Alþýðublaðið - 30.09.1969, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 30.09.1969, Blaðsíða 12
12 Al'þýðubl'aðið 30. septemfoer 1969 Skýrsla liáskólanefndar: Byggja þarf við Háskólann fyrir 75 milljónir á ári Heiidarúlgjöld fil menntamála meiri hér en í öðrum löndum Reykjavík. — HEH. Skýrsla háskólanefndar um eflingu Háskóla .íslands hefur nú verið birt. í inngangi skýrsiunnar segir, að heildar- útgjöld til menntamála hafi farið ört vaxandi síðasta ára- tuginn í hlutfalli við þjóðar- framleiðslu og séu þau nú til- tölulega há miðað við það, sem tíðkast með öðrum þjóðum. — Hluti háskólans í heildarút- gjöldum til menntamála séu Ihins vegar lægri en tíðkast í nágrannalöndunum og hafi þau farið Iækkandi frá sfyrjaldarlok um og fram yfir 1860, en þó (hafi rekstrarútgjöldin til há- skólans farið vaxandi síðan 1962. Það er álit háskólanefnd- ar, að ekki megi gera ráð fyrir löllu minni aukningu útgjalda háskólans til rekstrar og bygg- iinga en sem svarar 15% á ári. Nefndin telur, að stefna beri aðt því á næstu tíu ánim, að byggja á vegum skólans um 24.000 ferm. flatarrými, en það er um fjórfalt flatarrými þeirra bygginga, sem háskólinn hefur ;nú yfir að ráða. Áætlaður kostn aður við þessar byggingar er 75 milljónir króna að meðaltali á ári. í inngangi skýrslunnar, sem er yfirleitt yfir efnisinnihald skýrslunnar, segir; „Heildarút- gjöld til menntamála hafa far- lið ört vaxandi síðasta áratug- inn í hlutfalli við þjóðarfram- leiðslu og eru nú tiltölulega há miðað við það, sem yfirleitt tíðkást í öðrum löndum. HLUTDEILD HÁSKÓL- ANS HÁKKANDI FRÁ 1962 Hlutverk háskólans í heildar- útgjöldum til menntamála er hins vegar miklum mun lægri -en tíðkast í nágrannalöndunum og fór lækkandi allt frá styrj- aldarlokum og fram yfir 1960. STUDENT AF J ÖLDINN STÓÐ í STAÐ 1950—1960 Ástæðan fyrir lágri hlutdeild háskólans í útgjöldum til menntamála er að nokkru leyti sú, að háskólinn sér ekki fyrir menntun allra íslenzkra háskóia stúdenta og einbeitir sér að grunnmenntun, sem er tiltölu- lega kostnaðarminni en fram- haldsmenntun. Að nokkru leyti er ástæðan hins vegar sú, að á érunum milli 1950 og 1960 fjölgaði nemendum á lægri skólastigum mjög ört á sama tíma og stúdentafjöldinn við háskólann stóð í stað. ATAKIÐ BEINDIST AÐ LÆGRI SKÓLA- STÍGUM Átakið í menntamálum beindist því fyrst og fremst að lægri námsstigum. Á þessu hef- ur smátt og smátt orðið breyt- ing. Rekstrarútgjöld háskólans ó föstu verðlagi hafa farið sí- vaxandi síðan 1950 og hefur sá vöxtur verið mun örari en fjölgun stúdenta. Hlutdeild há- skólans í rekstrarkostnaði menntamála í heild hefur farið vaxandi síðan 1962. Með bygg- ingu Raunvísindastofnunar há- skólans og Árnagarðs á undan- förnum árum hefur nýtt hf færzt í byggingarstarfsemi há- skólans eftir langt hlé.