Fregnir - 01.03.2005, Side 28
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða
ledge sem NORDINFO stóð að. NORD-
INFO er ekki lengur til eins og menn vita.
Þar sem þessi beiðni barst stjóminni ekki
fyrr en á fundinum var ekki tekin afstaða
til hennar en ráðstefnan verður að öllum
líkindum haldin í Danmörku í ágúst 2006.
Sjöunda millisafnalánaráðstefnan verð-
ur í Danmörku um mánaðamótin sept.-okt.
árið 2006. Fleiri ráðstefnuefni bar á góma
en ákvarðanir bíða næsta fundar.
Námsferðir
Næsta námsferð NVBF verður farin til
Bandaríkjanna og Kanada 30. maí - 10.
júní 2005 og verða nýjar bókasafnsbygg-
ingar í brennidepli. Einnig verður hægt að
sækja ráðstefnu SLA (Special Library As-
sociation), We're taking impact í Toronto
4.-9. júni. Fólk getur tekið þátt í námsferð-
inni að hluta, þ.e. sleppt ráðstefnu SLA,
eða farið eingöngu á hana. Greinargóðar
upplýsingar em á vefsetri NVBF http://
dpb.dpu.dk/nvbf/. Fararstjóri verður Poul
Erlandsen. Ahugasamir skrái sig sem fyrst.
Námsferðir NVBF hafa fengið góða dóma
þátttakenda eins og sjá má á vefsetri
NVBF.
NVBF mun skipuleggja ferðir nor-
rænna bókasafnsfræðinga á IFLA-ráð-
stefnuna í Seoul, Suður Kóem, 2006.
Annað
René Steffensen, annar dönsku fulltrúanna
í stjóminni, kynnti tvo litla bæklinga sem
Danmarks Forskningsbiblioteksforening
og Bibliotekarforbundet hafa gefíð út. Það
er annars vegar Idékatalog (nóv. 2004)
sem inniheldur hugmyndir um markaðs-
setningu rannsóknarbókasafna, eða „...
hvordan forskningsbibliotekeme kan for-
bedre deres profíl i forhold til beslutnings-
tagere, bibliotekets bmgere, nuværende
som kommende medarbejdere samt den
bredere offentlighed.“ Flins vegar er Hand-
lingsplan 2005-2007 (feb. 2005) sem
fjallar um hvemig hrinda á hugmyndunum
í Idékatalog í framkvæmd. Báðir bækling-
amir em aðgengilegir í PDF-formi á vef-
setri Upplýsingar.
Næsti stjómarfundur NVBF verður
haldinn í Osló 10. október 2005.
Guðrún Pálsdóttir
Heimsókn í Köbenhavns
Tekniske Bibliotek
Haustið 2003 fékk ég styrk frá NVBF til
að heimsækja bókasöfn. Ég nýtti styrkinn
til að heimsækja Köbenhavns Tekniske
Bibliotek þann 24. maí 2004. Ég dvaldi
þar einn dag og varð margs vísari og hvet
ég sem flesta bókasafnsfræðinga sem tök
hafa á að fara í svona heimsókn. Maður
styrkist í því sem maður er að gera og lærir
alltaf eitthvað nýtt.
Kirsten Due forstöðumaður bókasafns-
ins tók á móti mér og sýndi mér safnið og
Ingeniörhöjskolen sem safnið er staðsett í.
Hún fræddi mig jafnframt um samstarf
bókasafna og bókavarða í Danmörku.
I Ingeniörhöjskolen er boðið upp á nám
í tæknifræði m.a. á bygginga-, rafmagns-
og tölvusviði. Einnig er boðið upp á undir-
búningsnám fyrir þá sem ekki hafa nægan
gmnn til að hefja nám í tæknigreinunum.
Bókasafnið er staðsett í miðju skólans,
byggt eins og tum upp úr annars lágreistri
byggingunni. Hönnunin er mjög glæsileg
og safnið bjart og opið. Bókasafnið er á
þremur hæðum. Lofthæðin fær að halda
sér í miðju tumsins og önnur og þriðja hæð
kom út eins og svalir fram í miðjuna. Á
jarðhæðinni er afgreiðslan, handbækumar
og nýjustu tímaritin. Þar em einnig sex
hópvinnuherbergi mismunandi að stærð. Á
annarri hæð em útlánsbækur og á þriðju
hæðinni er m.a. eldri tímarit, þar er líka
vinnuaðstaða starfsmanna. Ég var í heim-
sókn á prófatíma og margir vom á safninu
að læra og hópvinnuherbergin vel nýtt.
Fyrir framan safnið er svo vísir að lítilli
kaffístofu fyrir nemendur þar sem þeir geta
gluggað í dagblöð og fýlgst með því sem
er á döfínni í skólanum.
Á safninu var auðvitað mest að fínna af
efni sem tengist því námi sem fram fer í
skólanum en þó var þar einnig að fínna
nokkuð af fagurbókmenntum. Safnið er
opið öllum eldri en 18 ára, ekki er skilyrði
að vera nemandi eða starfsmaður skólans.
Sex stöðugildi em á safninu. Hver starfs-
maður ber ábyrgð á ákveðnu sviði, einn yf-
ir útlánum, annar innkaupum o.s.frv. Fjórir
starfsmenn sáu um safnkennslu og í for-
svari fyrir safnkennslunni var Eva Bye
Andersen og hún fræddi mig um hvemig
30. árg. - 1. tbl. 2005 - bls. 28