Alþýðublaðið - 30.09.1969, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.09.1969, Blaðsíða 7
Alþýðublaðið 30. september 1969 7 Iðnemasamband Islands 25 ára □ Iðnnemasamband íslands varð 25 ára 23. septem- ber. í iðnnemasambandinu eru nú 16 aðildarfélög og er heildartala meðlima í sambandinu nálægt 1500. Iðnnemar eru ekki skyldugir að vera í sambandinu, þannig að tala meðlima gefur ekki rétta heildarmynd um iðnnema á landinu, sem nú mimu vera nálægt 2400 talsins. . . . A 'blaðamannafundi, sem stjórn Iðnnemasambands- ins hélt í vikunni, skýrði Sigurður Magnússon, for- maður, frá því, að töluvert atvinnuleysi væri í röðum iðnnema, og einnig væri því sem næst ómögulegt að komast á samning til iðnnáms. í stjórn Iðnnemasambandsins eru 13 fulltrúar. Eru þeir ein- ungis af Faxaflóasvæðinu, þótt innan vébanda sambandsins séu félög úr öllum landshlut- um. Er þetta gert til hagræð- is. Iðnnemasambandið hefur ævinlega haldið uppi fjöl- breyttu félagslífi og má í því sambandi geta þess, að íþrótta- mót í ýmsum greinum eru hald- in reglulega á vegum pess. — Stjórn sú, er nú situr við völd í Iðnnemasambandinu, hverfur frá á næsta aðalfundi, þar sem ný stjórn verður kjörin. Síð- ustu verkefni þessarar stjórn- ar er nú að undirbúa aðal- fundinn, sem verður í október, ásamt því að gefa út 60 síðna blað í tilefni 25 ára afmælisins. Stjórn Iðnnemasambandsins afhenti blaðamönnum ágrip af sögu sambandsins í 25 ár og birtist úrdráttur úr þeirri sögu hér á eftir; Stofnendur Iðnnemasam- bandsins voru fimm iðnnema- félög, það er: Félag járniðnað- arnema, Prentnemafélagið, Félag rafvirkjanema, Félag pípulagningarnema, og Félag bif vélavirkj anema. Tildrögin að stofnun Iðn- nemasambandsins eru þau að árið 1939 eru sett lög á Alþingi sem banna iðnnemum að vera meðlimir sveinafélaganna, svo sem verið hafði áður. Eftir samþykkt þessara laga má segja að verulegt líf fær- ist í iðnnemahreyfinguna á ár- unum milli 1939 og 1944 eru miklar umræður meðal iðn- nema um stofnun landssam- taka iðnnema, sem annist hags munamál þeirra, þessi hreyf- ing leiðir svo til stofnunar Iðnnemasambandsins. í fyrstu stjórn Iðnnemasam- bands íslands, sem var kosin á stofnþiriginu, voru éftirtald- ir menn: Óskar Hallgrímsson, formað- ur. Sigurður Guðgeirsson, vara förmaður. Egill Hjörvar, rit- ari. Kristján Guðjónsson, gjaldkeri. Sigurgeir Guðjóns- son, meðstjórnandi. 1. varam.: Baldvin Halldórsson. 2. vara- m.: Ingimar Sigurðsson. 3. varam. Ámundi Jóhannsson. 4. varam.: Haukur Morthens. Það er glöggt að þegar í upp hafi settu forustumenn iðn- nemanna sér háleitt markmið, þ.e.a.s. að vinna að því að full- komna allan aðbúnað íslenzkra iðnnema bæði hvað nám og kjör snertir. Að því markmiði hefur Iðn- nemasambandið unnið alla tíð síðan. Næstu ár á eftir stofn- un Iðnnemasambandsins, fjölg ar iðnnemafélögunum mikið, og eru stofnuð iðnnema félög úti um land, og má segja að Iðnnemasambandið verði þegar sterkt og mótandi afl í iðnfræðslu og iðnskólamálum á íslandi. Rétt er að geta þess, að fyr- ir 1939, voru til starfandi iðri- nemafélög, sem þegar við ptovnun ilðnnemasamibandsins, höfðu aflað sér viðurkenn- ingar sem hagsmunafélög, má þar nefna Prentnemafélagið (gamla) sem stofnað var 1926, Félag járniðnaðarnema, sem stofnað var 1927 og hefur starf að óslitið síðan og einnig var stofnað iðnnemafélag á ísafirði 1929. sem starfaði í nokkur ár. Auk þess má geta þess að það hefur fengizt staðfest, að fyrir aldamótin var til starf- andi nemafélag í skógerðariðn, sem bar nafnið Iðnnemafélag- ið Lukkuvonin, en litlar heim- ildir eru til um það félag. Þetta svnir þó að snemma hef- ur stéttarmeðvitund iðnnem- anna vaknað og finnst