Alþýðublaðið - 30.09.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 30.09.1969, Blaðsíða 14
14 Alþýðublaðið 30. s'eptemb'er 1969 — Afsakið, ungfrú Ingveldur, sagði Tryggvi, sem hafði risið á fætur, — Hvað eigið þér við? Hann leit á mig, og ég sá, að nú skildi hann allt. Nú vissi hann, að ég var Benedikta, frænrka Ingveldar, sem hann hafði alltaf litið á sem einskisnýta eyðslu- hít, — Horfðu ekki svona á mig, stundi ég. —- Ég ælaði að segja þér það yfir borðum, en svo vildirðu bíða og ég.... — Hættu að góna svona, Berredikta, sagði Ing veldur, og þar með var krossgátan ráðin. — Ert þú Benedikta? stundi hann. En þú varst állt öðru vísi á Þingvöllum. Þú varst rauðhærð og í glannalegum kjól og.... Hann virtist yfir sig reiður, og Ingveldur frænka sem hafði horft á mig, flýtti sér að grípa fram í: — Hvaða máli skiptir það, þó að hann sé sá, sem ég valdi handa þér? sagði hún. — Þú verður víst að - > viðurkenna, að ég hafði góðan smekk, eða hvað? Ég sagði þér, að þetta færi svona, og nú sitjið þið hérnaog.... — Ert þú maðurinn, sem Ingveldur frænka vildi að ég giftist? stundi ég og heimurinn hrundi í rúst fyrir augum mér. — Er það rétt? Ég leit á Ingveldi frænku, og nú var ég svo reið, að ég vissi naumast, hvað ég gerði: — Þú sagðir, að hann væri fátækur og i gerði hvað, sem væri fyrir peningana, já, ég man eftir því! — Hlustaðu á mig, Jóa.... sagði Tryggvi og þegar ég leit á hann, sá ég, að hann var hættur að vera reiður. — Látið mig í friði, öll saman, sagði ég og reis á fætur. — En hvað ég hef verið heimsk. Ég hafði ekki einu sinni vit á því að spyrja þig, hver hann væri, þessi unaðslegi maður, sem átti að siða mig til. Maðurinn, sem þú ætlaðir að kaupa handa mér! — En nú veiztu það og hefur valið hann sjálf, barnið gott. Hvers vegna læturðu svona? Má ég ekki minna þig á það, að það er heimskulegt að vera með læti á opinberu veitingahúsi. — Það er alveg rétt, sagði ég, og grátkökkurinn var næstum því að kæfa mig. — Það er engin á- stæða til að láta svona, hvorki hér né annars stað ar. Svo snerist ég á hæli og hljóp á kjólnum út í myrkr ið. Ég heyrði, að þau eltu mig, en ég var fljótari en þau og komst í felur bak við gamalt hús.Það er nóg af þeim á þessum slóðum. Ég heyrði, að Ingveldur sagði við Tryggva: — 0, hún skilar sér, telptianginn. Hún hefur altlaf haft tilhrreigingu til að hlaupast á brott frá f- öllu, sem þjakar hana. Þyki henni vænt um þig, ! kemur hún. Hvert ætti hún svo sem annað að fara en heiríl til okkar? J ! Já, hvert átti ég að fara? Suður í Hafnarfjörð gaí 1 ég ekki farið, heim gat ég ekki farið og til vina minna I I I I INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR ^ fyrrverandi gat ég ekki farið. Það hefði verið saga ^ til næsta bæjar. Eg ráfaði ein um göturnar lengi í svarta kjólnum i mínum, og mér var hrollkalt. Það var oft kalt á kvöldin í ágústmánuði. Og nú kom enginn Tryggvi akandi til að bjarga 8 mér, og það ekki, þótt hárið á mér væri úfið og kjóllinn blautur, og ég hefði gleymt veskinu mínu á 1 borðinu. Það hlýtur að vera einhver árátta á mér að gleyma _ veskinu mínu, hvar sem er. Það glampaði á votar göturnar, og ég var svo |j niðursokkin í hugsanir mínar, að ég vissi ekkert um « bílinn, fyrr en hann rakst á mig. Svo missti ég með- 1 vitund. 1 14- KAFLI. Þegar ég opnaði augun, sá ég allt í þoku og ég flýtti mér að loka þeim aftur. Það voru gestir inni hjá mér. Ingveldur frænka, pabbi og Tryggvi. — Ég skil þetta ekki, sagði Ingveldur frænka. — Hvað kom eiginlega fyrir? Hvers vegna gerðist allt þetta? — Við vorum að halda upp á trúlofun okkar, sagði Tryggvi stuttur í spuna. — Hún hafði lofað að verða konan mín. En svo komuð þér og þá vissum við.... að þér höfðuð ætlað að koma okkur saman. Ég heyrði, að nú fauk í frænku. — Má ég minna yður á það, ungi maður, að þér neituðuð boði mínu og þóttuzt vera móðgaður, en félluzt svo á það að athuga málið eins og frænka mín. — Ef þér hefðuð ekki skipt yður af þessu, hefði allt farið vel. — Svo að það er allt mér að kenna! Spyrjið þér hana, hvað hún hafi eiginlega ætlazt fyrir, og hvað hún hafi haldið um yður, þegar hún frétti, að þér vor uð maðurinn, sem ég hafði valið handa henni? Eins og ég sagði við hana, er hún ekki aðeins að velja sér eiginmann. Hún er líka að velja mann, sem á að erfa méð henni alla peningana mína, og tengdason handa föður sínum! — Ekki gæti ég víst fengið að tala einn við Benediktu? spurði Tryggvi. — Það er svo sjaldan, sem ég fæ að tala við hana einslega, og mér þætti mjög vænt um að fá að gera það núna, áður en það er um seinan. Ég heyrði, að pabbi og Ingveldur fóru bæði út og þá opnaði ég augun alveg upp á gátt. Smáauglýsingar TRÉSMÍÐAÞJÓNUSTA Latið fagmann annast vlðgerðir og vlðhald á tréverU húseigna yðar, ásamt breyúngum á nýýu og eldra húsnæði. — Sími 41055. VOLKSWAGENEIGENDUR! Höfum fyrirliggjandl: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen í allflestum lltum. Skiptum á eiixum degi með d agsfyrirvara fyrir á- kveðið verð. — Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholtl 25, Símar 19099 og 20988. NÝÞJÓNUSTA í HEIMAHÚSUM Tek að mér allar viðgerðir og klæðningar á bólstruðum húsgögnum í heimhúsum. — Upp lýsingar í síma 14213 kl. 12—1 og 7—8 á kvöldin. AGNAR ÍVARS, húsgagnabólstrari. PÍPULAGNIR Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hrein lætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. Guðmundur Sigurðsson Sími 18717 Jarðýtur - Traktorsgröfur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur traktorsgrðf- ttr og bíLbrana, til allra fram'kvæmda, lnnan og utan borgarinnar. Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. Heimasímar 83882 — 33982. MATUR OG BENSÍN allan sólarhringinn. VEITINGASKALINN, Geithálsi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.