Alþýðublaðið - 25.11.1969, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.11.1969, Blaðsíða 2
2 Alþýðublaðið 25. nóvember 1969 fól-ks fyrir þessum vanda sé óljós, hvers vegna er þá ekki reynt að fá eitthvað af þess- um miklu fjárfúlgum til dæm- is til krabbameinsrannsókna. Alls staðar í vestrænum lönd- um hefur fólk ljósa vitund um þá miklu þjáningu sem krabba- meinið veldur. Miklar rann- sóknir fara fram, en ég hef líka séð einhvers staðar í blöð- um eða sjónvarpi að mikið vanti á að nóg fé fáist til krabbameinsrannsókna? Það má segja að við íslendingar höfum engin áhrif á þetta og I ættum því að þegja, en ég get ] samt ekki orða bundizt af því . mér finnst þessi geim-della al- ] veg vera að gera fólk eitthvað j hinsegin. — Silla.“ * \| GuÖjón B. Baldvinsson skrifar um: iiíini \mm [ i TRÖNAÐARMANNAKERFi Götu Gvendur SILLA skrifar langt bréf, og ðegir m. a.: „Einhvern tíma las ég það í grein í Alþýðublaðinu að allar þessar geimferðir og tunglferðir og annar óskapa- gangur í sambandi við þær rannsóknir væri flótti ráða- manna stórþjóðanna frá vanda- málunum niðri í jörðinni. Ég held að þetta sé satt, og satt að segja hrýs mér hugur við að heyra um öll þau ósköp af verðmætum sem er sóað í þess- ar rannsóknir á meðan meiri- hluti mannkynsins hefur alls ekki nóg að bíta og brenna. Sumir vilja kannski segja að þetta fé mundi ekki fara til nauðstaddra þótt því væri ekki varið í geimrannsóknir, og ef það er satt, þá segir það bara, • að fólk í hinum stóru auðugu löndum er ekki interesserað í að leysa tfátækravandamálið, ,en því trúi ég ekki fyrr en ég ,tek á- Ég held að það sé eitt- hvað bogið við þann mann sem getur látið sér líða vel, þegar stórir hópar manna eru í hálfgerðu eða algerðu svelti.“ x ★ KRABBAMEINS- RANNSÓKNIR. i „En ef svo er að tilfinning ★ AÐ HEYJA STRIÐ. Já, það er skrýtið, en þegar ■ á að heyja stríð, eru alltaf til I nógir peningar, og staðreynd I er það, að meiri hábtar sigrar í baráttunni við sjúkdóma og meiri háttar sigrar í tækni og vísindum hafa oft unnizt af því I einu, að allúr kraftur stórþjóð- i anna var settur í að heyja stríð. Hvað sem segja má um almenning, þá virðast ráða- menn stórþjóðanna hafa meiri I áhuga á stríði en framförum, I .því alltaf er verið að heyja| styrjaldir með hluttöku þeirra ■ eða a.m.k. góðu samþykki. ★ VERÐMERKINGAR. Mörður skrifar: „Mig langai’j til að biðja þig, Götu-Gvend-' ur, til að ljá mér rúm í dálk- | um þínum fyrir eftirfarandi: I Ég leyfi mér að mótmæla þeim | ósið margra kaupmanna hér í, borg að tilgreina ekki með á- letrun á spjöld verð þeirra vörutegunda sem þeir stilla út í glugga sína. Það leiðir af I sjálfu sér að verðið á alltaf, eða oftast, stóran þátt í á- | kvörðun manna um hvort þeir eigi að elta ólar við að ná sér í eitt eða annað, umfram brýnustu nauðsynjar, nú ál þessum síðustu og verstu tím- | um. Það er í fyllsta máta ergi- j legt að ganga um bæinn á kvöldin, horfa í búðarglugga' og hafa ekki minnstu hugmynd um verð þeirra hluta sem þar I eru til sýnis. Erlendis tíðkastl í öllum siðmenntuðum búðum i að verð sé tilgreint á vörun- um í gluggunum. Með kveðju. — Mörður.“ Götu-Gvendur. PINGOUIN - GARN Prjónið úr PINGOUIN-GARNI. Höfuim fyrirliggjandi CLASSIQUE CRYL- OR cg SPORT CRYLOR ásamt ýmsum fleiri gerðum af PINGOUINúOARNI. Verzlunin HOF, j Þingholtsstræti 1. □ Eigi imun örgrannt um, að fyrsti vísir að trúnað- armannaskipan innan stéttarfélaga hafi verið litinn hornauga, m. a. vegna þess að val trúnaðarmanna þótti fara nokkuð eftir stjórnmálaskoðunum. Verka- menn sóttust ekki eftir þessum trúnaði, vandinn blasti við þeim er hugleiddu verkefnin isem hiðu þeirra, og ekki var laununum fyrir að fara. Enn mun það eiga langt í land, því miður, að alls staðar séu starfandi trúnaðarmenn, og mjög skortir á að ,svo vel sé að þeim búið af hálfu stéttarfélaganna, sem þörf og nauðsyn ber til. • Trúnaðarmaður á vinnustað hefir víðtækt hlutverk, ef að starfið er rækt út í yztu æsar. Það er því ekki hægt og ekki rétt að ætlast til þess, að eina kennslan, sem í boðum er, sé starfsreynslan. Stéttarfélögun- um ber skylda til að láta í té alla þá fræðslu, sem unnt er, og verkefnið krefst. Þó eingöngu sé litið til kjara samninga, þá er ekki alveg ein- falt að skilja þá til hlítar, gjör þekkja öll ákvæði, og