Fregnir - 01.03.2005, Síða 33
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða
fyrir „fylgifíska“ ráðstefnugesta er €250.
Boðið er upp á sérstaka dagskrá fyrir þá
auk þess sem þeir geta tekið þátt í þeim
móttökum sem boðið er upp á. Kynnis-
ferðir eru í boði bæði á undan og á eftir
ráðstefnuna.
Skipuleggjendur ráðleggja ráðstefnu-
gestum að fínna sér frekar hótel sem ekki
eru skráð sem ráðstefnuhótel því þau séu
nokkuð dýr.
Á heimasíðu IFLA www.ifla.org undir
Annual Conference er að fínna nánari upp-
lýsingar um ráðstefnuna en óvenjumörg
námskeið eru haldin í kringum IFLA ráð-
stefnuna að þessu sinni. Auk þess eru upp-
lýsingar á prentuðu formi fyrir hendi á
skrifstofu Upplýsingar. Einnig er vakin at-
hygli á að fyrirlestra fyrri ársþinga er að
fínna á heimasíðu IFLA í fímm ár að lok-
inni hverri ráðstefnu.
Stjóm Upplýsingar hefur óskað eftir
því við Sendiráð íslands í Osló að það taki
á móti félagsmönnum þegar sendiráðsmót-
takan er á dagskrá miðvikudaginn 17.
ágúst.
Sækja má um ýmsa styrki fyrir IFLA
ráðstefnur (eftir vinnustað), s.s. í starfs-
menntunarsjóði starfsmannafélaga og stétt-
arfélaga (t.d. STRIB), Sáttmálasjóð, að
ógleymdum Ferðasjóði Upplýsingar. Einn-
ig er sjálfsagt að sækja um styrk til vinnu-
veitanda.
Þórdís T. Þórarinsdóttir
Vika bókarinnar 19.-25. apríl
- Bækur í brennidepli
Alþjóðlegur Dagur bókarinnar og höf-
undarréttar er 23. apríl. Félag íslenskra
bókaútgefenda efnir af því tilefni til Viku
bókarinnar eins og undanfarin ár og að
þessu sinni í samstarfi við Rithöfundasam-
band íslands. í ár verður hún 19.-25. apríl
næstkomandi.
Vika Bókarinnar verður með svipuðu
sniði og undanfarin ár.
Bók vikunnar: Arbók bókmennt-
anna
Gjafabókin að þessu sinni ber heitið Arbók
bókmenntanna. Þetta er bók með tilvitn-
unum fyrir hvern dag ársins. Textinn er
sóttur í smiðju til þeirra höftinda sem
fæddir em viðeigandi dag. Njörður P.
Njarðvík tók árbókina saman. Hér á ferð-
inni forvitnileg og fjölbreytt bók sem á eft-
ir að vekja athygli.
Ásamt því, sem þegar hefur verið nefnt,
er tilgangurinn með þessum skrifum að
safna saman upplýsingum fyrir dagskrá
Viku bókarinnar en Félag íslenskra bóka-
útgefenda og Rithöfundasamband íslands
mun hafa fmmkvæði að því að dagskrá
Vikunnar verði birt í fjölmiðlum.
Öllum ábendingum og hugmyndum um
dagskrárefni veita skrifstofur félaganna
viðtöku og er mikilvægt að þessar upplýs-
ingar berist sem fyrst. Senda má upplýs-
ingar í tölvupósti til baekur@mmedia.is, á
faxi 511-5020 eða í síma 511-8020 (Félag
íslenskra bókaútgefenda), rsi@rsi.is, fax
568-3192 eða í síma 568-3190 (Rithöf-
undasamband íslands).
Með bókakveðjum,
Benedikt Kristjánsson jramkvæmdastjóri
Félags íslenskra bókaútgefenda
Ragnheiður Tryggvadóttir framkvæmdastjóri
Rithöfundasambands Islands
Tilskipun Evrópusambands-
ins um höfundarétt
Nú liggur fyrir Alþingi tillaga til þings-
ályktunar (Þskj. 644 - 438. mál) um
breytingu á viðauka við EES samninginn
um hugverkaréttindi. Hér er komin á ís-
lensku tilskipun Evrópusambandsins frá
því í maí 2001. EES-nefndin samþykkti í
júlí 2004 að hana skyldi fella inn í EES-
samninginn. I athugasemdum við tillöguna
segir að hún kalli á lagabreytingar hér á
landi. Þar segir ennfremur:
„í tilskipuninni er kveðið á um að höf-
undum og rétthöfum svokallaðra skyldra
réttinda (listflytjendum, framleiðendum
hljóðrita, kvikmyndaframleiðendum og út-
varpsfyrirtækjum) skuli tryggður einkarétt-
ur til hvers konar eftirgerðar verka sinna
og nánar tiltekins efnis. Skal einkarétturinn
þannig ekki aðeins ná til áþreifanlegra ein-
taka heldur einnig t.d. til afrita i rafrænu
formi. Höfundum skal einnig tryggður
einkaréttur til hvers konar svokallaðrar
„miðlunar verka sinna til almennings“ (e.
30. árg. - 1. tbl. 2005 - bls. 33