Alþýðublaðið - 30.09.1969, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 30.09.1969, Blaðsíða 9
Alþýðublaðið 30. september 1969 9 ið Alþýðublaðið ur unnið hjá Leikfélagi ar sjálfstæðar sviðsmynd lagsins á þessu leikári. jklArar spurningar um inn aukapeninga á sýningun- um sjálfum. — Hvernig finnst þér svo að vinna við leiktjaldamálun, eftir að þú byrjaðir á þessu? — Mér líkar það mjög vel að flestu leyti. Ég hef unnið sjálijstætt að þremur leiksýn- ingum, fyrst í Leynimel 13, síðan í Yfirmáta ofur-heitt og nú síðast í Iðnó-revíunni. Svo erum við Steinþór að vinna sameiginlega að gerð leiksviðs- myndar fyrir Tobacco Road, . sem sýnt verður upp úr mán- aðamótunum. Ég hef einnig að- stoðað við uppfærslur í skólum, m. a. í Verzlunarskólanum sið- ustu tvö árin, í Hjúkrunar- kvennaskólanum í fyrra og einu sinni í Menntaskólanum á Laugarvatni. Núna í vetur verð ég með Litla leikfélaginu í Tjarnarbæ og geri sviðsmynd þriggja nýrra einþáttunga, sem Pétur Einarsson leikstýrir, tvo eftir Nínu Björk og einn eftir Þór Rögnvaldsson. — Eftir hverju ferðu, þegar þú gerir leikhúsmynd? — Yfirleitt er eitthvað gefið upp um sviðið af hálfu höf- undar og í flestum tilfellum er hægt að styðjast við það. — Næsta stig eru umræður milli leikstjóra og leiktjaldamálara, hvaða pláss þeir þurfi o. s. frv. Aðalhöfuðverkur okkar hérna er plássleysið. Þegar við byggj- um leiktjöld, þá verðum við alltaf að hafa það í hugá, að enginn fleki má vera breiðari en 2 metrar, því þá kemst hann hvorki inn né út úr húsinu. Og ef það þarf að skipta um senur í leikriti, þá verður að bera allt saman út um smádyr aftast á sviðinu og út í skúr. í revíunni, þar sem leiktjöldin eru bara rammi og skipta í rauninni ekki miklu fyrir leik- stjórann, reyni ég að nota mér poptízkuna. — Er ekki mikil vinna í sam- handi við sviðsgerð? — Jú, við skilum módeli eða teikningu af sviðinu og síðan eru vinnuteikningar gerðar í samráði við yfirsmið. Síðan. kemur vinna við málun á sjálf- um tjöldunum og ljósavinna og þá vinna í sambandi við bún- inga, sem við sjáum oftast um. — Þú hefur unnið hér á 5. ár. Ertu útskrifaður leiktjalda- málari? — Nei, ég mundi heldur ekki fara fram á það að verða út- skrifaður. Steinþór hefur ekki aðstöðu til að kenna mér teikn- ingu eða þess háttar hluti. Ann- ars finnst mér ekki vera hægt að tala um, að maður sé út- skrifaður í þessu fagi. Þeir geta náttúrlega gefið mér blað upp á það, að ég hafi verið hér í 4—5 ár og málað leiktjöld, en blaðið mundi ekki skipta mig neinu máli. Það, sem skiptir máli er, hvort ég get málað leiktjöld. — Hvaða leikmynd finnst þér eftirminnilegust af þeim, sem þú hefur séð? — Ein fallegustu tjöld, sem ég hef séð, eru úr Bernörðu Al- ba, sem Steinþór Sigurðsson gerði. Leiktjöldin í Tíu tilbrigð- um voru líka mjög athyglis- verð og sérstakt form á þeim. Það eru tveir hlutir í þessu, abstraktsjónin og realistískar sen ur eins og Bernarða Alba var. Mér finnst erfiðara að vinna ab- straksjónir á sviði en realist- ískar. Ég hef t. d. aldrei unnið tjöld, sem var jafnlítið af pro- blemum og í Yfirmáta ofur- heitt, sem var realistísk sena, nema þrengslaerfíðleikarnir, sem alltaf eru til staðar. — IÞú sást