Fregnir - 01.03.2005, Page 19
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða
sem safnið fær reglulega og um 1450 raf-
ræn tímarit sem fást án endurgjalds á Net-
inu (skráin DOAJ sem margir kannast við).
Halldóra Þorsteinsdóttir
Landsbókasafni Islands - Háskólabókasafni
Stefna menntamálaráðuneytis
um upplýsingatækni
Á UT2005, sem haldin var á Hótel Sögu 4.
mars síðastliðinn, var kynnt rit mennta-
málaráðuneytisins Arœði með ábyrgð.
Stefna menntamálaráðuneytisins um upp-
lýsingatœkni í menntun menningu og
vísindum 2005-2008. Þar em mótuð
stefnumið í menntun, menningu og vísind-
um til ársins 2008. Leitast er við að líta á
þessa málaflokka sem heild og tengja þá
saman eftir því sem kostur er. Sett em
fram stefnumið í fimm málefnaflokkum:
aðgangi að upplýsingasamfélaginu, tækni
og fjarskiptum, stafrænu efni, breyttum
starfsháttum og siðferði á Netinu.
Heimild: Vefsetur menntamálaráðuneytisins
www. menntamalaraduneyti. is
Efnisorðaráð Gegnis
Efnisorðaráð var sett á stofn í janúar 2004
að fmmkvæði skráningarráðs og heyrir
undir það. I efnisorðaráði eiga sæti Elísa-
bet Halldórsdóttir, Guðný Ragnarsdóttir,
Ragna Steinarsdóttir, ritstjóri efnisorða í
Gegni, og Þórdís T. Þórarinsdóttir.
Fyrstu verkefni ráðsins vom að skil-
greina hlutverk þess, verkefni og verklag.
Hlutverk ráðsins er m.a. að móta efnis-
orðastefnu og var strax tekin sú ákvörðun
að nota 3. útgáfu Kerfisbundins efnisorða-
lykils (KE 3) eftir Þórdísi T. Þórarinsdóttur
og Margréti Loftsdóttur við lyklun í bók-
fræðigmnn Gegnis og vinna síðan að
frekari þróun hans. Þar með var tekin sú
ákvörðun að nota ekki efnisorðastrengi
heldur miða gerð efnisorða við staðal um
gerð kerfisbundinna efnisorðalykla ÍST 90
útg. 1991.
Við sameiningu gamla Gegnis og Fengs
í nýjan Gegni var ljóst að mikið ósamræmi
væri milli þessara tveggja kerfi varðandi
efnisorð og því vom efnisorð Fengs sett í
sérstakt svið, 692, þannig að auðveldara
yrði að vinna að samræmingu síðar. Efnis-
orð Fengs em tekin úr KE 3 og stefnan er
að öll íslensk efnisorð verði í því sviði eftir
að samræmingu verður náð. Eftir sem áður
er hægt að nota svið 693 fyrir ný efnisorð
sem lyklarar vilja að tekin verði upp í
lykilinn. Það verður því fast verkefni efn-
isorðaráðs undir stjóm Rögnu Steinarsdótt-
ur, ritstjóra efnisorða Gegnis, að meta
þessar tillögur og annað hvort finna þeim
réttan stað í stigveldi lykilsins eða koma
með aðrar tillögur.
I þessu sambandi hefur nrikið verið rætt
um verklag við þróun lykilsins og hvaða
búnað þurfí til þess. Ráðið hefur kynnt sér
efnisorðaforritið MultiTes sem hefur verið
notað í nokkmm söfnum hér á landi. Hægt
er að kaupa vefútgáfu þannig að allir sem
vinna við lyklun geti flett upp í Kerfis-
bundna efnisorðalyklinum og séð jafnóð-
um þær breytingar sem em gerðar. Hins
vegar myndu einungis mjög fáir hafa að-
gang til að skrá inn í MultiTes. Enn er
nokkmm spumingum varðandi forritið
ósvarað en allt stefnir í að efnisorðaráðið
festi kaup á því.
Haft hefur verið samband við aðila sem
vinna að sérefnislyklum og er stefnt að því
að skoða nánar hvað hægt er að nýta af
þeirri vinnu og hvemig samvinnan skuli
skipulögð.
Efnisorðaráð mun halda námskeið þann
25,- 27. maí um lyklun og hefur fengið
Lois Mai Chan prófessor við School of
Library and Information Science, Uni-
versity of Kentucky, sem er þekktur sér-
fræðingur á sviði efnisgreiningar til að
kenna á námskeiðinu. Er það von ráðsins
að þetta verði til að auðvelda stefnumörk-
un og auka þekkingu starfsfólks safnanna á
lyklun.
Stærstu verkefni varðandi lyklun nú er
ekki þróun lykilsins heldur hreingemingar-
starf í Gegni. Það er mjög áríðandi að
leggja í töluverða vinnu til að hreinsa út
tvöföld orð, eyða vikorðum, færa úr 690
það sem má vera í 692 o.s.frv. Verið er að
vinna að því að koma nafnmyndaskrá
kerfisins í gagnið og fyrir þann tíma þurfa
a.m.k. öll orð í 692 að vera kórrétt.
Vegna þessara verkefna hefur dregist að
marka efnisorðastefnu til nokkumar hlítar
og fara yfir tillögur um ný efnisorð í 693.
Undirbúningur undir námskeið um lyklun
30. árg. - 1. tbl. 2005 - bls. 19