Alþýðublaðið - 30.09.1969, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.09.1969, Blaðsíða 6
6 A'lþýðubl’aðið 30. septemiber 1969 □ Nýlega var haldia á vegum Osta og^smjörsölunn- ar, Snorrabraut 54, kynning á ostuim og ostaréttum- Aðalliður k'ynninSarinnar var að gefa fólki kost á að bragða nýstárlegan rétt — osta fendue — sem cr eins konar ostbráð. Einnig var sýning á ofnbökuðum ' ostarétti, ostatertu og skreytingum ostabrauðs. Margrét Kristinsdóttir, húsmæðrakennari, gaf kvennasíðunni góðfúslega leyfi til að birta uppskrift ir um gerð ostarétta úr bæklingnum, er þama voru á boðstólum. ’ I bæklingnum um gerð osta fondue segir svo: I>egar talað er um fondue er í flestum tilfellum átt við fræg- an svissneskan rétt, ostafondue, j sem er sjóðandi heit ostabrað, búin til úr hvítvíni og osti, þykkt með maizenamjöl, krydd ( uð með kirsuberjavíni og er borðuð þannig að hver hefur sinn disk og gaffal og dýfir síð- an létt ristuðum brauðteningi í bráðina, hjúpar hann og færir upp á diskinn. Orðið fondue er uppruna- lega komið af franska orðinu „fondre“ sem þýðir að bræða. ■Að veita fondue í Sviss er regluleg hefð og hafa skapazt margar skemmtilegar reglur um hvernig beri að neyta þess. Þó ekki sé nauðsynlegt að fara eftir þeim, eru hér nokkrar til gamans. Fondue potturinn stendur á miðju borði, allir sitja eða standa umhverfis og dýfa brauð teningi í, hver á eftir öðrum. Þeir sem ekki geta beðið eftir að röðin komi að þeim verða að sitja hjá í næstu umferð. Eftir hverja umferð verður hver einstakur að láta til sín heyra, segja helzt eitthvað spaugilegt, sá sem þegir verður að sitja hjá í tvær umferðir. Ef kona missir brauðtening sinn í pottinn verður hún ið kyssa borðherra sinn og hús- ráðanda. Hendi það karlmann verður hann að bjóða upp á flösku af víni eftir matinn eða annað tilsvarandi. Áhugi íslendinga á osti og ostagerð er sífellt að aukast og er þessi skemmtilegi sviss- neski réttur einmitt tilvalin til að reyna sig við, sjálfum sér og öðrum til ánægju. Leiðbeiningar um FONDUE gerð. Það er í rauninni mjög vanda lítið að búa til gott fondue. Byrjendur eru þó ragir fyrst í stað, en ástæðulaust er að óttast mistök ef eftirfarandi ráðleggingar eru hafðar í huga. Það kemur oft fyrir að fondue verður of þunnt — þykktin er háð tegund ostsins sem notuð er. Sú regla gildir að nota feitan ost, (45%) en jafnvel feitur ostur er mismun- andi vatnsríkur, þess vegna getur þykktin verið breytileg frá einu skipti til annars. Not- ið því aidrei allan vökvan sem gefin er upp í uppskriftinni, takið dálítið frá — verði fondu- ið of þykkt er hægur vandi að þynna það út með því að bæta í það éökvanum sem tekin var frá. Verði fondueð of þunnt má þykkja það með því að hræra það út með maezine eða kartöflumjöli. Látið fondue aldrei bullsjóða, en vera alveg við suðu. Sjóði öf mikið getur það aðskilizt. Komi það fyrir er oft hægt að bæta úr því, með því að setja ískaldan vökva útí, þykkja síð- an með kartöflumjöli eða maezinamjöli. Fondue sem brauðteningum er dýft í, verður að halda vel heitu, annars er hætt við að það stífni og verði bæði of þykkt og seigt. Mikilsverðasti þáttur fonduegerðar er ostur- inn. Ýmsar tegundir má nota, aðeins ekki magran ost. Feitir ostar bráðna auðveldar og gerð in verður fínni. Sérstaklega vilj um við mæla með Brseddum Gouda 45% (steyptum) osti, mildum eða sterkum, sem góð- um og þægilegum fondue osti, hann bráðnar fljótt, samlagast vel vökva og verður ekki seig- ur. Ennfremur er Schweizer osturinn góður og smurostar eins og rækjuostur, Sveppa- ostur og Góðostur. Rífið fasta osta á rifjárni, steypta osta er nóg að skera í litla bita, en smurosta er nóg að setja beint í pottinn. . Varizt að nota of mikið ai sterku víni, svo það yfirgnæfi ekki ostbragðið. Fondue er gott að krydda með örlitlu hvítlauks salti, nýmöluðum pipar og saiti. Ágætt er að bera með fleiri kryddtegundir t.d. múskat, papriku, karry, rósmarín og timian. ÁHÖLD. Sérstakk fondue potta úr kopar eða leir, sem halda má heitum yfir sprittloga, langir gafflar og leirdiskar eru hlutir sem gaman er að eignast, en eru samt ekki nauðsynlegir til að búa til fondué. Vel er hægt að.nota álpott (síður emalerað- an eða stálpott.) Venjulega gaffla má nota í brauðbitana, en betra er að þeir séu með ein- angruðu skafti svo að þeir hitni ekki óþægilega. OSTAFONDUE: 3 dl. hvítvín 500 gr. Gouda 45%. 