Fregnir - 01.03.2005, Qupperneq 32
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða
mun ekki hafa verið mikils metinn. Hann
var kunnugur íslenskum fomritum og sótti
þangað efni í byrjun.
Kristín Unnsteinsdóttir nefndi erindi
sitt „Munnmælaævintýri: rætur þeirra og
gildi fyrir böm.“ Kristín er MED frá Kenn-
araháskóla Islands og með doktorsgráðu
frá University of East Anglia í Bretlandi.
Hún talaði um ólíkar hugmyndir fræði-
manna um uppmna ævintýra, gildi þeirra
fyrir böm og hvenær þau em móttækileg-
ust fýrir þau. Þá ræddi hún um varðveislu
ævintýranna, tiltók m.a. að oftast hefðu
það verið karlar sem skráðu þau á bók, eft-
ir konum sem hefðu varðveitt þau í munn-
legri geymd. Einnig kom Kristín inn á þá
tilhneigingu sem nú sést oft, að breyta
ævintýmm, milda þau og sníða af það ljót-
asta. Ekki em allir á einu máli um að slíkt
sé til bóta, böm geta orðið ennþá hræddari
ef vonda persónan fær ekki makleg mála-
gjöld.
Eftir hádegisverð var sýnt lítið brot úr
verkinu „Klaufar og kóngsdætur“ sem ver-
ið er að fmmsýna hjá Þjóðleikhúsinu þessa
dagana. Þetta litla brot lofar góðu um sýn-
inguna.
Næst talaði Jónína Óskarsdóttir. Erindi
hennar hét „Alltaf sama sagan...?“. Jónína
er fóstra frá Fósturskóla Islands og með
B.Ed. gráðu af leikskólakennarabraut KHÍ.
Hún bar saman íslenskar þýðingar á verk-
um Andersens og sagði frá tilraunum Dana
við að endurrita ævintýri hans og færa til
nútímamáls.
Síðust talaði Margrét Tryggvadóttir
bókmenntafræðingur og kallaði hún sitt
erindi „Andersen á okkar tímum“. Hún tal-
aði líka um þýðingar og endurritanir á
verkum Andersen en tók sérstaklega fyrir
myndskreytingar og hvemig þær spegla
samtíma sinn. Hún tók sem dæmi „Nýju
fötin keisarans" þar sem myndir sýna mjög
misjafnlega mikið af nekt hans hátignar
eftir því hvenær þær em teiknaðar.
Öll vom þessi erindi fróðleg og
skemmtileg. Ráðstefnugestir fóm því
margs vísari úr húsi um kl. 14:00.
Inga Kristjánsdóttir Bókasafni Kópavogs
fulltrúi Upplýsingar
Jólagleði Upplýsingar 2004
Jólagleði Upplýsingar 2004 var haldin í
Bókasafni Hafnarfjarðar föstudaginn 26.
nóvember síðastliðinn, kl. 20-22:30. Jóla-
gleðin var jafnframt fimm ára afmælis-
hátíð Upplýsingar og bar upp á stofndag
félagsins. Gleðin var að vanda ókeypis
íyrir fullgilda félaga í Upplýsingu og hald-
in í samstarfí við Bókasafn Hafnarijarðar.
Við innganginn fengu gestir aflient barm-
merki félagsins sem útbúið var í tilefni af
afmælinu.
I glæsilegu húsnæði bókasafnsins var
boðið upp á ræðuhöld og tónlistardagskrá
þar sem tríóið Sopranos söng sig inn í
hjörtu viðstaddra. Auk þess var boðið upp
á léttar veitingar og notalega samverustund
í góðum félagsskap. Til leiks mættu yfir
hundrað gestir með jólaskapið í farteskinu.
I tilefni af fímm ára afmæli félagsins
útnefndi stjóm Upplýsingar átta heiðurs-
félaga. Það eru þau Einar Sigurðsson, Else
Mia Einarsdóttir, Erla Jónsdóttir, Haraldur
Guðnason, Hulda Sigfusdóttir, Láms
Zophoníasson, Ólafur Pálmason og Óli J.
Blöndal. Tóku þau á móti heiðursskjölum
nema Haraldur og Láms sem áttu ekki
heimangegnt og fengu skjölin send.
Stjóm Upplýsingar þakkar Bókasafni
Hafnarfjarðar innilega fyrir samstarfið og
rausnarskapinn en sú hefð hefur skapast að
jólagleði félagsins er gjaman haldin til
skiptis á bókasöfnum á höfuðborgarsvæð-
inu og hefur sá siður mælst vel fyrir meðal
félagsmanna.
Stjórn Upplýsingar
IFLA í Ósló
71. árleg heimsráðstefna
IFLA um bókasafns- og upp-
lýsingamál (World Library
and Information Congress)
verður haldin í Osló dagana
14,- 18. ágúst næstkomandi.
Yfirskrift ráðstefnunnar er: Libraries - a
Voyage of Discovery.
Ráðstefnugjald fyrir skuldlausa félaga
Upplýsingar er €350 með skráningu fyrir
1. maí 2005. Eftir það er gjaldið €425.
Gjaldið er í báðum tilfellum €75 hærra
fyrir þá sem ekki em félagsmenn. Verð
71. þing
30. árg. - 1. tbl. 2005 - bls. 32