Alþýðublaðið - 25.11.1969, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 25.11.1969, Blaðsíða 6
6 Alþýðublaðið 25. nóvem'ber 1969 □ Aðalfundur Landssam- bands íslenzkra útvegsmanna \ hefst kl. 2 á morrgun á Hótel Sögu. Fundinn sækja um 801 fulltrúar 13 sambandsfélaga. Formaður LÍÚ, Sverrir Júlí-1 usson setur fundinn á morgun i með ræðu, en síðan ávarpar I sj á varútvegsm.-r áðherr a, Egg- ert G. Þorsteinsson, fundinn. Þá fer fram kosning fundar- | stjóra og nefnda og fluttar skýrslur til fundarins ásamt ] tillögum hinna ýmsu sambands félaga. Ánnað kvöld og á fimmtudagsmorgun starfa - nefndir, en búizt er við að fundi ijúki með stjórnarkjöri síð- j degis á föstudag. Reykjavík. — HEH. □ Á tímabilinu milli kl. 18 og 23 í gærkvöldi var brotizt inn í tóbaks- og sælgætisverzi- unina Gosa við Skólavörðustíg og þaðan stolið allmiklu af sæl- gæti og sígarettum. Þjófarnir eru ófundnir. I Týnlsir Reykjavík. — HEH. □ í gærkvöldi var lýst eftir 57 ára gömlum manni í út- varpi, Guðjóni Gunnlaugssyni,' Bjargi á Seltjarnarnesi. Guðjón mun ekki ganga heill til skóg- ar. Hann var ófundinn í morg- un, er blaðið hafði samband við lögregluna. Slansmál Reykjavík. — HEH. □ Slagsmál urðu við Þórs- kaffi að afloknum dansleik þar í nótt um hálf tvö leýtið. Að sögn lögreglunnar enduðu þessi handalögmál þannig, að einn þátttakandinn féll á tröppurn- ar og hlaut talsverð meiðsli á höfði, einkum á hnakka. Mað- urinn var fluttur á slysavarð- Stofuna, þar sem gert var að að meiðslum hans. Ekki er kunnugt um orsök slagsmál- anna. Leilréf fí í greininni um þýzkan hand- knattleik, sem birt var hér á síðunni í gær, hafa fallið niður nokkrar línur, svo að frásögn- in brenglast illilega. Setningin — f ár tóku 27 þjóðir þátt .... á að vera: í ár tóku, 27 þjóðir, þátt í und- ankeppn.j fyrir heimsmeistara- keppnina í Frakklandi á næsta ári, en hins vegar varð að hætta við heimsmeistarakeppnina ut- an húss vegna dræmrar þátt- töku. Helgi E. Helgason ræðir við fréttaritara blaðsins ALLT SNÝST UM SJÓNVARP Egilsstaðir. — GUNNAR EGiLSSON: Hér snýst eiginlega allt um sjónvarp. Allir þeir, sem bún- ir eru að fá sj ónvarpstæki, bíða eftir stillimyndinni í ofvæni. Þeir sitja framan við tækin sín og þykjast sjá hin og þessi mynztur á skerminum. — Það er mikil snjókoma á sjónvarps- skermunum enn sem komið er, þó að lítið snjói annars. Hér er ekki nema 7—8 cm. föl á jörð- inni, en vegakerfið þolir tæp- lega svo mikinn snjó. Ef snjór inn fýkur hið minnsta til, fyll- ir hann niðurgrafna vegina og útmannasveit og upphérað verða vegasambandslaus. SKÓENIR KOMA í FEBRÚAR Hér er eins og venjulega góð atvinna. Nú hefur framkvæmda stjóri verið ráðinp að nýju Skó verksmiðjunni, en hann er Ög mundur Einarsson. í nýút- komnu dreifibréfi til hluthafa í verksmiðjunni segir, að fram leiðsla á skófatnaði muni vænt anlega hefjast í febrúar. — Prjónastofan Dyngja gengur mjög