ekki hliðstæða í nágrannalöndum okkar um slíka félagshreyfingu iðnnema, á bessum tírria, svo vitað sé. Iðnnemahrevfingin er bví búin að slíta bernsku- skónum. Iðnnemasambandið hefur nú starfað. í 25 ár, og þótt . oft hafi skipzt á skin og skúrir, góð ár og vond ár, hefur starf- ið verið óslitið og aldrei lagzt niður. Geta má þess að árið 1966 er fjölgað í Iðnfræðslu- ráði; gafst Iðnnemasamband- inu fyrst kostur á að skipa full- trúa af sinni hálfu í ráðið, og er það beinlínis viðurkenning iðnfræðsluyfirvalda á því, að nauðsynlegt sé að hafa samtök iðnnemanna með í ráðum við mótun iðnfræðslukerfisins. •— Enn það hefur hins vegar sýnt sig á liðnum árum, að það er ekki nóg að fá lagfæringar á iðnfræðslulögunum, ef þeim er svo ekki fylgt í framkvæmd af viðkomandi yfirvöldum. — Hefur Iðnnemasambandið lil dæmis margsinnis gagnrýnt það, að enn í dag eru starf- andi kvöldskólar víða um land þrátt fyrir að nær 20 ár eru síðan að slíkt átti að falla úr gildi, jafnframt er nú liðið hátt á fjórða ár frá því að á- kveðið var að koma á verk- námsskólum, en því verkefni miðar alltof seint að dómi Iðn- nemasambandsins. Varðandi þrnun iðnfræðslunnar, er það krafa Iðnnemasambands ís- lands. að þegar í stað verði haf- izt handa um uppbyggingu full- konvnna verknámsskóla, og stefnt markvisst að því að upp- ræta algjörlega hið úrelta og forna meistarakennslufyrir- komulag sem enn tíðkast. Því ef íslendingum á að auðnast að fylgja hinni öru tæknivæðingu iðnaðarins og standa jafnfætis erlendum þjóðum á sviði iðn- menntunar, þá má það ekki dragast lengur. Framtíð íslenzkrar iðnmennt unar er í húfi, Meðan verið er að koma á fullkomnum verk- námsskólum þarf að taka unp mjög strangt vinnustaðaeftir- lit, og þeim meisturum refsað harðlega sem ekki hirða um að kenna nemum sínum. Þetta er nauðsynlegt, því enn í dag h'ta rnarmr iðnmeist.arar að°ins á iðnnemana sem ódýrt vinnuafl, sem nýta þarf til fulls, en leggja ekki rækt við að gera þá að sem hæfustum iðnaðar- mönnum. í þau 25 ár sem Iðnnema- sambandið hefur starfað hefur því ekki tekizt að koma kjara- málum iðnnema í viðunandi horf, og er bráð nauðsvn að á næstunni verði gerðar leiðrétt- ingar á kjörum þeirra, en rétt er að geta þess að verið er nú að undirbúa viðræður við Vinnuveitendasamband íslands með tilstilli ASÍ, og væntan- lega fást réttlátar leiðrétting- ar nú á kjörum iðnnema. Annars var allt fram til 1966. lágmark.skaup iðnnema ákveð- ið af Iðnfræðsluráði, það er fyrst nú sem búast má við því að slíkt lámarkskaup verði á- kveðið í samningum milli iðn- nema og meistara. Rétt er þó að geta þess að um 1950 sömdu Félag pípulagningarmeistara og Félag pípulagningarnema um kaup nema sín á milli, og eru það beztu samningar um kaup sem iðnnemafélag hefur náð, en þá var kaupið ákveðið fjögur námsárin 50% — 60% — 75% — 80% af sveinskaupi. Til samanburðar má geta þess að algengasta lámarkskaup iðn- nema samkvæmt síðustu ákvörð un Iðnfræðsluráðs er frá 30% — 60% frá fyrsta til fjórða árs. Krafa Iðnnemasambands ís- lands er að lámarkskaup iðn- nema verð ákveðið 45% á fyrsta ári og hækki síðan um 10% á hverju námsári. Einnig krefst sambandið þess að iðnnemar fái aðgang að líf- eyrissjóðum, en nú er allt útlit á að þeir verði eina vinnandi stétt landsiris, sem útilokuð verði frá þeim. Iðnnemasamband íslands annast einnig margskonar milli- göngu í ýmsum málum sem upp koma á framkvæmd ein- stakra iðnnámssamninga, þann- ig hefur sambandinu tekizt að leysa mörg deilumál sem upp hafa komið milli einstakra nema og meistax-a um náms- fyrirkomulag og kaupgreiðsl- ur. Hefur því Iðnnemasamband ið opna skrifstofu á Skólavörðu stíg 16, tvö kvöld í viku, þar sem