Fregnir - 01.03.2005, Síða 30
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða
Tíminn var fljótur að líða og áður en
við vissum af var komið að lokum nám-
skeiðsins og afhenti Emilía okkur viður-
kenningarskjal fyrir þátttökuna. Þá var
komið að því að kveðja og þakka fyrir sig
með viðkomu í eldhúsinu, þar sem maður
Emilíu losaði bækumar úr pressunni og
okkur til furðu og ánægju héldum við heim
á leið með heilar og vel brúklegar bækur
sem áður höfðu litið út fyrir að vera allt
annað en nothæfar.
Emilía hefur einnig boðið upp á
tveggja daga námskeið og byggir það á því
að geta haft bækumar í pressu yfir nótt og
meðhöndlað þær svo frekar daginn eftir
þegar þær hafa jafnað sig eftir límingu.
Þetta dagsnámskeið í bókaviðgerðum
var afar gagnlegt og skemmtilegt þótt stutt
væri og gefur það mér nýja og víðari sýn á
hvaða möguleikar em fyrir hendi varðandi
minniháttar viðgerðir í söfnurn. Einnig var
gagnlegt að kynnast þeim efniviði sem
nota þarf og að hægt er að bjarga mörgu
fýrir hom með því að þekkja rétt handtök.
Ekki síður er það mikilvægt að átta sig á
því að meta skemmdar bækur í víðara
samhengi en „ónýtar“ því að svo ótrúlega
margt er hægt að gera ef aðeins er staldrað
við og jafnvel þegar verst lætur að hafa
samband við fagmanninn, bókbindarann,
og standa þannig vörð um „besta vininn“,
bókina.
Þórunn Erla Sighvats
bókasafns- og upplýsingafrœðingur
Landmœlingum Islands
Vettvangsnám á bóka-
söfnum:
Starfsþjálfun nemenda í bóka-
safns- og upplýsingafræðiskor
við Háskóla Islands
Nám og kennsla í bókasafns- og upplýs-
ingafræði byggist að miklum hluta á fræði-
legum gmnni. Þó má ljóst vera, vegna eðl-
is greinarinnar, að hluti fræðslunnar þyrfti
að vera verkleg þjálfun á starfsvettvangi.
Hin síðari ár hefur því miður einungis ver-
ið hægt að bjóða upp á vettvangsnám í
bókasafns- og upplýsingafræði að litlu
leyti en nú má greina bjartari tíma hvað
þetta varðar. Ástæðan er sú að talsverður
fjöldi bókasafna hefúr gert samning um
samstarf við bókasafns- og upplýsinga-
fræðiskor í Háskóla íslands um ýmsa
þætti, meðal annars vettvangsnám.
Lengst af var allmikil áhersla lögð á
starfsþjálfun á bókasöfnum í náminu og
nemendum gert skylt að skila tilteknum
einingafjölda í vinnu á starfsvettvangi.
Fyrir tæpum áratug reyndist óhjákvæmi-
legt vegna ijárskorts að leggja niður svo til
alla starfsþjálfun á bókasöfnum. Það hefúr
haft í för með sér að ekki hefur verið hægt
að skylda nemendur til þess að ljúka til-
teknu námi á vettvangi. Þó hefur starfsfólk
einstaka bókasafna tekið að sér leiðbeina
nemendum í vettvangsnámi í formi val-
námskeiðs.
Eins og flestir eru sammála um var það
mikil afturför þegar ekki var lengur hægt
að veita starfsþjálfun sem formlegan hluta
námsframboðs. Ljóst var að leita þyrfti
nýrra leiða varðandi starfsþjálfún. Áður en
formleg vinna við það hófst innan skorar-
innar vildi svo til haustið 2000 að Stefanía
Júlíusdóttir, þáverandi forstöðumaður
Bókasafns Landspítala - Háskólasjúkra-
húss, lagði til að rætt yrði hvort hægt væri
að koma á fót formlegu samstarfi milli
bókasafns spítalans og bókasafns- og upp-
lýsingafræðiskorar. Þeirri tillögu var tekið
fegins hendi af hálfu skorarinnar og úr
varð fyrsti formlegi samningurinn um
samstarf milli tiltekins bókasafns annars
vegar og bókasafns- og upplýsingafræði-
skorar hins vegar. Samningurinn var undir-
ritaður í desember 2000 og felur í sér sam-
starf um nemendavinnu í ýmsu formi báð-
um aðilum til hagsbóta. Hvorugur aðili
innir af hendi peningalega greiðslu.
I framhaldi af undirritun fyrsta sarnn-
ingsins um samstarf var haft samband við
forstöðumenn ýmissa bókasafna og enn-
fremur voru haldnir kynningarfundir um
málefni skorar og hugsanlegt samstarf fyr-
ir bókasafns- og upplýsingafræðinga í
ýmsum faghópum. Fyrsti kynningarfund-
urinn var haldinn fyrir forstöðumenn al-
menningsbókasafna í maí 2002, annar fyrir
forstöðumenn í náttúrufræðihópi í apríl
2004 og sá þriðji fýrir samstarfshóp bóka-
safnsfræðinga í framhaldsskólum í október
2004.
30. árg. - I. tbl. 2005 - bls. 30