu gjörbreytt landslagið er eftir þennan tíma. Það er ekki bara Menn- ingarborgin heldur aðrir stórir at- burðir, eins og kristnihátíðin og lista- hátíð, sem hefur gert að verkum að ímynd Islands, bæði inn á við og út á við, hefur fengið nýtt afl og svipmót. Mér finnst ég finna sterkt fyrir þvi að menningarlífið sé ekki sú hornreka sem það var og að fyrirtæki hafi gert sér grein fyrir því að gott sé að kynna sig í gegnum listviðburði. Slíkir við- burðir eru afar atvinnuskapandi og mikil þjónusta í kring um þá. Eg hef sagt áður að hluti af því sem nútíma- þjóðfélag þarf að bjóða upp á til að verða samkepnnishæft er að vera sterkt á sviði lista og menn- ingar og það telst ekki aðlaðandi að eiga viðskipti við jjjóðir sem eru vanþróaðar á því sviði nema því aðeins að verið sé ein- göngu að leita að ódýru vinnuafli. Við eigum að markaðssetja okkur sem gæðaþjóðfélag og þar skiptir sköpun og frumkvæði griðarlegu máli og þarf að leggja talsverða áherslu á þá þætti.“ Menningarborgin eklti átaksverkefni Þórunn segir menning- arborgina hafa lagt mikla áherslu á að opna allar gáttir milli lista og annarra hluta þjóðfélagsins þar sem óæskilegt sé að hafa lokað þar á milli. Samfélagið sé lítið en það sé talsverður kostur og geri að verkum að auðveldara sé að vinna að sameiginlegum verkefnum. Nálægðin sé svo mikil. „Það er misskilningur að verkefnið menningarborg sé átaksverkefni, heldur hefur verið unnið að því með skipulagningu og mikilli fyrirhyggju, bæði hér heima og erlendis, því við erum að skapa ákveðna ímynd og væntingar," segir Þórunn. „Við höfum átt góð og mikil sam- skipti við stórar stofnanir erlendis sem og sjóði. Þar skiptir miklu að við stöndum jafnfætis milljónaþjóðum, og jafnvel stundum aðeins framar, í menningarlegu tilliti, og því hefur þurft að standa sérlega vel að málum. Stórir viðburðir, eins og til dæmis Baldur, sem við höfum flutt út og eru algerlega á okk- ar ábyrgð, hafa aflað okkur margþættra auglýsinga og kynn- inga. En það mun standa til frambúðar; tengist sögu okkar en er ekki ein- göngu bundið við Menningarborgina." Útkoman góð fjárhagslega Hvað fjár- mál varðar og áætlanir segir Þórunn allt hafa staðist og gengið upp. „Við höfum skilgreint vel alla þætti og gætt þess að lágmarka áhættu eftir fremsta megni. Þjóðin er fámenn og við höfum hlutfallslega lítið ljármagn handa á milli, því höfum við gætt þess að fá sem mest fyrir peningana og eins þess að láta fyrirtækjunum sem hafa stutt okkur í té það sem þau hafa þurft á að halda og átt von á því við gerum okk- ur auðvitað grein fyrir því að það kost- ar fé að afla fjár.“ Mjög margir hafa komið að viðburðum Menningarborg- arinnar á einn eða annan veg og segir Þórunn að á landsbyggðinni hafi um 70 þúsund manns, eða næstum þvf hver einasti rólfær maður, sótt menningarviðburðina. „Sam- starfsverkefni M2000 og sveitarfélaganna hafa verið ákaflega vel sótt, svo ekki sé sterkara til orða tekið, og velta hefur auk- ist mjög víða um land vegna þeirra. Þarna hefur orðið veruleg verðmætasköpun sem skilar mun meiru heldur en til dæmis ef eina afþreyingin á smærri stöðum væri fólgin í að leigja mynd- band sem kostar líka peninga en skapar engin verðmæti og hefur engin margfeldisáhrif." Aukinn ferðamannastraumur til landsins Þórunn segir mörg stór fyrirtæki hafa tekið þátt í viðburðum Menningarborgar- innar en strax í upphafi hali verið tekið fyrir að fleiri máttar- stólpar yrðu en þeir sem í upphaii var ákveðið. „Við höfum fremur unnið með fáum og stórum fyrirtækjum og skilgreint vel hver þeirra hlutur yrði. Þetta er ákveðið frumkvöðlastarf sem þarf að vinna vel og við teljum okkur hafa gert það. „Erfitt er að meta árangur af starfi Menningarborgarinnar á áþreifan- legan máta en þó segir Þórunn að fjöldi ferðamanna hingað til lands hafi aukist um 20%. „Auðvitað er ekki hægt að segja ná- kvæmlega til um það hverju fýrir er að þakka,“ segir hún, „en við höfum hafist handa við að vinna úr gögnum sem safnað hef- ur verið og koma til með að nýtast vel í framtíðinni. Þótt Menn- ingarborgin sé kynnt erlendis þá er ekki endilega alltaf verið Menningarborgin hefur starfab í níu mánuöi. En hver er árangurinn? „Mér finnst ég finna sterkt fyrir því ab menningarlífib sé ekki sú horn- reka sem þab var og ab fyrirtæki hafi gert sérgrein fyrirþví ab gott sé ab kynna sig í gegnum listvibburbi. “ Eftir Vigdísi Stefánsdóttur Myndir: Geir Ólafsson mfcjwtk MENNINGARBORG EVRÓPU ÁRIÐ 2 0 0 0 Að kynna sig í gegnum listviðburði Með þátttöku í verkefninu um menningarborgina finnst mér að fyrirtæki hafi gert sér grein fyrir því að gott sé að kynna sig í gegnum listviðburði. Slíkir viðburðir eru afar atvinnuskapandi og mikil þjónusta í kringum þá. 162
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.