Fregnir - 01.03.2005, Page 14

Fregnir - 01.03.2005, Page 14
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða Almenn leit Google leitar í risastóru safni vefsíðna og annarra opinna heimilda á vef. Google Scholar leitar í æ stærra safni vís- indalegra upplýsinga, heimildum í opnum aðgangi, tímaritum frá Karger, Kluwer, Springer og Black- well, svo dæmi sé tekið. MetaLib getur leitað í söfnum sem em í áskrift auk safna sem eru í opnum, ókeypis aðgangi. Þessi söfn þurfa þó öll að vera samhæfð. Flest áskriftarsöfn eru orðin nokkuð vel sam- hæfð en mikið vantar upp á það hjá öðrum. Google geymir afrit af vefsíðum og öðru efni á vef til að leita í. Leit er því just-in-case, líkt og að hafa stórt safn bóka eða tímarita til að grípa í ef þarf. I Google leyfir þetta hraðar leitir. Samsteypuleitartæki, þar með talið MetaLib, leita í sjálfúm gagna- söfnunum þegar leitar- skilyrði er sett fram, just-in-time. Þetta þýð- ir aðeins hægari leitir en þýðir einnig að allar niðurstöður sem eiga við leitarskilyrðin koma fram, einnig nýj- ustu greinamar. Google raðar niður- stöðum leitar eftir nokkrum þáttum. Þar ber hæst hve margir vísa á vefsíðu en einnig hversu oft fólk hefur farið á síðuna eftir leitir i Google. Einnig hafa greiðslur til Google áhrif sem og fleiri þættir. Google heldur sam- setningunni leyndri, þannig að ekki er hægt að vita hversu þungt hver þáttur vegur. Þeir vega mis- þungt í mismunandi útgáfum af Google. Samsteypuleitartæki raðar niðurstöðum eftir vægi sem hvert leitartæki fyrir sig gefur. Það getur því verið misræmi í því hvernig þessum niður- stöðum er raðað. ítarlegri leit er keyrð ef fólk flettir fram yfir fyrstu síður leitar- niðurstaðna. ítarlegri leit er keyrð ef fólk flettir fram yfír fyrstu síður leitamiður- staðna. Veit fólk hvað leitartœkin gera? í Google er leit ekki keyrð á vefsíðunni sjálfri heldur í gagnagrunni Google. Auk afrita af vefsíðum og veflægum gögnum eru í gagnagrunninum upplýsingar um síð- umar og gögnin, þar með talið hversu þungt þau munu vega í niðurstöðum leitar (sjá næstneðst í töflu hér að framan). Þegar leitað er í Google byrjar Google á að leita einungis í þeim lykluðu síðum sem vega þungt á þennan hátt og áætlar hvað leitin myndi gefa ef leitað væri í öllum gagna- gmnninum. Notandi fer ekki á vefsíðuna fyrr en smellt er á krækjuna í niðurstöðum leitar. ítarlegri leit er keyrð ef fólk flettir fram yfir fyrstu síður leitamiðurstaðna, sem fæstir gera. Þetta þýðir að Google þarf að hafa öflugar tölvur og gott diskpláss.4 Hættan er að fólk hneigist til að nota aðeins eitt leitartæki. Fyrir því em nokkrar ástæður. Fólk venst við notkun ákveðinna leitartækja og fer að verða færara í notkun þeirra þegar á líður. Um leið fer það að gleyma öðmm leitannöguleikum og of- meta möguleika þess tækis sem það er vant að nota. Fólk er sér ekki vel meðvitað um hvemig leitartæki vinna og hverjar tak- markanir þeirra em.4 Sveinn Olafsson 1) Sadeh Tamar (2004). To Google or Not to Google: Metasearch Design in the Quest for the Ideal User Experience. Paper given at ELAG 2004: Interoperability: New Challenges and Solutions, 28th Library systems seminar. Trondheim, Norway, June 9-11, 2004, s. 3. www.exlibrisgroup.com/resources/metalib/To Google or not to Google.pdf. 2) Tennant, Roy (2004). Libraries through theLooking Glass, s. 34, Principles. www.end infosys.com/news/alice.pdf. 3) Regazzi, John (2004). „Beyond Access and Retrieval. The Battle for Mindshare.“ Library Connect, October 2004, s. 8. www.elsevier. com/wps/find/librariansinfo.librarians/lc home 4) Tamar, S. (2004). 5) Fallows, Deborah (2005), Search Engine Users. www.pewintemet.org/pdfs/PIP Search engine _users.pdf. Yefdagbækur (blogg) á bókasöfnum - Til hvers? Nýlega kom upp mikli umræða um vef- dagbækur (blogg) bókasafna og bókasafns- fræðinga í bókasafnsfræðiheiminum í Bandaríkjunum. Astæða umræðunnar var að einn af frambjóðendunum til formanns American Library Association (ALA) í fyrra lét lítt falleg orð falla um vefdagbæk- ur og höfunda þeirra í grein sem hann 30. árg. - 1. tbl. 2005 - bls. 14

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.