vel og annað atvinnulíf á staðnum er með blóma. Það má geta þess varðandi / sjónvarpsstöðina á Gagnheiði, móðurstöð sjónvarpsins fyíir Austurland og Norðausturland, að búið er að prófa öll tæki hennar, en það eina^em stend- ur á, er loftræstikerfi í stöð- ina, sem er væntanlegt í næstu viku. Seyðisfjöriur. — GUNNÞÓR BJÖRNSSON: Hér er bölvuð ótíð, mikill snjór og frost dag eftir dag. Fjarðaheiði lokaðist fyrir nokkr um dögum, en var reyndar opn uð aftur fljótlega. Hún er sjálf sagt orðin ófær á ný. Vega- gerðin mun reyna að halda heiðinni opinni tvisvar í viku í vetur. Ég má segja, að atvinnuá- stand hér hafi verið sæmilegt. Bátarnir, sem ganga héðan og gera upp hjá frystihúsunum tveimur, hafa fengið allgóðan afla. Vinna í frystihúsunum hef ur ekki fallið niður að ráði að undanförnu og vonum við, að svo haldi áfram í vetur. NÝR TÓNLISTARKENNARI Fyrir þremur árum stofn- aði þýzkur maður tónlistar- skóla hér á Seyðisfirði, en þessi maður er nú farinn héðan. í fyrravetur ]á starfsemi skól- ans alveg niðri, en í haust kom nýr skólastjóri að skólanum, Gunnar Cortes, og hefur hann glætt nýju lífi í starfsemi tón- listarskólans. Mikil aðsókn er að skólanum og mikill áhugi ríkjandi á honum. Gunnar hef- ur einnig endurvakið blandað- an kór, sem hér var starfandi, starfandi bridge-klúbbur og er af átta ára svefni. — Hér er alltaf spilað einu sihni í viku eins og í fyrravetur. Annars er félagslífið heldur dauft. HERÐUBREIÐ EINSTAKA SINNUM sjáist aldrei skip. Okkur finnst að það hefði verið sanngjarnt að sýna landsbyggðinni þann sóma að lialda þeirri þjónustu áfram, sem Esjan hélt uppi, þangað til hún var seld úr landi. En við vonum auðvitað, að úr þessu rætist, þegar skip- in, sem verið er að smíða á Akureyri, verða tilbúin — hvenær sem það annars verð- ur. Herðubreiðin kemur hingað einstaka sinnum og eru það einu föstu skipaferðirnar hing- að. NYKOMNAR DANSKAR og HETTUKÁPUR, SAMKVÆMISDRESS, TREFLAR OG SLÆÐUR í imildu úrvali. / Muverzlunin HELA Laugavegi 31 — Sírni 21755. saidSsa ZZriWF?. KHBB58 Í3SSS (S Helmingur fiskimjöl sverl smiðjunnar komin t! Hornafjörður. — KRISTJÁN IMSLAND; Héðan er ekkert markvert að frétta annað en það, að bát- ar hafa verið að róa. Fimm bátar eru á trolli, en einn á línu. Það var sagt í útvarpinu í gær (fimmtudag) að afli bát. anna hefði verið tregur að und anförnu, en ég get hins vegar ekki séð, að svo sé. í gær kom til dæmis einn trollbáturinn með 28 eða 29 lestir og ég kalla það bara ágætisafla. Hér standa yfir framkvæmd- ir við uppsetningú fiskimjöls- verksmiðju, sem keypt er frá Eskifirði. Verksmiðjan verður sett niður á Óslandinu o-g hef- ur um helmingur hennur verið fluttur hingað, en það er Ár- vakur, sem hefur að mestu ann azt flulningana. Samkvæmt á- ætlun á verksmiúj an að geta hafið framleiðslu í febrúarlok og er þá gert íúð fyrir, að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.