Fregnir - 01.03.2005, Side 3

Fregnir - 01.03.2005, Side 3
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræóa Einu sinni var lítið bókasafn ... sem hóf göngu sína í litlum bókaskáp í lestrarfélagi Sandvíkurhrepps hins foma í Flóanum, nánar tiltekið árið 1909. Efnt var til tombólu og fór ágóðinn í að kaupa bæk- ur í bókaskápinn. Nú gátu sveitungamir notið þess að fá lánaðar bækur sér til fróð- leiks og skemmtunar. í upphafi árs 2005 er bókaskápurinn orðinn merkilegur safn- gripur sem litið er til nú þegar líður að 100 ára afmæli bókasafnsins sem á rætur sínar að rekja til litla bókaskápsins. Köttur úti í mýri, endalaust ævintýri! Bæjar- og héraðsbókasafnið á Selfossi nefnist „bókaskápurinn“ í dag. I stað skápsins em íjölmargar hillur sem geyma fjársjóði fróðleiks, sögu, menningar og skáldskapar. Helst mætti segja að orðið bókasafn væri ekki lengur fullnægjandi til að lýsa þeirri þjónustu sem þar er að finna eða þeim væntingum sem almenningur hefur til safnsins nú í byrjun 21. aldar- innar. Bókasafnið er í samfélagi sem er í örri þróun varðandi uppbyggingu og íbúa- ljölda. Þjónusta safnsins verður því að vera ijölbreytt og lifandi svo hægt sé að koma til móts við sem flesta sem sækja þjónustu til bókasafnsins. „Bókasafns-, menningar- og upplýsingasetur" er orð- skrípi sem ætti betur við þótt ekki sé það fagurt eða þjált í munni. Ekki viljum við þó sleppa orðinu bókasafn því það segir enn svo mikið, ber með sér ákveðið öryggi og er samofíð sögunni. Hér á eftir verður tæpt á nokkm af því helsta sem markvert þykir í starfi Bæjar- og héraðsbókasafnsins á Selfossi. Ævintýri í bókasafninu Bamastarf heíúr ætíð verið mikilvægur þáttur í starfsemi Bæjar- og héraðsbóka- safnsins á Selfossi. Bókasafnið er mið- svæðis í bænum og auðvelt fyrir böm að komast í safnið. Fyrir um 10-15 ámm var mikið rætt um minnkandi bóklestur bama. Starfsfólk bókasafnsins velti því fyrir sér hvemig hægt væri að auka áhuga bama og ung- linga á bókum og bóklestri. Eftir að bama- bókavörður hafði farið á námskeið í Há- skóla íslands um þjónustu bókasafna við böm og unglinga var ákveðið að búa til okkar eigin útgáfu af „Summer reading program“ sem er vel þekkt lestrarhvetjandi námskeið í Ameríku. Sumarlesturinn varð til! Tilgangurinn með Sumarlestrinum er: ❖ Að bömin hætti ekki að lesa yfir sumarið (sumarfrí íslenskra bama hefúr hingað til verið u.þ.b. þrír mánuðir) og auki þannig lestrarfæmi sína. ❖ Að bömin setji sér markmið í lestri og nái því á eigin forsendum með frjálsum lestri sem um leið er skemmtilegur. ❖ Að bömin komi í bókasafnið, líði vel þar og það sé staður sem gaman og áhugavert er að heimsækja. Undirbúningur Sumarlestursins felst fyrst í því að ákveða þema eða efni til að vinna út frá. Þemað er notað til að setja upp sýn- ingar í safninu og til að skreyta allt efni sem þátttakendur fá. Það er einskonar lím sem límir saman safnið og lesturinn. Þemu sumarlestra hafa t.d. verið Hafið, ísland - landið mitt, Gœludýr, Selfoss - bœrinn okkar, Himingeimurinn, Víkingar, Risa- eðlur og Fuglar. Sumarið 2004 var unnið út frá þemanu Hús, koft, kamar, höll og í sumar verður það Ævintýri í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli H.C. Andersen. Sum- arlesturinn er kynntur í grunnskólunum. Bamabókavörður heimsækir alla 3., 4. og 5. bekki skólanna, böm á aldrinum 9-11 ára. í sumarlestrinum er einu sinni í viku boðið upp á dagskrá, annars geta bömin komið í safnið þegar þau vilja. Dagskráin samanstendur oftast af einhverskonar fyrir- lestri eða kynningu sem tengist þemanu, t.d. fræðsla um risaeðlur eða fúglalif í Flóanum, föndur, þrautir, happdrætti og síðasta daginn er alltaf ratleikur úti við sem endar inni í bókasafninu. I upphafí Sumarlestursins fá þátttakendur möppu með dagskrá, „bók“, til að skrá lesturinn ásamt ýmsu öðm. Sumarlesturinn er ódýrt námskeið. Kostnaður er aðallega laun til fyrirlesara, vinna starfsfólks bókasafnsins, sem er reyndar nokkuð mikil, pappírs- kostnaður, verðlaun, föndurefni o.fl. smá- legt. Ekki er um að ræða sér fjárveitingu til Sumarlestursins. Sumarlesturinn er ókeyp- is fyrir þátttakendur. Ekki hefur verið rannsakað hvort Sumarlesturinn hefur haft áhrif á lestrar- 30. árg. - 1. tbl. 2005 - bls. 3

x

Fregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.