Fregnir - 01.03.2005, Blaðsíða 34

Fregnir - 01.03.2005, Blaðsíða 34
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Fé/ags bókasafns- og upplýsingafrœða „communication to the public“). Þessi rétt- ur er skilgreindur svo að hann taki til allrar miðlunar til almennings sem er ekki stadd- ur á þeim stað þar sem miðlunin fer fram. Undir þetta fellur m.a. gagnvirk pöntunar- þjónusta á Netinu. Jafnframt skal höfund- um tryggður einkaréttur til dreifmgar til al- mennings á verkum sínum með sölu eða á annan hátt. Rétthöfum skyldra réttinda (svo sem listflytjendum, framleiðendum og útvarpsfyrirtækjum) skal tryggður einkaréttur til þess að nánar tiltekið efni þeirra verði gert aðgengilegt almenningi með þeim hætti að hver og einn geti fengið aðgang að því á þeim stað og á þeirri stundu sem hann sjálfur kýs. Samkvæmt þessu geta t.d. rétthafar hljóðrita og kvik- mynda heimilað eða bannað miðlun efnis síns um Netið og sett skilyrði fyrir notkun þess. I tilskipuninni er að finna tæmandi upp- talningu á heimilum undantekningum og takmörkunum á einkaréttinum til eftir- gerðar og/eða miðlunar til almennings, sem og á dreifmgarréttinum. Aðeins eina þeirra er skylt að taka upp í landslög, en tuttugu þeirra eru valfrjálsar. Skylt er að kveða á um fullnægjandi lögvemd gegn sniðgöngu tæknilegra ráð- stafana sem ætlað er að vemda verk og annað efni sem fellur undir höfundarétt og skyld réttindi, sem og lögvemd gegn því að rafrænar upplýsingar um réttindaum- sýslu séu fjarlægðar eða þeim breytt. Unn- ið er að innleiðingu gerðarinnar í mennta- málaráðuneytinu.“ Tilskipunin er Qómm köflum og það er einkum II. kafli, 5. gr, sem snertir bóka- söfnin. Til fróðleiks er hann birtur hér: 5. gr. Undanþágur og takmarkanir 1. Tímabundnar aðgerðir til eftirgerðar, sem um getur í 2. gr., sem em til skamms tíma eða tilfallandi og em órjúfanlegur og mikilvægur liður í tækniferli í þeim til- gangi einum að gera mögulega: a) sendingu af hálfu milliliðar í neti milli þriðju aðila, eða b) löglega notkun á verki eða öðm efni en hafa ekkert sjálfstætt efnahagslegt vægi, skulu undanþegnar réttinum til eftirgerðar sem kveðið er á um í 2. gr. 2. Aðildarríkin geta kveðið á um undan- þágur eða takmarkanir á réttinum til eftir- gerðar, sem kveðið er á um í 2. gr., í eftir- farandi tilvikum: a) þegar um er að ræða eftirgerð á pappír, eða svipaðan miðil, með hvers konar ljós- myndatækni eða öðm vinnsluferli sem gef- ur svipaðan árangur, að hljóðfæranótum undanskildum, svo fremi að rétthafar fái sanngjamar bætur; b) þegar um er að ræða eftirgerð einstakl- ings með hvers konar miðli til einkanota og í tilgangi sem er ekki viðskiptalegs eðl- is, hvorki beint né óbeint, með því skilyrði að rétthafar fái sanngjamar bætur þar sem tekið er mið af því hvort þeim tæknilegu ráðstöfunum, sem um getur í 6. gr., hafi verið beitt vegna viðkomandi verks eða efnis eða ekki; c) þegar um er að ræða tilteknar eftirgerðir af hálfu almenningsbókasafna, mennta- stofnana eða safna eða skjalasafna sem em hvorki gerðar vegna beins eða óbeins efna- hagslegs eða viðskiptalegs ávinnings; d) þegar um er að ræða upptökur til skamms tíma á verkum hjá útvarpsfyrir- tæki með eigin búnaði og til eigin útsend- inga; heimilt er að leyfa varðveislu á þess- um upptökum í opinbemm skjalasöfnum vegna sérstaks heimildargildis þeirra; e) þegar um er að ræða eftirgerðir félags- legra stofnana á útvarpssendingum, með því skilyrði að rétthafar fái sanngjamar bætur, enda séu þessar stofnanir, svo sem sjúkrahús eða fangelsi, ekki reknar í hagn- aðarskyni. 3. Aðildarríkin geta kveðið á um undan- þágur eða takmarkanir á réttindunum, sem kveðið er á um í 2. og 3. gr., í eftirfarandi tilvikum: a) ef um er að ræða notkun sem einungis að því tilskildu að heimildar er til skýring- ar við kennslu eða við vísindarannsóknir, sé getið, þar á meðal nafns höfundar, nema það reynist ógerlegt, og að því marki sem telja má réttlætanlegt miðað við tilgang sem ekki er viðskiptalegs eðlis; b) ef um er að ræða notkun í þágu fólks sem er fatlað og notkunin er í beinu sam- bandi við fötlunina og ekki viðskiptalegs eðlis og að svo miklu leyti sem nauðsyn- legt er vegna þessarar tilteknu fötlunar; c) ef um er að ræða að birtar dægurgreinar um hagfræðileg efni, stjómmál eða trúmál 30. árg. - 1. tbl. 2005 - bls. 34

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.