Alþýðublaðið - 25.11.1969, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.11.1969, Blaðsíða 7
Alþýðublaðið ,25. nóvemfoer 1969 7 Fengu ekki einu sinni vinnu við að binda gærur Borgarfjörður eystri. Sigurður Ó. Pálsson: i — Það sló yfir éli, þegar þú varst að tala við mig seinast, og ég má segja, að það hafi ekki tekið upp síðan. Tíð hefur verið mjög rysjótt síðustu þrjár vikumar. Algert atvinnuleysi er ríkjandi í byggðarlaginu, enda liefur ekki gefið á sjó að undanförnu, en það er víst eðlilegt hér á þessum árstíma. Nýlega var keyptur hingað stór bátur frá Norðfirði. Hann hét áður Sæfaxi, en hingað kominn var hann skírður Glett- ingur. Glettingur var á grá- lúðuveiðum í haust, og fékk hann reytingsafla, en nú er hann að taka troll á Seyðis- firði. EINKENNILEG ÞRÓUN Við hér í Borgarfirði eystra búum við þannig verzlun, að hér er útibú frá Kaupfélagi Héraðsbúa, en okkar kaupfélag — Kaupfélag Borgarfjarðar — hætti rekstri fyrir skemmstu. Nú í haust gerðist það, að all- ar gærur af því fé, sem hér vár slátrað — um það bil 7— 8 þús. fjár — voru fluttar héðan óbundnar. Undanfarin haust hefur binding á gærum verið eina atvinnan, sem treysta hefur mátt á að slátur- tíð lokinni. Þess skal getið, að útibú Kaupfélags Héraðsbúa tók við rekstri sláturhússins sem annarra fyrirtækja, sem Kaupfélag Borgarfjarðar rak áður. Manni finnst þetta dálítið z ■111 “V Einkenrtisföt Tilfooð óskast í framleiðslu eiinkennis'fata fyr- ir ríkisstarfsmenn. Útboðólýsingar eru afhentar á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavíjc. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SlMI 10140 einkennileg þróun, en að vísu höfðu ýmsir spáð því, að svona færi. LÆKNIR KEMUR HÁLFSMÁNAÐAR- LEGA Á SNJÓBÍL Samgöngur eru mjög erfið- ar hér bæði innan sveitar og við nágrannasveitirnar vegna snjóa. Það þykir nú illa borga sig að halda uppi snjómokstri hér. Læknirinn situr á Egils- ! stöðum, sem eru í 72 kílómetra I fjarlægð héðan. Hann kemur | hingað hálfsmánaðarlega. Á , veturna ferðast hann á milli í snjóbíl og hefur hann nú kom ið einu sinni á því farartæki í ' vetur. Leiðin, sem læknirinn fer á snjóbílnum, er um svo- kölluð Innfjöll, en það er bein- asta leið meðfram raflínunni. AÐEINS >. HÚSAVÍK BYGGÐ Haglaust- er nú orðið hér í sveitinni og er því búpeningur bænda kominn á gjöf. Hér hátt ar þannig, að nokkrar víkur eru á milli Loðmundarfjarðar og Borgarfjarðar, sem áður voru fjölbyggðar, en nú er að eins ein þeirra í byggð, Húsa- vík. Hinar víkurnar eru not- aðar sem afréttir fyrir sauðfé og hesta og iðulega hafa bænd- ur látið sauðféð ganga á þess- um víkum dálítið fram á vet- ur. Nú er svo komið, að bænd- ur eru búnir að ta'ka heim allt sitt fé, sem þarna gekk. Það síðasta var sótt í gær, fimmtu- dag, og lentu bændurnir, sem féð áttu í nokkrum töfum vegna ófærðar. Fóru menn á snjósleða þeim til aðstoðar, en allt gekk vel að lokum. hún taki við fiskúrgangi og beinum til mjölframleiðslu, en jafnframt mun hún geta fram- leitt mjöl úr síld og loðnu. Þá hafa eigendur fiskimjölverk- smiðjunnar fest kaup á stórum skála hjá Norðurverki h.f., sem sá um framkvæmdir við Smyrlabjargarárvirkjun. Skál- inn verður settur upp á verk- smiðjusvæðinu og notaður fyr- ir mötuneyti starfsfólks. f sambandi við uppsetningu fiskimjölsverksmiðjunnar varð auðvitað að leggja veg út á Ós- landstanga og náttúrlega vatns- leiðslu og rafmagn svo og ann- að, sem til verksmiðjunnar þarf. Hér á Hornafirði er mikil kuldatíð eins og gengur og ger jst á Austurlandi. Reyndar er ekki snjór á láglendi; hér fest- ir aldrei snjó til lengdar. ÆTLA AÐ 1 BYGGJA RÁÐHÚS Framkvæmdir hér í Höfn? — Nú bygging símstöðvarhúss gengur vel, eða samkvæmt á- ætlun. Það er í ráði, að hér verði byggt ráðhús á næsta ári. Við verðum að reyna að fylgj- ast með stórbæjunum — við eigum hvorki ráðhústorg né ráðhús. í ráðhúsinu mundu skrifstofur hreppsins verða til húsa, lögreglustöð og nokkrir fangaklefar. Um þessar mundir er unnið að því að fá fjárveitingu til við bótarbyggingar við barnaskól- ann, sem er orðinn alltof lít- Fasteigna- og skipasala Guðmundar Hef opriað fas'teigna- og s'kipasölu að Berg- þóru'götu 3. Væntanlegir kaupendur og seljendur fast- eigna og skipa .gjörið svo vel og hafið sam- band við skrifstófuna sem fyrst. Sími 25333 Fasteigna- og skipasala Guðmundar. Guðmundur J. Guðmundsson. ill, og sömuleiðis til smíði leik 5 fimihúss. TÓN- OG LEIKLIST Hér hefur nú verið stofnað I tónlistarfélag og hefur það ráð i ið kennara til tónlistarkennslu, I en hann er Sigjón Bjarnason frá Brekkubæ. Hann er nú í Reykjavík að kynna sér slíka starfsemi og afla hljóðfæra o. þ. u. 1. I Leikfélagið hefur nú hafið I æfingar á leikritihu „Tengda- pabbi“ og er Kristján Jónsson | leikstjóri. Æfingarnar eru nú í fullum gangi og verður leik- ritið sýnt einhvern tíma á næst unni. Mér er ekki kunnugt um önnur verkefni leikfélaesins í B vetur. • ■ Hjartkær móðir ckkar, stjúpmóðir, tar.gda- móðir og amma, ELÍSABET JÓNSDÓTTIR Grettisgöt'U 43, lézt að foeimili sínu aðfaranótt sunnudags 23. nóv. Jarðarförin auglýst síð'ar. Haraldur pétursson Margrét Þormóðsdóttir Jón Axel Pétursson Ástríður Einarsdóttir Nelly Pétursdóttir Jón Jónsson Guðmundur Pétursson Ingibjörg Jónasdóttir Ásgeir Pétursson Dýrleif Árnadóttir Arður Pétursdóttir Kristófer Jónsson Tryggvi Pétursson Guðrún Jónasdóttir Steinunn B. Pétursdóttir Þormóður Jónasson Pétur Pétursson Birna Jónsdóttir Ástþór Pétur Ólafsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.