Fregnir - 01.03.2005, Page 2
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða
Fylgt úr hlaði
Nú í ár kemur út 30. árgangur Fregna. í til-
efni af 30-ára afmælinu hefur blaðið
íklæðst nýjum búningi. Akveðið hefur ver-
ið að í hverju tölublaði verði einu bóka-
safni og/eða upplýsingamiðstöð boðið að
kynna sig í blaðinu með forsíðumynd og
grein gegn því að greiða mismuninn á nú-
verandi búningi og þeim sem áður var.
Bæjar- og héraðsbókasafnið á Selfossi ríð-
ur á vaðið með kynningu en þar er margt
áhugavert í gangi. Það var einmitt eitt
fyrsta bókasafnið sem markaði árið 1990
upphaf bókasafnavorsins íslenska, sem enn
stendur, en mörg bókasöfn hér á landi hafa
síðan þá flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði.
Mikið af áhugaverðu efni barst blað-
inu. Sem dæmi má þar nefna greinar um
bókasöfn í nýju húsnæði, umfjöllun um
ráðstefnur, svo sem um áhrif viðskipta-
samninga á bókasöfn og um Afríkudaga
íyrir bókaverði, greinar um samsteypuleitir
og vefdagbækur, umíjöllun um vettvangs-
nám á bókasöfnum, tilskipun Evrópusam-
bandsins um höfundarétt og fyrstu útskrift
nemenda í bókasafnstækni.
Upplýsing hefur nú starfað í full fimm
ár. Á þeim tíma má merkja aukinn fjölda
og gæði greina sem blaðinu berast og er
ánægjulegt að fylgjast með þeirri þróun.
Ritstjórar hafa ákveðið að framvegis
verði listi yfir ráðstefnur einungis birtur á
vefsetri félagsins.
Ritstjóm blaðsins kann höfundum
greina og pistla bestu þakkir fyrir þeirra
framlag en á framlagi þeirra byggist tilvera
blaðsins fyrst og fremst.
f.h. ritstjórnar Fregna
Þórdís T. Þórarinsdóttir
r
Argjald Upplýsingar 2005
Þann 10. mars síðastliðinn voru greiðslu-
seðlar fyrir árgjald Upplýsingar 2005
sendir út. Fyrir hönd stjómar em félags-
menn hvattir til að greiða árgjöldin sem
fyrst og stuðla þannig að áframhaldandi
tilvist félagsins.
Árgjaldið er óbreytt, kr. 4.500 fyrir
fulla aðild og kr. 2.250 fyrir nemaaðild.
Stofnanir greiða kr. 9.000. Þeir sem ekki
vilja vera áfram í félaginu em vinsam-
legast beðnir að tilkynna það til stjómar.
Þeir sem hafa nýlega skipt um heim-
ilisfang, símanúmer eða netfang em beðnir
að láta stjóm félagsins vita af því.
Netfang: upnlvsing@bokis.is. sími:
553-7290, bréfasími: 588-9239. Skrifstofa
Upplýsingar er opin á fimmtudögum frá
16-18, einnig er hægt að tala skilaboð inn
á símsvara.
Stjóm Upplýsingar hefur mótað þær
verklagsreglur að ef ekki er búið að greiða
árgjaldið fyrir eindaga, 10. apríl, verður
litið svo á að viðkomandi félagsmaður hafi
ekki áhuga á að vera í félaginu og verður
þá hætt að senda honum Fregnir og Bóka-
safnið. Ennfremur verða þeir teknir af um-
ræðulistanum bokin@ismennt.listar.is
Með fyrirfram þökk og bestu kveðjum,
Lilja Ólafsdóttir og Fanney Sigurgeirsdóttir
gjaldkerar
Verðlaunahafar minningar-
sjóðs Astrid Lindgren 2005
17. mars síðastliðinn fór fram þriðja út-
hlutun úr Minningarsjóði Astrid Lindgren
sem sænska ríkisstjómin stofnaði árið
2002. Ur sjóðnum em árlega veitt alþjóð-
leg bókmenntaverðlaun fýrir bama- og
unglingabókmenntir.
Verðlaunaupphæðin er fimm milljónir
sænskra króna. Verðlaunin hlaut að þessu
sinni japanski myndhöfundurinn Ryóji
Arai og breski rithöfundurinn Philip Pull-
man. Bækumar Gyllti áttavitinn (2000),
Lúmski hnífurinn (2001) og Skuggasjón-
aukinn (2002), sem Mál og menning gefur
út, hafa verið þýddar eftir hann á íslensku.
Nánari upplýsingar er að finna á slóð-
inni www.kulturradet.se
Þórdís T. Þórarinsdóttir
30. árg. - 1. tbl. 2005 - bls. 2