iðnnemar geta komið og óskað eftir aðstoð við leiði’étt- ingu á málum sínum. í vetur gekkst Iðnnemasam- bandið fyrir atvinnuleysisskrán ingu, en mikil brögð eru að því í atvinnuleysisástandinu nú að iðnnemar séu látnir ganga at- vinnulausir, Hefur Iðnnema- sambandið beitt sér fyrir því að komið verði í veg fyrir þessi augljósu brot á iðnfræðslulög- unum, og er það krafa okkar að iðnfræðsluyfirvöld sjái til bess að slíkt endurtaki sig ekki á næsta vetri. Þótt bað fari þannig ekki milli mála að Iðnnemasamband ið er fyrst og fremst hags- munasamtök íslenzkra iðn- nema, og aflgjafi þess hin ei- lífu baráttumál iðrmemanna, bætt kjör og betra nám, þá er Iðnnemasambandið annað og meira. Það hefur ætíð verið eini félagslegi skóli okkar, sem hefur á hverjum tíma leitazt við að stuðla að auknum félags- þroska og stéttarmeðvitund iðnnemanna. Iðnnemasamband- ið hefur líka unnið mikið verk á þessu sviði. það sést bezt á því, að mikill hópur beirra sem nú eru í forustu iðnsveinafé- laganna, hefur á sínum tíma hlotið fvrstu t.ilsögn á félags- málasviðinu innan iðnnema- hi’eyfingarinnar. Það er því ekki fjarri lagi að segja að Iðn- npmasambandið sé eini vei’ka- lýðsskóli á íslandi. Félagsstarfið hefur einkum verið borið uppi af fræðslu- fundum, félagsmálanámskeið- umi, blaðaútgáfu og síðast en ekki sízt með fjölbi’eyttri í- þróttastarfsemi. En öll þessi starfsemi er við það miðuð að þroska iðnnemana og auka kynni hinna ýmsu iðnnema- hópa, en aukin kynni og skiln- ingur þeirra í milli, leiðir hins vegar til meiri og betri sam- heldni, þegar á reynir í hinni eiginlegu hagsmunabaráttu. — í ræðu þeirri sem Óskar Hallgrímsson formaður undir- búningsnefndar þeirrar er vann að stofnun sambandsins flutti við setningu 1. þings INSÍ fyr- ir 25 árum, sagði hann m. a. „Sú hugsjón sem við ei’um nú að sjá rætast, sameining allra iðnnema í eitt samband, á sér langa forsögu, og mikilvægasti þátturinn í þeirri sögu er bar- átta iðnnema við skilningsleysi og þröngsýni þeirra manna sem yfir hann hafa verið sett- ir. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hvei’su svívirðilegum órétti iðnnemar hafa verið beittir allt frá því að iðnnám hófst hér á landi. Ávallt hefur verið litið á þá sem „ódýrt vinnuafl“ sem nota bæri út í yztu æsar, en ekki þá sem ættu eftir að bera uppi iðnað þjóð- arinnar um ókomin ár.“ Þessi orð eiga enn þann dag í dag vel við, því þó sú hug- sjón sem frumkvöðlai’nir hrintu fram, hafi vissulega rætzt, hef- ur það enn ekki eftir 25 ára baráttu tekizt að breyta nægi- lega hugsanahætti þeirra, sem yfir iðnnemana eru settir, enn bei’jast iðnnemarnir við skiln- ingsleysi og þröngsýni. í dag eru aðildarfélög Iðn- nemasambands íslands 16 að tölu, eða: Iðnnemafélag Akraness Iðnnemafélag Sigurfjarðar Iðnriemafélag ísafjarðar Iðnnemafélag Akureyrar Iðnnemafélag Neskaupstaðar Iðnnemafélag Vestmannaeyja Iðnnemafélag Suðurnesj a Iðnnemafélag Hafnarfjarðn’ og í Reykjavík eru eftirtalin félög: Prentnemafélagið Félag járniðnaðarnema Félag nema í rafmagnsiðn Félag hárskera og hár- greiðslunema Félag húsgagna og bólstrara- nema Félag húsasmiðanema Félag múraranema Félag matreiðslu og frarn- reiðslunema og til stendur að stofna fé- lag í bifvélavirkjun og -pípu- lögn nú fyrir. haustið. í stjórn Iðnnemasambands íslands eru nú: Sig. Magnússon, foi’maður Jóh. Guðmundsson, v.form. Jóhannes Harðai’S. ritari Matthías Viktorsson, gjaldk. Pétur Ingimundax’son íþr.f. Kjai’tan Kolbeinsson, mstj. Eyþór Steinsson, mstj. Einar Bjarnason, mstj. Jón Gissurai’son, mstj. Til vara: Jón I. Hai-aldsson, Þorst. Veturliðason, Þóra Hjálmarsdóttir. Þoi’kell Stef- ánsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.