Óðinsleikhúsið leika hér. Hvernig fannst þér sviðið vera miðað við venju- leg leikhús? — Mér fannst það gefa skemmtilega möguleika. Ég hef séð myndir af mjög skemmtilegum uppfærslum, sem eru á miðju gólfi og þá er dekúrasjónin með og oft hengd upp í loftið í staðinn fyrir að vera á gólfinu, sem stundum getur verið truflandi við þess- ar aðstæður. Ég veit til þess, að leikrit Shakespeare hafa verið færð upp á þann hátt, að sviðið var sett fram í sal svipað og hjá^Leiksmiðjunni í Frísir kalla, þar sem fólk gat séð það úr þremur áttum. Þá var dekúrasjónin alveg eins og i venjulegu leikhúsi, öll á gólfinu, leikarar gátu t. d. horf- ið á bak við súlu úr einni átt, og meiðslum — viljastyrkur þátttakendanna var afar mikill. Mig langar til að geta sérstak leg um þrjá silfurverðlauna- hafa, sem vöktu sterka samúð mína. Þetta eru „eyjarskeggj- arnir“ þrír — Japaninn Hideo Fukagava, Kúbustúlkan Loipa Au’auho og Helgi Tómasson, íslenzkur Bandaríkjamaður. Þau eru ólík en hafa notið frábærs undirbúnings, eru list- ræn ágætlega, þó það eigi auð- vitað sitthvað ófullkomnað í list sinni. Ég tel, að allir þeir dansarar sem komust í þriðju umferð hafi verið góðir. Við sáum sig- urvegara í þessari keppni, en enginn beið ósigur. Og það cr ekki erfitt að skilja erfiðleika þá sem mættu dómnefndinni í starfi hennar — við þurfum að velja þá sem verðugastir voru. Túlkun dansaranna breytt íst frá einu atriði til hins næsta, svo og geðbrigði okkar, þau áhrif sem við vorum móttæki- leg fyrir. Hideo Fugagava dans aði t.d. í fyrsta sinn „upp á húrra“ og svo virtist sem gull- ’verðlaunin væru á næsta leiti, en næsta atriði dansaði hann verr, því miður, þar komu fram tæknilegir gallar. í annan stað var Alexander Bogatiréf, ný- útskrifaður frá listdansskólan- um í Moskvu, bersýnilega þving aður í fyrstu umferð, en sýndi svo þá listrænu gáfu og fimi í þeirri síðustu að hann náði sér í bronsverðlaun. Helgi Tómas- son dansaði hinsvegar mjög jafnt í öllum umferðum og hlaut silfurverðlaun með réttu. Það ber líka vott um góða kunnáttu að geta sýnt jafnan árangur. Menn geta breytt út af í einhverju eftir líkamlegu eða sálrænu ástandi en ekki í þeim mæli að greinilegt verði. Þátttakendur keppninnar reyndu sterkar geðshræringar og má vera að það hafi komið niður á árangrinum í ýmsum tilvikum, en slikar geðshrær- ingar eru ekki nema skiljan- legar, því í Moskvu safnaðist í raun og veru saman blóminn af ungum listdönsurum heimsins. Leyfið mér að bera fram eina gagnrýna athugasemd. Um þess ar mundir leggja allir mjög mikla áherzlu á tæknina. Ég get jafnvel sagt að nú geti allir allt og kunni. En marga dans- ara skortir listræna tilfinningu, þeir eru fremur tæknifræðing- ar á sviðinu en skapendur. Það er ekki að undra þótt áhorf endur taki mjög vel því lista- fólki sem sameinar í túlkun sinni mikla fagkunnáttu og andríki og músíkalska tilfinn- ingu, ljóðrænu. Japanska parið Jukiko Jasuda og Isihi Jun, sem hlutu bronsverðlaun, skildi eftir mjög góð áhrif. Þessir dansarar eru furðulega „skáld- legir“, þau lifa í tónlistinni og dansinum — sem og dugði þeim til að leggja að fótum sér bæði áhorfendur og dómnefnd. Leníngradparið Natalja Bolsja- kova og Vadím Gúljaéf