1/6 tsk. pipar 1/6 tsk. hvítlaukssalt 1/6 tsk. múskat 1 tsk. kirsuberjavín eða koníak. Hitið saman hvítvín og ^st við vægan hita, þar til ostur- inn er bráðnaður. Hrærið í á meðan. Kryddið með kirsuberja víni eða koníaki, múskati, hvít- lauks, salti og pipar. Verði bráð in of þykk má þynna hana með hvítvíni. Berið réttinn fram í pottinum, haldið jlionum vel heitum og berið létt ristaða brauðteninga með og langa gaffla til að dýfa þeim í osta- bráðina. i KALT OSTABRAUÐ. Leggið þykkar ostasneiðar (gouda) á smurðar brauðsneið- ar. Skerið hreðku í sneiðar og leggið sneiðarnar yfir ostinn. Söxuðum graslauk stráð efst. Þekið ljóst brauð eða kex með grænum alpaosti. Leggið 1—2 hringi af rauðri papriku yfir. Framhald á bls. 11. réfakassi kwennasíö- nniiar □ Kvermasíðun ii hefur borizt bréf frá húsmóður í Reylýiavík, þar sem hún gerir að umtalsefni ,síau ný- lega útkomna bók, „Ungbarnabókina.“ Vill kvennasíðan taka eindregið undir ummæli hús- móður um ágæti bck^rinnar og ættu allar mæður og / þá sérstaklega verðandi mæður að ‘eignast eintak af henni. Af þessu tilefni vill kvennasíðan taka það fram, að allar slíka rábendingar eru bakksamlega þegnar cg birtir hér bréf húsmóður í heild. h - ...... □ Kæri þáttur. Mig langar til að vekja athygli lesenda þinna á nýútkominni bók, sem heitir yUngbarnabók.ai Gefin út af Kvöldvökuútgáfunni 1869 hún er þýdd úr norsku. Höfundar: Eyvinn Tveteraas, yfirlæknir á barnadeild sjúkrahúss i Nor- egi. Dr. Olav Sato, augnsérfræð ingur. Rimor Vesje, ráðunaut- ur um meðferð ungbarna. Guð- rún Hilt, kennari við fóstru- skóla í Noregi. Roald Rinvik, sérfræðingur í barnalækning- um. Ase Gruda Skard barna- sálfræðingui’. Kare Ohma, skuro læknir í Noregi. Þessi upptalning sérfræðinga, sem skrifa þessa bók, gefur að verulegu leyti til kynna, um hvað bókin ræðir. Hún veitir leiðbeiningar um flest, sem varðar ungbarnið. Til dæmis: Allan fatnað, sem þarf að hafa til þegar barnið fæðist, um rúm þess og þessháttar; um fæðu þess og blöndun hennar, bætiefni og fleira; um hirðingu á barninu; barnasjúkdóma; bólusetningar; æskilegan fatn- að og um leikföng. Þar er einnig fjallað um and legan og líkamlegan þroska barnsins stig af stigl. Afbrigði- leg börn og meðferð á þeim. Vernd gegn sjúkdómum. í stuttu máli; Allt er þarna að finna sem þýðingarmest er varðandi ungbarnið, frá því að það fæðist ósjálfbjarga — og skynjar lítt umhverfi sitt og þar til það stendur upprétt, sigurglatt eftir að hafa komizt yfir örðugasta hjallann, fyrsta aldursskeiðið. Eftir lestiyinn sannfærðist- ég um, að þetta var einmitt bók- in, sem ég hafði óskað mér að hafa með höndum, þegar börn- in mín voru ung. Það veitir ör- yggi að hafa svona bók á heim- ilinu, lesa hana og læra um dag lega umönnun barnsins, og fletta upp í henni ef út af ber. Það er mjög þýðingarmikið að barnið hljóti frá frumbernsku rétta umönnun. Lengi býr að fyrstu gerð. Bókin er líka falleg, bæði myndirnar og pappírinn, svo er hún líka létt og handhæg, dá- lítið hátiðleg eins og vera ber þegar fjallað er um ungbarn, sem lætur ljósið sitt skína. Bókin, sem allar ungar mæður ættu að kynna sér. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Húsmóðir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.