jafn- framt allar venjur og túlkanir, sem flestum slíkum samning- um fylgja. Auk þessa kemur til nauð- synleg mannþekking, þar sem starfsaðferðir hljóta að fara mjög eftir því við hvern er átt. Það er ekki nóg að þekkja starfsfélagana, skapgerð þeirra og verkhæfni, heldur og við- brögð vinnuveitandans. Rétt launþegans verður að verja og sækja í ýmsum atriðum, og það völundarhús, sem rata verður til þess að ná bezta árangri, er ekki bara innan |Samningsá- kvæða og viðtekinna venja, heldur og um torleiði margs- konar manngerða. Éngin fræðslunámskeið vísa veg um þessi völundarhús, svo að ör- uggt sé að ratist hin beinasta leið, en veginn má varða nokk uð vel, ef góður vilji fylgir veg vísi. IRÉTTARSTAÐA TRÚNAÐARMANNS IEftir ákvæðum vinnulögjaf- arinnar, hefir vinnuveitandi rétt til að velja úr þremur til- Inefndum mönnum á vinnustað, og er þar eitt vandamálið, þ. e. a. s. fræðslan má ekki ein- skorðast við einsta,klinginn, Iheldur reyna að fá sem flesta til að kynna sér þjónustustarf þetta. Og hvað er í aðra hönd? ÍVinnulöggjöfin á að tryggja það, að uþpsögn vofi ekki yfir gegni starfi sínu, og hann á að trúnaðarmanni, þó að hann vera tryggður þannig, að hon- um verði síðustum manna sagt upp starfi í sínum starfshópi. Vissulega eru þessi lagaákvæði ekki einhlít, en að baki trún- aðarmanni stendur félagið hans þ. e. samstarfsmennirnir og all ir aðrir félagar starfsgi'einar- innar. Öllum launþegafélögum, sem hafa komið sér upp trúnaðar- mannakerfi á vinnustöðum, er því sú ábyrgð á herðum, að búa þeim í hendur svo sem bezt verður á kosið, þau vopn er duga. Vanræksla á fræðslu og upplýsingastarfi, er mjög dýrt spaug. ÞARFUR f ÖLLUM AÐILUM En eru það einvörðungu laun þegarnir, sem hafa gagn af trún aðarmannastarfinu? Er ekki ó- þarflega lítið um það hugsað hvílíkt gagn fyrir þjóðfélagið er fólgið í velræktu starfi þess- ara forsvarsmanna launþega? Öll aðbúð á vinnustöðum, þar með taldir umgengnishættir samstarfsfólksins, er geysiþýð- ingarmikill liður í starfsemi fyr irtækis eða stofnunar. Stirð- busahátturinn er oftlega ærið dýr. Trúnaðarmaður, sem er laginn að leysa úr sambúðar- erfiðleikum, hvort sem það er árekstur vegna kjarasamnings- ákvæða eða það myndast ó- heppilegt andrúmsloft á vinnu staðnum vegna persónulegra á- greiningsmála, sá maður er þarfur öllum aðilum, hvaða stöðu eða starfi, sem þeir gegna á vinnustaðnum, , og hann er mjög nýtur þjóðfélagsþegn. All ar deilur blanda loftið lævi, en sá sem er mannasættir, ber, klæði á vopnin af réttsýni og velvilja, hann er græðir góðra hluta. Vinnuveitendur og þjóðfélag ið sem slíkt á því skyldur aðl rækja í þessum efnum. Þessir aðilar eiga að styðja viðleitni stóttarfélaganna til þess að ala upp góða trúnaðarmenn. Þeir eru ekki valdir eða skipaðir til að ,leita uppi ágreiningsatriði eða stofna til deilna, heldur hi9 gagnstæða. Við viljum gjarnaa mæta réttsýni og sanngirni 1 viðskiptum, og þó að við vilj- um sjálfir sýna þessa eiginleika þá getur orðið misbrestur S. stundum, því að allir erum við breyskir. Allt sem stuðlar að fækkun slíkra mistaka, dreg- ur úr skaðsamlegum áhrifuttí þeirra, horfir til betri sambúð- arhátta. Það er ekki nóg að tala unt óeiningu okkar íslendinga, og ganga svo út, frá því að hún sð ólæknandi, sjálfsagður, eðlis- lægur fylgifiskur. Nei, það sem skiptir máli er að horfast hreini skilnislega í augu við óvininn, — sem oftast er skapaður í eig- in hugarheimi, — og láta ein- skis ófreistað til að vinna bug á „sundurlyndisfjandanum‘% Hann er ekki ósigrandi. Ein« hver allra minnsta viðleitni 1 þessa átt, er að blása ferskit andrúmslofti inn á hvern vinml stað. Reynum að nota trúnaðar- mannakerfið í því skyni eftiP því sem föng framast leyfa. Launþegasamtökin eiga að hefja öfluga fræðslustarfseml meðal félaga sinna, þeirra sem gegna störfum trúnaðarmanna og þeirra sem eiga að vera ’íil taks, og þessa starfsemi eiga vinnuveitendur að styðja með því að gefa leyfi frá störfum ári launataps, ’ og þjóðfélagið að leggja af mörkum fjárhagslega aðstoð eftir því sem þörf er, að undangengnum samningum aS ila, rannsóknum og skipuleg- um tillögum um fræðslustarf- ið. — Hef opnað tannlæknastofu að Auísturstræti 14, 3. hæð, sími 16585. HELGI EINARSSON, tannlæknh*.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.