sýndu mjög magnaða túlkun í atriði sem Kossjan Goleizovski samdi .við „Hugleiðingu"'' /Massenet. Þau fengu bronsverðlaun. Len- íngradskólinn í klassískum dansi hefur lengi notið viður- kenningar og ég varð að taka það fram, að dansarar frá Lenín grad sýndu einnig í þessari keppni góða kunnáttu, sterk tök á akademísltri list. Ljúd- míla Semenjaka og Nikolaj Kovmír hlutu bronsverðlaun — þau iærðu einnig i Lenin- grad eins og gullverðlaunahaf- arnir Míkhaíl Barisjníkof og Malíka Sabírova. Ýmsir komu mjög skemmti- lega á óvart í keppninni. Ég hef þegar talað um Japanina, sem hafa aðeins stutta stund fengizt við klassíska danslist. Ég vildi og minna á góðan árangur listamanna frá Mon- gólíu, Sameinaða Arabalýðveld inu. Dansarar frá sósíalískum ríkjum sýndu góða frammi- stöðu: María Aradi frá Ung- verjalandi, Roland Gawlick frá Þýzka alþýðlýðveldinu, Marin Stefanescu frá Rúmeníu. en sézt samtímis úr annarri. Annars finnst mér eitt furðu- legt í sambandi við komu Óð- insleikhússins. Þegar þessi er- lendi leikflokkur kemur hing- að, þá rísa allir gagnrýnendur upp til handa og fóta og þykir þetta mjög merkilegt. Við höf- um sjálfir haft svipaða sýningu af íslenzkum toga spunnin fullt eins merkilega ef ekki athygl- isverðari, og það var Frísir kalla hjá Leiksmiðjunni. — Er eitthvað, sem liggur á hjarta leiktjaldamálara? — Ég veit ekki, hvað skal segja. — Líður öllum leiktjalda- málurum vel á fslandi? — Ég get nú ekki talað nema fyrir mig. Mér líður ágætlega sem leiktjaldamálara. — Eru til samtök leiktjalda- málara? — Þáð er til Félag íslenzkra leiktjaldamálara eða vísir að því alla vega, en ég hef ekki orðið var við, að það hafi haldið neina fundi ennþá, en ég er heldur ekki í þessu félagi. — Mundi vera hægt að kalla leiktjaldamálara stétt? — Þeir eru nú nokkuð marg- ir, og fleiri en maður gerir sér grein fyrir svona í fljótu bragði. — Eitthvað að lokum? Framh. á 15 Keppninni er lokið. Allir voru þreyttir orðnir •— bæði kepp- endur og dómnefndarmenn og áhorfendur. En engum leiddist og það gleður mig, að áhorfend- ur í Stóra leikhúsinu, margar nfillj ónir sjónvalrpteá'hþililenda, hafa séð margt áhugavert og nýtt. ★ Keppnin var athyglisverð og gagnleg ekki aðeins fyrir at- vinnumenn heldur og fyrir hinn breiða hóp áhorfenda. Það er bráðnauðsynlegt að fólk viti hverju fer fram í heiminum. Enginn gétur stiknað í eigin feiti — án þróunar árangurs- ríkra samskipta og gagnkvæmra áhrifa nemur listin staðar. Það er mikils virði að list dansins er ótæmandi, að alltaf er hægt að skapa eitthvað nýtt og fram- sækið. Fyrsta alþjóðlega keppni listdansara í Moskvu sýndi fram á þetta á mjög sannfærandi hátt. — Leiðréfting □ Olkíkur urðu þau mistök á, er v.ð skýrðum frá sýn- ingu listamannsins Si'g’ur- 'linna Péturssonar, að hann 'héldl hana í Hafnanfirði. Þaö er eiklki rétt. Sýningin er hald in í vinnus'tofu Sigurlinna að Hraunhólum 4a í Garða- hreppi. Húsið stendur norðan megin við Reylkjanesbraut nolkkrum metrum austan við gatnamóit Reýkjanesbrautar og Hafnarfjarðarvegar. Sýn- ingin er semisagt ókki í H!afn arfirði heldiur Garðahreppi. Við biðjumst afsökunar á mis tölkunum. ■—

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.