Fregnir - 01.03.2005, Page 37
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða
skal ekki ná til afnota í tengslum við bein-
línuafhendingu á vemduðum verkum eða
öðm efni. Þessi tilskipun skal ekki hafa
áhrif á möguleika aðildarríkjanna til að
víkja frá ákvæðum um einkarétt til útlána
til almennings í samræmi við 5. gr. tilskip-
unar 92/100/ EBE. Því er rétt að hvetja til
að gerðir verðir sérstakir samningar eða
veitt sérstök nytjaleyfi sem em hagstæð
þessum stofnunum og miðlunarhlutverki
þeirra án þess þó að skapa misvægi.
41) Þegar undanþágu eða takmörkun er
beitt gagnvart upptökum til skamms tíma
hjá útvarpsíyrirtæki telst eigin búnaður út-
varpsíyrirtækisins einnig ná yfir búnað að-
ila sem kemur fram íyrir hönd útvarps-
fyrirtækisins og á þess ábyrgð.
42) Þegar undanþágu eða takmörkun er
beitt vegna fræðslu eða vísindarannsókna
sem fara ekki fram í hagnaðarskyni, þar
með talið íjarnám, skal það ákvarðast af
starfseminni sem slíkri hvort hún er í
hagnaðarskyni. Stjómskipulag og ijár-
mögnunarleiðir viðkomandi stofnunar em
ekki úrslitaþættir í þessum efnum.
43) í öllum tilvikum er mikilvægt fyrir að-
ildarríkin að samþykkja allar nauðsynlegar
ráðstafanir til að auðvelda aðgang að verk-
unum fyrir einstaklinga, sem em fatlaðir á
þann hátt að það geri þeim erfitt um vik að
njóta verkanna sjálfra, og gefa sérstakan
gaum að aðgengilegum framsetningar-
hætti.
44) Þegar beitt er undanþágum og tak-
mörkunum sem kveðið er á um í þessari
tilskipun skal það gert í samræmi við al-
þjóðlegar skuldbindingar. Þessum undan-
þágum og takmörkunum skal ekki beitt á
neinn þann hátt sem skaðar lögmæta hags-
muni rétthafa eða brýtur í bága við eðli-
lega hagnýtingu verka hans eða annars
efnis. Ákvæði aðildarríkjanna um slíkar
undanþágur eða takmarkanir skulu einkum
endurspegla á tilhlýðilegan hátt aukin
efnahagsleg áhrif sem undanþágumar eða
takmarkanimar geta haft í tengslum við
hið nýja rafræna umhverfi. Því verður
gildissvið tiltekinna undanþágna eða tak-
markana að vera jafnvel enn takmarkaðra
að því er viðvikur tiltekinni, nýrri notkun
verka, sem njóta höfundaréttar, og annars
efnis.
45) Undanþágumar og takmarkanimar,
sem um getur í 2., 3. og 4. mgr. 5. gr.,
skulu þó ekki koma í veg fyrir skilgrein-
ingu á samningsbundnum tengslum sem
ætlað er að tryggja rétthöfum sanngjamar
bætur að því marki sem það er heimilt
samkvæmt landslögum.
Olöf Benediktsdóttir
Nýr ferðavefur: Ferdalang-
ur.net og samnefnt fréttabréf
Opnaður hefur verið ferðavefurinn www.
ferdalangur.net. Tilgangur Ferðalangs er
að miðla fróðleik til áhugasamra ferða-
langa, þeirra sem gjaman ferðast á eigin
vegum um meginland Evrópu og vilja afla
sér ýmiskonar upplýsinga áður en haldið er
af stað. Auk þess að auðvelda fólki að afla
sér vandaðra upplýsinga um lönd og þjóðir
veitir Ferðalangur ábendingar um ódýr
flug, hótel, sumarhús og íbúðir erlendis.
Elægt er að gerast áskrifandi að ókeypis
fréttabréfi Ferða/angs, sem kemur að jafn-
aði út í tölvupósti einu sinni í viku.
Margrét Gunnarsdóttir
bókasafns- og upplýsingafrœðingur/fararstjóri
stendur að útgáfu vefsins
Hringborðsráðstefna NVBF í
Finnlandi 14.- 15. apríl 2005
Hringborðsráðstefna verður haldin dagana
14.-15. apríl 2005 í Gustavelund, Tusby
(rétt utan við Helsinki). Ráðstefnuheitið er
Great Expectations! Biblioteksutbildn-
ingen under det 21. árhundradet. För-
vántningar och krav pá personalen.
Áhugasamir em hvattir til að kynna sér
efni ráðstefnunnar á vefsetrinu http://pro.
tsv.fi/stks/ og á vefsetri NVBF. Væntan-
legir þátttakendur þurfa að skrá sig sem
fyrst, helst ekki síðar en 6. apríl. Þess má
geta að Kristín Indriðadóttir, fram-
kvæmdastjóri Menntasmiðju KHÍ, er með-
al fyrirlesara á ráðstefnunni.
Guðrún Pálsdóttir
Heyrst hefur ...
... að Ása Þorkelsdóttir hefur hafið störf hjá
Borgarholtsskóla. Starfaði áður hjá Tækni-
háskóla íslands.
30. árg. - 1. tbl. 2005 - bls. 37