Fregnir - 01.03.2005, Qupperneq 40

Fregnir - 01.03.2005, Qupperneq 40
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða ekki gömlu stórveldi sem nærðist á fomri frægð. Sagan kom fyrst út árið 1907, tveimur ámm eftir að löndin tvö skildu að skiptum. A íslensku em til tvær þýðingar á sögunni, báðar styttar en sú sem hefur að geyma texta ársins kom út hjá Æskunni árið 1946. Með því að velja þemað: „Á ferð í Norðri" hvetjum við bókasöfn og aðra þátttakendur til að beina sjónum sínum að ferðalögum um Norðurlönd í sinni fjöl- breyttustu mynd, bæði í tíma og rúmi. Væntanlega verður enginn skortur á góð- um hugmyndum fyrir vikuna og hinn ár- vissi hugmyndalisti PR hópsins ætti að vera til reiðu um miðjan maí. Ef þú hefur áhuga á að skella þér með okkur í þetta ferðalag viljum við biðja þig að panta far með því að fýlla út þátttökutil- kynningu á vef verkefnisins á slóðinni: www.bibliotek.org eða með því að senda verkefnisstjóranum póst eða símbréf á heimilisfangið hér að neðan: Við óskum öllum góðrar ferðar! Hólmkell Hreinsson Verkefnisstjóri: Leila Lukander Pohjola-Norden, Sibeliusgatan 9 A LIN-00250 Helsingfors t-póstur: leila.lukander@pohiola-norden.fi Lax: +358-9-454 20820 Nemendur í bókasafnstækni útskrifaðir í fyrsta skipti Þann 18. desember síðastliðinn voru 87 nemendur brautskráðir frá Borgarholts- skóla. Þar á meðal voru 23 nemendur sem stundað hafa dreifnám í bókasafnstækni á upplýsinga- og Qölmiðlabraut síðastliðin tvö ár. Námið í bókasafnstækni skipulagði Upplýsing og Samtök forstöðumanna al- menningsbókasafna í samvinnu við menntamálaráðuneytið og Starfsgreinaráð upplýsinga- og fjölmiðlagreina. Dreifnám- ið var ætlað starfandi ófaglærðum bóka- vörðum. Varðandi framkvæmd námsins var gengið til samstarfs við Borgarholts- skóla en Starfsmenntasjóður félagsmála- ráðuneytis styrkti verkefnið m.a. um þrjár m.kr. auk styrkja frá menntamálaráðuneyti til skipulagningar námsins og námsefnis- gerðar en styrkimir höfðu úrslitaáhrif um uppbyggingu námsins. Reglulega hefur verið sagt frá framvindu mála í Fregnum. Fréttabréfi Upplýsingar. Alls hófu 30 nemendur dreifnámið en 23 luku því. Þar af luku 12 nemendur gmnn- og séráföngum í bókasafnstækni en 11 eiga eftir að ljúka hluta af almennum greinum. Nú sem stendur starfar vinnuhópur þriggja bókasafnsfræðinga á vegum Prent- tæknistofnunar (skv. samningi við mennta- málaráðuneytið) að því að undirbúa mat á starfsreynslu þeirra, sem lokið hafa gmnn- og séráföngum, í samræmi við námskrá menntamálaráðuneytisins um vinnustaða- nám í bókasafnstækni en samkvæmt nám- skránni er gert ráð fyrir eins árs starfsþjálf- un. í vinnuhópum em þær Hulda Björk Þorkelsdóttir, Pálína Magnúsdóttir og Þór- dís T. Þórarinsdóttir. Stjóm Upplýsingar óskar nýútskrifuð- um nemum í bókasafnstækni til hamingju með áfangann og þakkar öllum þeim sem tóku þátt í að gera námið að vemleika fyrir þeirra framlag. Sérstakar þakkir em færðar áhugahópi um menntun ófaglærðs starfs- fólks bókasafna, Borgarholtsskóla og höf- undum námsefnis í bókasafnstækni. Þórdís T. Þórarinsdóttir vantar meðal annars Steinunni Óskarsdóttur sem fékk verðlaun fyrir bestan námsárangur. Myndina tók Bára Stefánsdóttir. Eftirfarandi luku dreifnáminu: Aðalbjörg Sigþórsdóttir Bókasafni Hafnaríjarðar Anna Kristín Guðmundsdóttir Bókasafninu í Hveragerði Anna Marta Valtýsdóttir Bókasafni Reykjanesbæjar 30. árg. - 1. tbl. 2005 - bls. 40

x

Fregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.