“ EKKI MINNA EN 15% AUKNING NÆSTA ÁRATUG Þá segir í skýrslunni, að á næsta áratug verði háskólinn að reynast fær um að taka við sívaxandi stúdentafjölda — og bjóða æ meiri fjölbreytni í námsgreinum og námsbrautum, jafnframt því sem aukin rækt verði lögð við rannsóknarstörf, framhaldsmenntun og upprifj- un. Á þessu stigi málsins sé ekki unnt að gefa annað en al- menna hugmynd um þann kostnað, sem þessi efling há- skólans þyrfti að hafa í för með sér, enda verði það eitt meginviðfangsefni stjórnar há- skólans á næstu árum að leita hagkvæmra leiða til lausnar þessum málum. Það sé þó skoð- un háskólanefndar, að ekki megi gera ráð fyrir öllu minni aukningu útgjalda háskólans til rekstrar og bygginga næsta ára tuginn en um 15% á ári, reikn- að á föstu verðiagi. Myndi aukningin verða álíka mikil hlutfallslega bæði í .rekstri og byggingum. I FJÓRFJÖLDUN Á TÍU ÁRUM f skýrslunni segir ennfremur, að sú árlega aukning útgjalda háskólans, sem hér væri gert ráð fyrir, feli í sér fjórföldun á tíu árum, en eigi að síður ætti hún að vera viðráðanleg. í fyrsta lagi kæmi það fé, sem varið væri til háskólans, af vaxandi þjóðarframleiðslu. í öðru lagi væri rekstrar- og byggingarkostnaður háskölans nú mjög lítill hluti af heildar- kostnaði menntamála í land- inu. Þessi litli hluti ætti að geta vaxið ört án þess að hafa mikil áhrif á heildarútgjöldin, enda myndu þarfir æðri stiga menntakerfisins vaxa mun hægar næsta áratuginn en ver- ið hefur. Hlutdeild háskólans í heildarútgjöldum menntamála myndi með þessu móti geía aukizt úr 5% í 10 — 12% á tíu árum. AUKIÐ FJARMAGN ÞARF 7 í kafla um byggingamál ná- skólans segir: „Til þess að unnt reýnist að leysa húsnæðis- vanda háskólans næsta áratug- inn þarf mjög mikið fjármagn. Jafnframt er nauðsynlegt, að komið verði á fót stjórn bygg- ingarmála innan háskólans, er tryggi sem mesta hagsýni í byggingum og sem vandaðast- an undirbúning og framkvæmd verka. 24.000 FERM. FLATARRÝMI Háskólanefnd telur, að stefna beri að því að byggja á veg- um háskólans um 24 þús. ferm. flatarrými nettó á næstu tíu ár- um, Myndi þetta verða fjórfait flatarmál þeirra bygginga', sem háskólinn hefur nú yfir að ráða, sem er tæplega sex þús. ferm. nettó. Flatarrými á hvern stúdent myndi þá væntanlega verða tvisvar sinnum meira en nú er. I TVEIMUR ÁFÖNGUM Sökum þess fjárhagsvanda, sem mikil aukning byggingar- starfseminnar hefur í för með sér, og þess vandlega undirbún- ings, sem byggingarnar krefj- ast, er gert ráð fyrir, að minna verði byggt fyrstu fimm ár tímabilsins, 1970—1974, eða um 9.000 ferm. nettó, en meira síðari hluta tímabilsins, 1975 —1979, eða 15 þús. ferm. ! 75 MILLJÓNIR Á ÁRI Kostnaður við þessar ráð- gerðu byggingar miðað við nú- verandi verðlag er áætlaður 75 milljónir króna á ári að meðal- tali yfir allt tíu ára tímabilið. Myndi kostnaðurinn vera 55 milljónir króna að meðaltali á ári fyrstú fimm árin, en 95 milljónir króna á ári síðari fimm árin. 130 MILLJONIR TIL . RÁÐSTÖFUN AR Happdrættið mun væntan- lega leggja háskólanum til 130 milljónir króna til bygginga á næstu fimm árum að meðtöldu Framh.. á bls. 15 GrisKa íiutningiaskipið Angel Gabríel strandaði við eyuna Möltu 23. scptember s.l. og skömmu eftir að straudið átti sér stað, brotnaði skipið í tvennt. Einn af áhöfninni lét lífið, þegar ihann í æði henti sér fyrir borð. Skipið var 12 .þúsund tonn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.